Bæn móti óvinum.

1Til hljóðfærameistarans, af Davíð til endurminningar.2Guð! kom þú að frelsa mig! Drottinn! hraða þú þér mér til hjálpar.3Láttu þá sneypast og skammast sín, sem sitja um mitt líf! lát þá hörfa til baka og verða til skammar sem vilja mér illt!4Lát þá með sneypu hörfa til baka sem hrópa til mín: hó! hó!5þá fagna og gleðjast í þér, allir sem þín leita. Þeir sem girnast þína hjálp, og segja ætíð: mikill er Guð.6Eg er aumur og fátækur. Guð flýttu þér til mín, þú ert mín hjálp og minn Frelsari, Drottinn! tef þú ekki.