Jójakim og Jójakin Júdakóngar samt Sedekía.

1Á hans dögum kom kóngurinn í Babel Nebúkadnesar, herför, og Jójakim varð honum undirgefinn í 3 ár, en gekk undan honum aftur.2Þá sendi Drottinn móti honum her úr Kaldeu, her af Sýrlandi, Móabíta her, og Ammonssona her, til Júdaríkis sendi hann þenna her til að eyðileggja það eftir orði Drottins, sem hann hafði talað fyrir munn sinna þjóna spámannanna.3Sannarlega fór svo fyrir Júdaríki eftir Drottins boði, til að koma því burt frá hans augliti, sakir Manasse synda, sakir alls þess sem hann hafði gjört c),4og líka sakir þess saklausa blóðs sem hann úthellti, og uppfyllti Jerúsalem með saklausu blóði; og Drottinn vildi ekki fyrirgefa.5En hvað meira er að segja af Jójakim, og hvað hann gjörði, þá stendur það skrifað í árbókum Júdakónga d).6Og Jójakim lagðist hjá sínum feðrum, og Jójakin hans son varð kóngur í hans stað.7Egyptalandskóngur fór ei framar úr sínu landi; því kóngurinn í Babel hafði tekið allt, sem Egyptalandskóngar áttu, frá Egyptalandslæk, til árinnar Frat.
8Jójakin var 18 ára gamall þá hann varð kóngur, og ríkti þrjá mánuði í Jerúsalem; en móðir hans hét Nehusta, dóttir Elnatans í Jerúsalem.9Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði, rétt eins og faðir hans hafði gjört.10Á sama tíma komu þjónar Nebúkadnesars kóngs í Babel, með her að Jerúsalem, og staðurinn var umsetinn.11Og Nebúkadnesar kóngur í Babel kom til staðarins, meðan hans þjónar umsátu hann.12Þá gekk Jójakin, Júdakóngur út til kóngsins í Babel, hann og hans móðir og hans þénarar og herforingjar, og hans hirðmenn; og kóngurinn í Babel tók hann til fanga á 8da ári hans ríkisstjórnar.13Og hann tók þaðan alla fjársjóðu Drottins húss og alla fjársjóðu kóngsins húss; hann tók og gullbúnaðinn af öllum áhöldum, sem Salómon Ísraelskóngur hafði látið gjöra í Drottins húsi, eins og Drottinn hafði talað.14Og hann flutti burt alla Jerúsalem, og alla herforingja og allt stríðsfólk, 10 þúsundir voru burtfluttar, allir timburmenn og smiðir; ekkert var eftir, nema almúgafólkið í landinu.15Og hann flutti Jójakin burt til Babel; og móður kóngsins og konur kóngsins, og hans hirðmenn, og alla göfuga menn í landinu hertók hann, og flutti frá Jerúsalem til Babel;16og allt stríðsfólk, 7 þúsund manns, og þúsund timburmenn og smiði, alla vopnfæra, og til stríðs hæfilega, þá hertók kóngurinn í Babel, og flutti frá Jerúsalem til Babel.17Og kóngurinn af Babel a) gjörði Metanía, hans föður bróður, að kóngi í hans stað, og breytti hans nafni og kallaði hann Sedekía b).
18Sedekía hafði einn um tvítugt þá hann varð kóngur og 11 ár ríkti hann í Jerúsalem; en móðir hans hét Hamítal, dóttir Jeremía frá Libna.19Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði, rétt eins og Jójakim hafði gjört.20Því sakir Drottins reiði gekk það svo Jerúsalem og Júda, þangað til hann burtsnaraði þeim frá sínu augliti. Og Sedekía gekk undan kónginum af Babel.

V. 3. c. Jer. 15,4. V. 5. d. 2 Kron. 36,4. fl. V. 10. 2 Kron. 36,6. Dan. 1,1. V. 17. a. Jer. 37,1. b. 1 Kron. 3,15. V. 18. 23,31. Jer. 52,1.