Framhald. Viðrétting á hag Gyðingalýðs.

1Þá munu sjö konur grípa um einn mann, og segja: „vér skulum sjálfar fæða oss og klæða, lát þú oss aðeins nefnast eftir þínu nafni, og afmá vora vanvirðu“.
2Á þeim sama degi mun kvistur Drottins prýðilegur og veglegur verða, og ávöxtur landsins hár og fagur fyrir þá, sem frelsaðir verða af Ísraelslýð.3Sá sem eftir verður skilinn á Síonsfjalli, og sá sem eftir verður í Jerúsalemsborg, sérhvör sá, sem innskrifaður er í tölu enna lifendu í Jerúsalemsborg, skal þá kallast heilagur,4þegar hinn alvaldi hefir afþvegið óhreinindi Síonsborgardætra, og burthreinsað það blóð, sem í Jerúsalemsborg er, með sínu réttdæmi og með sinni vandlætingu a).5Og Drottinn mun láta þykkt ský staðnæmast b) um daga yfir hvörju byggðu bóli á Síonsfjalli, og yfir hvörri samkomu, sem þar verður haldin, en ljómandi eldsloga á nóttum; því yfir öllu því, sem dýrðlegt er, skal skýla vera.6Og laufskáli skal vera til forsælu fyrir hitanum á daginn, og til hælis og skýlis fyrir steypiregnum og skúrum.

V. 4. a. Með sínu réttdæmi og með sinni vandlætingu, á hebr, „í anda réttdæmis (dóms) og í anda brennanda“. V. 5. b. Mun láta þykkt ský staðnæmast, á hebr: „mun skapa ský og reyk“.