Uppreisn Ísraelsbarna í eyðimörkinni og straff.

1Þessi eru þau orð, sem Móses talaði við allan Ísrael, hinumegin við Jórdan í eyðimörkinni, á sléttlendinu út á móts við Suf, á milli Paran og Tofel, Laban, Hliseroth, og Disahab.2(Það eru ellefu dagleiðir frá Hóreb til Kadesbarnea, þegar farinn er fjallvegurinn Seir.3Á fertugasta ári, fyrsta degi þess ellefta mánaðar, talaði Móses við Ísraelsfólk allt það sem Drottinn hafði fyrir hann lagt,4eftir að hann hafði unnið á Sihon Amorítakóngi, sem hafði aðsetur í Hesbon, og á Ógg kónginum í Basan, sem hafði aðsetur í Astaroth. *)
5Hinumegin við Jórdan, í Móabítalandi, fór Móses að útlista lögmálið þessum orðum:6Drottinn vor Guð talaði við oss á Hóreb svoleiðis: þér eruð nógu lengi búnir að vera á þessu fjalli,7snúið nú við og farið til Amorítafjalls, og þeirra staða sem þar liggja í grennd við bæði á sléttlendi, fjöllum, dölum, á móti suðri og við sjó, til Kanaanslands og Líbanon, allt til þeirrar miklu móðu Evfrat.8Sjá! eg hefi gefið yður það land, sem fyrir yður liggur, farið og takið það undir yður, hefir Drottinn svarið feðrum yðar, Abraham, Ísaak og Jakob að gefa þeim landið og niðjum þeirra.
9Um sama leyti sagði eg við yður: eg rís ekki undir yður einsamall,10því að Drottinn yðar Guð hefur margfaldað yður, svo þér eruð nú orðnir, að fjöldanum til, álíkir himinsins stjörnum.11(En Guð, Drottinn feðra yðar, gjöri yður enn mörgum þúsundum fleiri, og blessi yður eins og hann hefir lofað.)12En hvörnig á eg einn að geta borið öll þyngsli af yður, ánauð og þrætur.13Veljið vísa, skynsama og valinkunna menn af kynkvíslum yðar, og skal eg setja þá til höfðingja yfir yður.14Þá svöruðuð þér mér og sögðuð: það er vel tilfallið sem þú segist vilja gjöra.15Tók eg þá öðlingana úr ættkvíslum yðar, skynsama menn og valinkunna, og setti þá höfðingja yfir yður, yfir þúsund, yfir hundrað, yfir fimmtíu og yfir tíu, og til embættismanna meðal yðar kynkvísla.16Og eg lagði þá svo fyrir dómendur yðar segjandi: gegnið bræðrum yðar, og dæmið rétt á millum hvörs manns, hvört sem hann er innlendur eða útlendur;17hafið ekkert manngreinarálit í dómum, gegnið eins nauðsyn minni- sem meiriháttar manna, og hræðist ekki nokkurn mann, því dómaraembættið er Guðs; en ef eitthvört málefni er yður ofvaxið, þá skjótið því til mín, og skal eg því gegna.18Þannig skipaði eg yður í það sinni öll þau lög sem þér skylduð halda.
