Gyðingarnir eru ekki útskúfaðir; þeir, sem náðina þiggja, eru útvaldir, hinir forhertir. Þeirra forherðing gaf tilefni til heiðingjanna umvendunar við hvörja Gyðingar mættu örvast til að fylgja þeirra dæmi. Postulinn dáist að Guðs vísdómi.

1Eg spyr þá: hefir Guð d) útskúfað sjálfs síns fólki? fjærri sé því! því að einnig e) eg er Ísraelsmaður, af sæði f) Abrahams, ættkvísl Benjamíns.2Ekki hefir Guð útskúfað fólki sínu, hvört hann fyrirfram þekkti (að vera sitt); eða vitið þér ekki hvað Ritningin segir um Elías, hvörninn hann gekk fram fyrir Guð á móti Ísrael segjandi:3Drottinn! spámenn þína hafa þeir í hel slegið og ölturum þínum umvelt og eg er einsamall eftirlátinn og sitja þeir um líf mitt;4en hvað segir honum guðlegt andsvar? eg hefi eftirskilið mér sjálfum sjö þúsundir manna, hvörjir ekki hafa beygt sín kné fyrir Baal.5Svoleiðis eru þá einninn á nærverandi tíma nokkrar leifar orðnar eftir útvalningu náðarinnar.6En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri náðin þá ekki framar náð, en ef það er af verkunum, þá er það ekki framar náð, ellegar verkið verður þá ekki verk framar.7Hvað þá? það, sem Ísrael g) leitar eftir, hlotnaðist honum ekki, en h) útvalningunni hlotnaðist það, hinir aðrir urðu forhertir.8Svo sem skrifað er: Guð gaf þeim deyfðaranda, augu ekki til að sjá og eyru til ekki að heyra allt til þessa dags í dag er;9og Davíð segir: verði borð þeirra að snöru og að gildru og að falli og þeim að endurgjaldi!10formyrkvist augu þeirra að þeir sjái ekki og beyg ætíð þeirra hrygg!
11Eg spyr þess vegna: ráku þeir sig á til þess, að þeir skyldu falla? fjærri sé því! heldur hefir af a) falli þeirra staðið heill heiðingjum, til þess að þeir (Gyðingar) mettust við þá b).12En ef fall þeirra er ríkdómur heimsins og skaði þeirra ríkdómur heiðingjanna, hve miklu framar þeirra fylling!13því að við yður, heiðingja! tala eg; að því leyti, sem eg er heiðinna manna postuli, vil eg mitt embætti heiðra,14ef eg gæti hvatt mitt hold c) (mína ættmenn) til metnaðar d) og frelsað nokkra af þeim,15því ef útskúfan þeirra er forlíkan heimsins (við Guð), hvað mun þá meðtekning þeirra verða nema líf af dauða?16En ef frumgróðinn er heilagur, þá og svo deigið; og ef rótin er heilög, þá og svo kvistirnir.17En þótt sumir af kvistunum séu afbrotnir, en þú sem varst villiviðsmjörsviður ert gróðursettur í þeirra stað og ert orðinn hluttakari í olíutrésins rót og fitu,18þá stær þig ekki yfir kvistunum, en ef þú stærir þig—þá ber þú ekki rótina, heldur rótin þig,—19þú vilt máske segja: kvistirnir eru afbrotnir, svo eg yrði innrættur;20að vísu; fyrir vantrúar sakir eru þeir afbrotnir, en e) vegna trúarinnar stendur þú, upphef þig ekki! heldur f) óttast!21því að hafi Guð ekki þyrmt enum náttúrlegu kvistum, þá mun hann enganveginn þyrma þér.22Sjá þar fyrir góðgirni og strangleika Guðs, strangleika við þá, sem fallnir eru, en góðgirni við þig, ef þú