Deuteronomium

Hin Fimmta bók Móses

Þessi eru þau orð sem Móses talaði til alls Ísraels fólks hinumegin Jórdanar í eyðimörkinni á því sléttlendinu út í mót því rauða hafinu á milli Paran og Tófel, Laban, Haserót og Dísahab, ellefu dagferðir í frá Hóreb, í gegnum þann veginn fjallsins Seír, allt til Kades Barnea. Og þetta skeði á fertugasta ári á fyrsta degi þess ellefta mánaðar, þá talaði Móses við Ísraelssonu allt það sem Drottinn hafði boðið honum að segja til þeirra, eftir það sem þeir höfðu í hel slegið Síhon þann kónginn Amorítis sem bjó í Hesbon, þar með Óg kónginn í Basan sem bjó í Astarót og í Edrei, hinumegin Jórdanar í landinu Móab tók Móses til út að leggja þetta lögmál og sagði: [

„Drottinn Guð vor talaði við oss á fjallinu Hóreb og sagði: Þér hafið nú nógu lengi verið á þessu fjalli. [ Snúið yður og farið héðan so að þér komið til fjallsins Amorítis og til allra þeirra sem þeim eru nálægir á sléttlendinu, á fjöllunum og í dölunum í mót suðrinu og í mót höfnum sjávarins landsins Kanaan og til fjallsins Líbanon, allt il hins mikla vatsins Evfrates. Sjáið, ég hefi gefið yður það land sem fyrir yður liggur. Farið þangað og eignist það hvert eð Drottinn hefur svarið feðrum yðar Abraham, Ísak og Jakob að hann vildi gefa þeim það og þeirra sæði eftir þá.

Þá sagði ég í þann tíma til yðar: Ég kann ekki einsamall að bera yður því að Drottinn yðar Guð hefur margfaldað yður so að þér eruð í dag so margir sem stjörnur á himni (Drottinn Guð feðra yðar gjöri yður enn mörgum þúsundum fleiri og blessi yður so sem hann hefur sagt yður). Hvernin kann ég einnsaman að bera þvílíka armæðu, þunga og þrætur af yður? Útveljið vísa og skynsama menn þá sem valinkunnir eru á meðal yðar kynkvísla, þá hina sömu vil ég setja yfir yður til höfðingja.

Þá svöruðu þér mér og sögðuð: Það er einn góður hlutur sem þú segir það þú viljir gjöra. [ Þá tók ég hina æðstu menn yðvara kynkvísla, vísa menn og skynsama, og setti þá til höfðingja yfir yður, yfir þúsund, yfir hundrað, yfir fimmtygi og yfir tíu, og embættismenn meðal yðar kynkvísla. Og ég bauð yðrum dómurum þann sama tíma og sagði: Heyrið yðar bræður og dæmið rétt á millum hvers manns og hans bróður og hins framanda. Hafið ekkert manngreinarálit í dómi heldur skulu þér heyra hinum minnsta sem hinum hæsta og ekki skelfast fyrir nokkurs manns persónu því að dómaraembættið er Guðs. [ En ef nokkur málefni eru yður of þung þá látið þau koma fyrir mig so að ég yfirheyri þau. So bauð ég yður á þeim tíma allt hvað þér skylduð gjöra.

Svo fórum vér frá Hóreb og reistum í gegnum alla eyðimörkina (sú bæði er mikil og hræðileg, sem þér hafið séð) á þann veginn sem liggur til fjallsins þeirra Amorítis so sem það Drottinn Guð vor hafði boðið oss og komum allt til Kades Barnea. Þá sagði ég til yðar: Þér eruð komnir til fjallsins þeirra Amorítis hvert eð Drottinn Guð vor vill gefa oss. Sjá þú þar það landið fyrir þér sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér. Far þú upp og eignast það so sem það Drottinn Guð feðra þinna hefur sagt þér. Óttast eigi og hræðst eigi neitt.

