Páll óskar þeim kristnu í Korintu Guðs náðar. Þakkar Guði fyrir, að Krists lærdómur hafi fest rætur hjá þeim og vonar, að þekking hans og hlýðni við hann muni fara vaxandi. Lastar ósamlyndi þeirra; varar þá við að láta sig af heimsins vitringum fleka frá Krists einfalda lærdómi, sem heiminum að sönnu þyki heimskulegur, en innihaldi þó guðlegan vísdóm og kraft. Guð hafi ena lítilmótlegu útvalið, svo men verði allt að tilskrifa Guðs náð.

1Páll, kallaður, að Guðs vilja, til að vera postuli Jesú Krists og bróðir Sóstenes,2óskar náðar og friðar af Guði vorum Föður Drottni Jesú Kristi, Guðs söfnuði í Korintuborg, yður sem fyrir Jesúm Krist eruð helgaðir, kallaðir og heilagir a),3ásamt öllum þeim hvar helst, sem þeir eru, sem ákalla nafn Jesú Krists, vors og þeirra Drottin.
4Eg þakka Guði mínum jafnan yðar vegna, fyrir þá Guðs náð, sem yður er gefin fyrir Jesúm Krist;5því að þér eruð fyrir hann í öllu auðgaðir í alls konar lærdómi og þekkingu,6með því lærdómur Krists er orðinn hjá yður rótfestur,7og það svo, að þér ekki eruð varhluta af nokkurri náðargjöf og væntið opinberunar Drottins vors Jesú Krists,8er og mun styrkja yður allt til enda, svo að þér séuð óstraffanlegir á degi Drottins vors Jesú Krists.9Trúr er sá Guð, sem hefir kallað yður til samfélags síns Sonar, Drottins vors Jesú Krists.
10Eg áminni yður, bræður! í nafni Drottins vors Jesú Krists, að þér séuð allir á einu máli og ekki séu flokkadrættir yðar á milli, heldur séuð samlyndir og samdóma;11því mér er sagt af heimilismönnum Klóe, bræður mínir! að deilur séu yðar á milli.12Eg meina þetta, að einn af yður segir: eg er Páls b); annar: eg er Apollós c); þriðji: eg er Kefasar d); fjórði: eg er sjálfs Krists.13Er þá búið að skipta Kristi í sundur? mun Páll hafa verið krossfestur yðar vegna? eða eruð þér skírðir í Páls nafni?14Guði sé lof! að eg engan yðar hefi skírt nema Krispus og Kajus,15svo að enginn geti sagt: að eg hafi skírt í mínu nafni.16Eg skírði líka Stefáns heimilismenn, fleiri veit eg ekki til að eg hafi skírt;17því ekki sendi Kristur mig til að skíra, heldur til að kenna, ekki með orðspeki, svo að lærdómurinn um hinn krossfesta missti ekki kraft sinn.18Lærdómurinn um hinn krossfesta er þeim heimska, er sælunnar missa, en oss, sem hólpnir erum, guðlegur kraftur;19því skrifað er: eg vil að engu gjöra spekinganna speki og ónýta viturleik hinna vitru.20Hvar stendur nú spekingurinn? hvar er hinn löglærði? hvar þessarar aldar vitringur? hefir Guð ekki gjört speki þessa heims að heimsku?21því þar eð heimurinn með sinni Guðs speki ekki þekkti Guð af spekinni, þá þóknaðist Guði að gjöra þá með einfaldlegri kenning hólpna, er henni vildu trúa.22Með því Gyðingar krefja tákna og grískir leita að speki, en vér boðum Krist þann hinn krossfesta;23svo er Gyðingum vor kenning til ásteytingar, en heiðingjum sýnist hún vera heimska.24Þeim þar á mót, sem kallaðir eru, bæði Gyðingum og Grikkjum, prédikum vér Krist kraft Guðs og speki;25því það fávíslega Guðs er mönnum vitrara og það veika Guðs er mönnum kröftugra.a)
26Lítið til yðar köllunar, bræður mínir! margir yðar eru ekki, eftir mannaáliti, spekingar, ekki margir voldugir, ekki margir stórættaðir; heldur hefir Guð útvalið þá fávísu heimsins,27svo að hinum vitru gjörðist kinnroði og þá ena lítilmótlegu hefir Guð útvalið sér, svo að þeim voldugu gjörðist kinnroði;28þá ena ógöfugu í heiminum og fyrirlitnu hefir Guð útvalið og þá, sem ekkert þótti í varið, til þess að gjöra ekkert úr þeim, sem nokkuð þótti í varið,29svo að enginn skuli hrósa sér fyrir Guði.30Honum er það að þakka, að þér eruð komnir í samfélag við Jesúm Krist, sem oss er orðinn speki frá Guði til réttlætis, helgunar og endurlausnar;31því skrifað er: sá, sem hrósar sér, hann hrósar sér af Guði.

V. 2. a. þ. e. kristnaðir og þarvið Guði helgaðir. V. 7. Kap. 12,4–11. 2 Kor. 8,7. V. 9. 1 Kor. 10,13. 2 Tess. 3,3. látið yður fá hlutdeild í hans náðargæðum. V. 12. b. Nl. lærisveinn. c. Post. gb. 18,24. d. Jóh. 1,42. sbr. Matt. 16,8. V. 18. 2 Tess. 2,10. 2 Tím. 4,4. Róm. 1,16. 1 Kor. 1,24. V. 19. Es. 29,14. V. 20. Róm. 1,21–23. V. 23. Post. gb. 17,18–21. V. 27. a. þ. e. þá sem álitnir voru fávísir. Flestir af þeim, sem fyrst tóku kristni voru ólærðir men. V. 31. Jer. 9,23.