viðhelst í góðgirninni, annars verður þú og einnin afhöggvinn.23En hinir (föllnu) munu líka, ef þeir ekki áfram halda í vantrúnni, innrætast, því að máttugur er Guð aftur að innræta þá;24því að ef þú ert afhöggvinn því olíutré, sem af náttúrunni var villiviður og í móti náttúrunni ert innrættur góðu olíutré, hve miklu framar munu þessir náttúrlegu kvistir innrætast sínu eigin olíutré?25Því að eg vil ekki, bræður! að yður sé ókunnur þessi leyndardómur—svo að þér varist sérþótta—að forherðing er skeð nokkurn part í Ísrael, allt til þess tíma, að fylling heiðingjanna er innkomin;26og svo mun allur Ísrael frelsaður verða, eins og skrifað er: frá Síon mun koma sá, sem frelsar og mun útrýma óguðlegu athæfi frá Jakob,27og þetta er hjá mér sáttmálinn við þá, þegar eg hefi burttekið þeirra syndir.28Eftir náðarboðskapnum g) eru þeir að sönnu óvinir (Guðs) fyrir yðar sakir, en eftir útvalningunni elskaðir fyrir feðranna sakir;29því að náðargjafir Guðs og kallan eru þannig, að hann kann ekki þeirra að iðrast;30því aðeins og þér (heiðingjar) forðum voruð Guði óhlýðugir, en hafi nú miskunn öðlast vegna þeirrar (Gyðinga) vantrúar,31svo eru þeir nú einnig óhlýðnir orðnir yður til miskunnar, svo að þeir einnig miskunn öðlist;32því að Guð hefir alla innilukt undir óhlýðnina, til þess að hann öllum miskunnaði.
33Ó! þá dýpt ríkdóms a) speki og þekkingar Guðs! hvörsu b) óútgrundanlegir eru dómar hans, og ósporrækir vegir hans!34því að hvör hefir þekkt sinni Drottins? eða hvör hefir ráðgjafi hans verið?35hvör hefir fyrri gefið honum og muni eiga laun að honum?36Því að c) af honum og d) fyrir hann og til hans eru allir hlutir. e) Honum sé dýrð um aldir, amen!

V. 1. d. Jer. 31,37. e. 2 Kor. 11,22. Fíl. 3,5. f. Kap. 9,7. V. 3. 1. Kóng. b. 19,10. V. 4. 1 Kóng. b. 19,18. V. 5. Kap. 9,27. eftir útv: náð: þ. e. er náð Guðs hefir útvalið. V. 6. Kap. 3,28. 4,5. Ef. 2,8. 5 Mós. 9,4.5. V. 7. g. Kap. 9,31. h. þeim útvöldu leifum. V. 8. Esa. 6,9.10. 29,10. Lúk. 8,10. V. 9. Sálm. 69,23.24. V. 11. a. Post. g. b. 13,46. b. mettust við þá nl. þegar þeir sjá hvílík heill það er fyrir heiðingja að vera orðnir kristnir. V. 12. Þeirra fylling þ. e. þegar þeir fylla hópinn, sbr. V. 26. V. 13. Kap. 15,16. Gal. 1,6. 2,2.8. 1 Tím. 2,7. Post. g. b. 9,15. V. 14. c. Kap. 9,3. d. V. 11. V. 15. sbr. v. 12. V. 17. Jer. 11,16. V. 19. Post. g. b. 13,46. V. 20. e. 1 Kor. 10,12. f. Orðskv. b. 28,14. Esa. 66,2. Filipp. 2,11. V. 21. 2 Pét. 2,4.5. V. 22. Jóh. 15,2. Hebr. 3,6. V. 23. 2 Kor. 3,16. V. 24. Jer. 11,16. V. 25. Lúk. 21,24. V. 26. Es. 59,20. Sálm. 14,7. V. 27. Jer. 31,33. Es. 27,9. Mich. 7,18. V. 28. g. í tilliti til náðarboðskaparins. V. 29. 2 Tím. 2,13. V. 32. Kap. 3,9. Gal. 3,22. V. 33. a. þ. e. náðargnægðar, sbr. Kap. 2,4. 10,12. Ef. 2,7. 3,8. b. Spek. b. 9,13.17. 17,1. V. 34. Job. 36,22. Sálm. 92,6. Jer. 23,18. Esa. 40,13.14. V. 36. c. 1 Kor. 8,6. d. Kól. 1,16. e. 2 Tím. 4,18.