Sama efni.

1Og þeir fluttu inn (í borgina) Guðs örk og settu hana í tjaldið sem Davíð hafði reist og offruðu þar brennifórn og þakkarfórn.2Og sem Davíð hafði endað brennifórnar- og þakkarfórnar offrið, blessaði hann fólkið í nafni Drottins.3Og hann útbýtti öllum Ísrael, mönnum og konum, sérhvörjum heilu brauði og (kjöt)stykki og mælir víns.4Og hann skipaði niður, fyrir framan Drottins örk, Levítunum til þjónustu að þeir skyldu prísa, lofa og vegsama Drottin, Ísraels Guð:5Asaf, sem þeim fyrsta, og sem öðrum, næst honum, Sakaria; Jegiel, og Simiramot og Jehiel og Matitia og Elíab og Benaja og Óbeð-Edom og Jegiel með hörpum og hljóðpípum; og Asaf með hvellu horni.6Og Benaja og Jehasiel, prestar (blésu) jafnvel í básúnur fyrir framan Guðs sáttmálsörk.7Þá á þeim sama degi lét Davíð fyrst þakka Drottni fyrir (milligöngu) Asafs og hans bræðra (þannig).8Þakkið Drottni, ákallið hans nafn, gjörið kunnug hans verk meðal fólksins!9Syngið honum, leikið fyrir honum, yrkið um allar hans dásemdir!10stærið (hrósið) yður af hans heilaga nafni, þeirra hjarta sem leita Drottins gleðji sig!11leitið Drottins og hans dýrðar, leitið hans auglitis alla tíma!12munið til þeirra dásemda, sem hann hefir gjört, hans jarteikna, og dóma hans munns,13þér Ísraelsbörn, hans þjónar, synir Jakobs, hans útvöldu.14Hann, Drottinn, er vor Guð; hans dómar (eru) á allri jörðunni.15Munið ávallt til hans sáttmála, þess orðs, sem hann hefir boðið, í þúsund ættliði,16þess sáttmála sem hann gjörði við Abraham og sem hann sór Ísak;17og hann setti það Jakob sem reglu, Ísrael eilífan sáttmála,18og sagði: þér vil eg gefa Kanaansland svo sem yður útmælda erfð;19þá voruð þér enn nú lítill hópur, fáir og framandi í landinu.20Þá fóru þeir frá fólki til fólks, og frá einu kóngsríki til annarrar þjóðar.21Hann leyfði engum að undirþrykkja þá, og straffaði kóngana sakir þeirra.22(Og sagði) „snertið ekki mína smurðu og gjörið ekkert illt mínum spámönnum“.
23Syngið Drottni, (sjá Sálm. 96) öll lönd, kunngjörið, dag frá degi, hans hjálp!24Segið hans dýrð meðal þjóðanna, frá hans dásemdar verkum meðal alls fólks.25Því mikill er Drottinn og mjög loflegur, og óttalegur fram yfir alla Guði;26því allir Guðir þjóðanna eru afguðir, og Drottinn hefir gjört himininn.27Hátign og ljómi er fyrir hans augliti, heiður og fögnuður í hans bústað.28Gefið Drottni, þér þjóða kynkvíslir, heiður og lof!29gefið Drottni heiður hans nafns, framberið gáfur og komið fyrir hann! og tilbiðjið Drottin í heilögum skrúða!30nötrið fyrir honum öll lönd, heimurinn stendur og bifast ekki.31Himinninn gleðjist og jörðin fagni; menn segi meðal þjóðanna: Drottinn er konungur!32Sjórinn þjóti upp, og það sem hann fyllir, glaðvært sé engið og allt sem á því er;33skógarins tré fagni Drottni, því hann kemur til að dæma jörðina.
34Þakkið Drottni, (Sálm. 107,1) því hann er góðgjarn, og eilíf er hans náð!35og segið: (Sálm. 106,47) hjálpa oss Guð, vor hjálp, og safna oss, og bjarga oss frá þjóðunum, að vér prísum þitt heilaga nafn, að vér hrósum oss af þínu lofi.36Vegsamaður sé Drottinn Guð Ísraels frá eilífð til eilífðar! og allt fólkið segi: Amen! og lofi Drottin!
37Og hann setti hjá sáttmáls örk Drottins, Asaf og hans bræður, til að þjóna stöðugt fyrir örkinni dag eftir dag;38og Óbeð-Edom, og þeirra bræður, 68, og Óbeð-Edom, Jeditunsson og Hosa, sem dyraverði.39Og Sadok prest, og hans bræður, prestana, (setti hann) fyrir tjaldbúð Drottins á hæðina í Gíbeon,40til að færa Drottni brennifórnir á brennifórna altarinu stöðuglega, kvöld og morgun, allt eins og skrifað stendur í lögmáli Drottins, sem hann bauð Ísrael (að halda);41og með þeim Heman og Jedutún, og aðra útvalda sem með nafni voru til teknir, að þakka Drottni, að hans náð væri eilíf.42Og með þeim Heman og Jedutún með trumbum og básúnum að hljóma og með hljóðfærum Guðs; og syni Jedutúns fyrir dyraverði.43Og svo gekk allt fólk, hvör heim til sín, og Davíð fór og burt til að heilsa sínu húsi.