19Síðan fórum vér frá Hóreb, og héldum áfram yfir alla eyðimörkina—sem bæði er mikil og hræðileg, eins og þér sjálfir séð hafið—leiðina til Amorítafjalls, eins og Drottinn vor Guð hafði fyrir oss lagt, og náðum þannig til Kadesbarnea.20Þá sagði eg við yður: þér eruð komnir til Amorítafjalls, sem Drottinn vor Guð vill gefa oss;21sjá þú! Drottinn vor Guð hefir gefið þér í hendur land þetta, farið upp og náið því, eins og Guð Drottinn feðra þinna hefir heitið þér, vert ekki hræddur né huglaus.22Þá söfnuðust þér allir til mín og sögðuð: látum oss senda þangað nokkra menn á undan, til að kanna landið, sem geti sagt oss aftur um hvaða veg þangað verði komist, og hvörjar borgir þar verði í leið vorri.23Mér fell þetta vel í geð, svo eg valdi 12 menn af yður, einn úr hvörri kynkvísl;
24þessir tóku sig nú upp, gengu upp fjöllin, og komust í dalinn Eskól, og könnuðu þar land;25tóku þeir með sér nokkuð af jarðarávöxtum, sem þeir færðu oss aftur, og báru þá fregn, að land það væri gott sem Drottinn vor Guð hefði gefið oss.26En þér vilduð ei halda þangað, og vóruð óhlýðnir orðum Drottins, yðar Guðs, mögluðuð í landtjöldum yðar og sögðuð:27af hatri til vor hefir Drottinn leitt oss burt úr Egyptalandi, svo vér kæmustum í hendur Amorítum, og yrðum af þeim eyðilagðir, hvört skulum vér nú halda?28Landar vorir hafa skelft hjörtu vor, og sagt oss að fólk það væri stærra og voldugara en vér, að borgir væru þar stórar og rambyggðar hátt í loft upp, líka hefðu þeir séð þar afkomara Enakims.
29Þá sagði eg við yður: látið ei hugfallast og hræðist þá ekki,30Drottinn yðar Guð mun ganga á undan yður og berjast fyrir yður, eins og hann gjörði yður ásjáandi í Egyptalandi.31Eins á eyðimörkinni, hvar þú hefir séð hvörnig hann bar þig, eins og faðir ber son sinn um allan þann veg sem þér hafið yfir farið, þangað til þér komust hingað.32En þér vilduð ekki í þessu treysta Drottni yðar Guði,33sem ætíð gekk á undan yður, til að vísa yður á góða tjaldstaði, á nóttunni í eldi, til að sýna yður veginn sem þér ættuð að halda, en á daginn í skýi.
34En þegar Drottinn heyrði umtölur yðar, varð hann reiður, sór og sagði:
35enginn af þessu vonda fólki skal fá að sjá land það ið góða, sem eg hefi svarið að gefa feðrum þeirra,36nema Kaleb son Jefunnis, honum skal auðnast að sjá það, honum og hans börnum vil eg gefa það land, sem hann hefir yfirfarið, af því hann hefir haldið sér stöðugt við Drottin.37Og Drottinn varð einnig reiður við mig yðar vegna og sagði: þú skalt ekki heldur komast þangað,38en Jósúa, sonur Núns, sem er þénari þinn, skal komast þangað, gjörðu hann öruggan, því hann mun leiða Ísraelsfólk inn í þetta erfðaland.39Yðar börn, sem þér sögðuð að mundu verða fjandmönnunum að bráð, og yðar synir, sem enn þá hafa hvörki skyn á illu né góðu, munu þangað komast, þeim vil eg gefa það til eignar.40En þér skuluð snúa við, og fara til eyðimerkurinnar, sem liggur að Rauðahafsbotnum.41Þá svöruðuð þér og sögðuð: vér höfum syndgað móti Drottni, vér viljum taka oss upp, og leggja að óvinunum, allt eins og Drottinn vor Guð bauð oss; þá þér nú herklæddust hvör sínum vopnum og vóruð búnir til að leggja upp á fjallið,42þá sagði Drottinn við mig: segðu þeim að þeir leggi ekki upp til bardaga, því eg sé ekki í fylgd með þeim til að hlífa þeim fyrir mannslagi af óvinunum.43Þó eg segði yður þetta, vilduð þér samt ekki gegna, vóruð óhlýðugir skipan Drottins, þrjóskuðust og lögðuð upp á fjallið.44Amorítar, sem bjuggu á fjöllunum, lögðu þá á móti yður, eltu yður, eins og býflugur plaga að gjöra og gjörðu mannfall mikið meðal yðar frá Seír og allt til Harma.45Þegar þér vóruð aftur komnir, og grétuð fyrir Drottni, þá vildi Drottinn ekki heyra bænir yðar, né hlýða á yður.
46Þér hafið þannig dvalið í Kades langa tíma, eins og þér vitið sjálfir.

*) Sjá kap. 3,1.