Páll kennir, en mætir ofsókn í Tessaloníku og Beróeaborg; fer til Atenuborgar, prédikar mót afguðadýrkun og um Jesúm; snýr nokkrum.

1En er þeir höfðu farið um Amfípólis og Appolloníu komu þeir til Tessaloníku, hvar eð var samkunduhús Gyðinga.2Páll gekk þar inn til þeirra, eftir venju sinni, og þrjá helgidaga átti hann tal við þá, útlagði fyrir þeim Ritningarnar og setti þeim fyrir sjónir,3að Kristur hefði átt að líða píslir og rísa upp frá dauðum; og þessi er sá Jesús Kristur—sagði hann—hvörn eg kunngjöri yður.4Nokkrir af þeim létu sér segjast, og samlöguðu sig Páli og Sílasi, svo og mikill fjöldi guðrækinna Grikkja og mikilsháttar konur ekki allfáar.5En Gyðingarnir tóku með sér nokkra vonda menn af þorparalýðnum, drógu flokk saman og gjörðu upphlaup í borginni, þustu svo að húsi Jasons og leituðu að þeim, til að færa þá fyrir lýðinn.6En er þeir fundu þá ekki, drógu þeir Jason og nokkra bræður fyrir yfirmenn borgarinnar, og hrópuðu: þeir menn, sem vakið hafa óeirðir um allan heim, eru hér komnir,7Jason hýsir þá og allir þessir breyta á móti keisarans boðum, því þeir segja: að annar sé konungur, og það sé Jesús.8Þá varð almúginn uppvægur og yfirmenn borgarinnar, er þeir heyrðu þetta,9og létu Jason og hina aðra setja vörslur fyrir sig, og slepptu þeim svo;10en bræðurnir komu Páli og Sílasi undan strax um nóttina til Beróea. Þegar þar var komið, gengu þeir inn í samkunduhús Gyðinga,11hverjir betur vóru sinnaðir, en þeir í Tessaloníku, svo þeir meðtóku lærdóminn með fúsu geði og rannsökuðu hvörn dag Ritningarnar, hvört svo væri (sem þeim var kennt);12margir urðu því trúaðir af þeim og ekki allfátt af grískum konum í betri röð, samt karlmönnum.13En er Júðarnir í Tessaloníku fréttu, að í Beróea væri einnig boðað Guðs orð af Páli, komu þeir og uppæstu lýðinn einninn þar.14Bræðurnir skutu því Páli strax undan, að hann færi út með sjó, en Sílas og Tímóteus urðu þar eftir.15Leiðsögumenn Páls fylgdu honum allt til Atenuborgar og báru aftur þau skilaboð til Sílasar og Tímóteusar, að þeir hið snarasta kæmu til hans.16Meðan Páll beið þeirra í Atenuborg, gramdist honum hugur að sjá hvílíkt afguðabæli sú borg var;17samt kenndi hann í samkunduhúsinu, bæði Gyðingum og öðrum guðhræddum, líka hvern dag á torginu þeim, er þar var að hitta;18en nokkrir epíkúrískir og stóískir spekingar gáfu sig í orðakast við hann; nokkrir sögðu: hvað mun skraffinnur sá ætla sér? aðrir sögðu: ókennda Guði sýnist hann boða; af því Páll boðaði Jesúm og upprisuna.19Þeir leiddu hann nú upp á Areópagus a) og sögðu: megum vér fá að vita hver sá nýi lærdómur er, sem þú fer með?20því eitthvað nýstárlegt flytur þú oss til eyrna, og oss fýsir að vita hvað þetta er.21En öllum Atenumönnum, eins þeim, er dvöldu þar sem aðkomandi, var um ekkert svo títt, sem að segja eður heyra eitthvað nýstárlegt.22Þegar Páll þanninn stóð mitt á Areópagus, mælti hann: Atenumenn! það sé eg hvervetna, að þér eruð miklir trúmenn;23því þá eg gekk hér um og skyggndist eftir yðar helgidómum, fann eg meðal annars eitt Altari, hvar yfir skrifað stóð: „þeim ókunna Guði“. Þennan, er þér óvitandi dýrkið, boða eg yður.24Sá Guð, sem gjörði heiminn og allt hvað í honum er, hann sem er Herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gjörð,25ekki heldur verður honum þjónað með mannahöndum, svo sem þyrfti hann nokkurs við, þar hann sjálfur gefur öllu líf og andardrátt og sérhvað annað.26Hann lét, af einum ættstofni, allra manna kynþætti útkvíslast um gjörvalla jarðarkringluna, og hann hefir fastsett ákvörðuð tímabil og takmörk fyrir þjóðanna bústaði,27svo þær skyldu leita Guðs, ef ske mætti þær þreifuðu á honum og fyndu hann, jafnvel þó hann sé nálægur hverjum einum af oss;28því í honum lifum, hrærumst og erum vér; eins og nokkur skáld yðar hafa sagt: vér erum hans ættar.29Fyrst vér erum nú Guðs ættar, megum vér ekki hugsa að Guðdómurinn sé líkur gulli, silfri, eður steini, mynduðu með hagleik af hugviti manna.30Að sönnu hefir Guð séð í gegnum fingur við vanviskunnar tíðir, en nú lætur hann öllum mönnum allsstaðar bjóða, að þeir taki háttaskipti;31því hann hefir fastsett dag, á hverjum hann ætlar að dæma heimsbyggðina með réttvísi, af manni, er hann hefir þar til kjörið, og gaf öllum fullvissu þar um, með því að reisa hinn sama frá dauðum.32En er þeir heyrðu nefnda upprisu framliðinna, gjörðu sumir gys að, en aðrir sögðu: vér viljum heyra þig öðru sinni tala um þetta.33Þannig komst Páll frá þeim.34Nokkrir menn, sem héldu sig til hans, urðu trúaðir, meðal þeirra var Díonysíus, einn af æðstu dómherrunum, og kona nokkur, að nafni Damaris, og aðrir, fleiri.

V. 19. a. Þetta var Lögberg Athenumanna, Páll var hér ekki leiddur fyrir dóm, heldur til þess hann skyldi betur heyrast.