Þá komu þér allir til mín og sögðuð: Látum oss senda nokkra menn þangað undan oss sem fari að skoða landið og segi oss aftur um hvern veg að vér skulum þangað fara og þá staðina sem vér eigum til að koma. [ Það líkaði mér vel og ég tók tólf menn af yður, eirn af hverri kynkvísl. Þá þeir sömu gengu í burt og fóru um fjallbyggðirnar og komu til lækjarins Eskól þá skoðuðu þeir það. Og þeir tóku af ávextinum landsins með sér og höfðu þá ofan hingað til vor og gáfu oss það svar aftur og sögðu: „Það land er gott sem Drottinn Guð vor hefur gefið oss.“

En þér vilduð ekki fara þangað og þér voruð óhlýðnir munni Drottins Guðs yðvars og mögluðuð í landtjöldum yðrum og sögðuð: „Drottinn hann hatar oss. Þar fyrir hefur hann útleitt oss af Egyptalandi að hann vildi gefa oss í hendur Amorítanna að þeir í eyðilegði oss. Hvert skulum vér fara? Bræður vorir hafa skelft vor hjörtu og sagt: Það fólk er stærra og hærra en vér. Borgir eru þar stórar og rammbyggðar allt til himins. Þar með höfum vér séð í þeim sama stað sonu Enakím.“

Þá sagði ég til yðar: „Látið ekki skelfa yður og hræðist þá ekki. [ Drottinn Guð yðar hann segir yður leið þangað og hann mun berjast fyrir yður so sem hann gjörði við yður í Egyptalandi fyrir yðar augum og á eyðimörkinni, þar þú séð hefur hvernin það Drotitnn Guð þinn hefur borið þig líka sem einn maður ber sinn son í gegnum allan þann veginn sem þér hafið umfarið þangað til að þér eruð komnir til þess staðar.“ En það fékkst með öngvu móti af yður að þér vilduð trúa á Drottin Guð yðarn, hver eð gekk fyrir yður í eldinum so að hann vísaði yður þann veginn sem þér skylduð ganga og á daginn í skýinu.

En sem að Drottinn heyrði yðra kveinan varð hann reiður, sór og sagði: „Þar skal enginn af þessari vondri kynslóð sjá það góða landið sem ég hefi svarið að gefa feðrum þeirra, utan Kaleb son Jefúnne, hann skal sjá það og honum vil ég gefa það landið, og hans sonum, sem hann hefur yfir farið, af því að hann hefur trúlegana eftirfylgt Drottni.“ [

Og Drottinn varð eirnin reiður við mig yðar vegna og sagði: „Þú skalt og eirnin ekki heldur koma þangað. En Jósúa son Nún sem er þinn þénari hann skal koma þar inn. [ Styrk þú hann því að hann skal útskipta arftökunni á meðal Ísrael. Og yðrir synir hverja þér sögðuð að verða mundi eitt herfang og yðrir synir sem í dag hafa hverki skyn á góðu né illu, þeir skulu koma þar inn, þeim inum sömu vil ég gefa það og þeir skulu eignast það. [ En þér, snúið yður aftur og dragið til eyðimerkur á þann veginn til rauða Hafsins.“ [

Þá svöruðuð þér og sögðuð til mín: „Vér höfum syndgast á móti Drottni, vér viljum fara upp og berjast so sem það Drottinn Guð vor hefur boðið oss.“ Þá þér herklædduð yður nú hver einn sínum herklæðum og voruð á því að draga upp á fjallið þá sagði Drottinn til mín: „Seg þú þeim að þeir fari ekki upp og berjist ekki heldur því að ég er ekki á meðal yðar so að þér verðið ekki slegnir af yðrum óvinum.“ Þá ég sagði yður þetta vilduð þið ekki hlýða mér og þér voruð óhlýðugir munni Drottins og metnuðust og dróguð uppá fjallið. Þá fóru þeir Amorítis út á móti yður sem bjuggu á fjöllunum og eltu yður so sem býflugurnar gjöra og slógu yður í Seír allt til Harma. Þá þér komuð nú aftur og grétuð fyrir Drottni þá vildi Drottinn ekki heyra yðar raust og hneigði ekki sín eyru til yðar. Svo blífu þér útí Kades langa tíma.