Lög um þjófnað, spillvirki, lán o. s. fr.

1Ef maður stelur nauti eða sauð, og slátrar eða selur, þá gjaldi hann aftur 5 uxa fyrir einn, og 4 sauði fyrir einn sauð.2Ef þjófur verður gripinn í innbroti og lostinn til bana, þá er engi sókn fyrir það víg;3en ef sól er á loft komin, þá skal sækja vígsmálið; (því) þjófur skal bæta fullum bótum, og ef hann á ekki til, skal selja hann í bætur fyrir það stolna.4Ef það þjófstolna finnst hjá honum, hvört heldur það er uxi, asni eða sauður, og sé það lifandi, þá skal hann gjalda tvöfalt aftur.5Ef maður beitir akur eða víngarð annars manns, svo að hann hleypir fé sínu og lætur ganga í akri hans, þá skal hann bæta með því sem best er á hans akri eða í hans víngarði.6Ef eldur kviknar og kemst í þyrna, og brennur kerfaskrúf, kornstangir eða akur, bæti sá fullum bótum, er eld kveikti.
7Ef maður selur öðrum manni silfur eða nokkura gripi til varðveislu, og verður því stolið úr húsi hans, finnist þjófurinn, þá skal hann tvígjalda aftur;8en finnist þjófurinn ekki, þá skal leiða hússeigandann fram fyrir Guð, og vinni hann eið, að hann ekki lagði hendur á eign náunga síns.9Hvervetna þar er mál verður um misverka á uxum eður ösnum eður sauðum, eður klæðnaði, og um allt það er annar missir, og segir, að það er þetta sem hann missir, þá skal mál þeirra beggja koma fyrir Guðs dómstól, og hvörn sem dómendur dæma sakfallinn, sá skal tvígjalda hinum.
10Ef maður selur öðrum manni asna eður naut eður sauð eður nokkurt kvikfé til varðveislu, og deyr það, eða lestist, eða er tekið, svo enginn sér:11þá skal til koma eiður við Drottin þeirra í millum, „að hann ekki lagði hönd á eign náunga síns“, og skal eignarmaður þann eið gildan taka, en hinn bæti öngvu;12en ef því hefir verið stolið frá honum, þá gjaldi hann bætur eignarmanni;13ef það er dýrbitið, þá skal hann koma með það til sannindamerkis: dýrbitið fé skal maður (hann) ekki bæta.
14Ef maður tekur fénað á leigu af öðrum manni, og það lemst eða deyr: sé eignarmaður ekki viðstaddur, þá bæti hinn fullum bótum;15en sé eignarmaður við, bæti öngvu, ef það er daglaunamaður, þá komi það upp í daglaun hans.
16Ef maður glepur mey, sem ekki er föstnuð manni, og liggur með henni, þá skal hann þá mey mundi kaupa og taka sér til eiginkonu;17en ef faðir hennar vill eigi gifta honum hana, þá skal hann gjalda svo mikið silfur, sem meyja mundi svarar.
18Ekki skaltu láta galdrakonu lifa.19Hvör sem hefir samlag við fénað, láti líf sitt.
20Hvör sem fórnfærir nokkrum guði, utan Drottni einum, sá skal fyrirdæmast.
21Þú skalt ekki kúga eða ágang veita útlendum manni, því þér vóruð sjálfir útlendingar í Egyptalandi.22Þér skuluð ekki leggjast á ekkjur eða munaðarleysingja.23Ef þú þrengir þeim, og þau kalla á mig sér til hjálpar, þá skal eg heyra þeirra neyðarkvein,24þá skal mín reiði brenna, og eg skal slá yður í hel með sverði, svo yðar konur verði ekkjur, og yðar börn föðurlaus.
25Ef þú lánar peninga fólki mínu, þeim fátæka, sem hjá þér er, þá skaltú ekki vera við hann eins og okurkarl; þér skuluð ekki taka leigu af honum.26Ef þú tekur yfirhöfn náunga þíns að veði, þá skila þú honum henni aftur, áður sól sest;27því hún er það eina, sem hann hefir til að hylja sig með: hún er það klæði, sem hann er í og liggur á; kalli hann til mín, skal eg bænheyra hann: því eg er miskunnsamur.
28Þú skalt ekki hallmæla dómsvaldi Guðs, og ekki lasta höfðingja þíns fólks.
29Lát ei undan dragast að frambera frumgróða af því og þeim ávaxtarvökva, sem þú átt. Þú skalt gefa mér þinn frumgetna son;30sömuleiðis frumburði þinna nauta og sauða; sjö daga skal frumburðurinn vera hjá móður sinni, en þann áttunda dag skaltu færa mér hann.31Þér skuluð vera mitt heilagt fólk. Það kjöt, sem rifið er af dýrum úti á víða vangi, skuluð þér ei eta, heldur kasta því fyrir hunda.