Gyðingar leita forgefins eftir réttlæti af lögmálinu, því það veitist í Jesú fyrir trúna. Þessi náð er Gyðingum forgefins framboðin.

1Bræður! ósk míns hjarta og bæn til Guðs er fyrir Ísrael um frelsi;2því eg ber þeim vitni, að þeir hafa vandlæting Guðs vegna en ekki með skynsemd;3því að, þar eð þeir þekkja ekki Guðs réttlæti, en leitast við að staðfesta sitt eigið réttlæti, þá hafa þeir ekki undirkastað sig Guðs réttlæti.4Því að f) endir lögmálsins er Kristur, til réttlætis sérhvörjum, g) sem trúir.5Því að Móses skrifar um það réttlæti, sem er af lögmálinu: að sá maður, sem gjörir þessa hluti, muni lifa þar af.6En það réttlæti, sem er af trúnni segir svo: þú skalt ekki segja í hjarta þínu: hvör mun uppstíga í himininn, það er: til að sækja Krist?7eða hvör mun niðurstíga í undirdjúpið, það er: til að sækja Krist frá þeim dauðu?8En hvað segir það h)? nálægt er þér boðorðið i) í munni þínum og í hjarta þínu. Þetta er trúarinnar orð, hvört vér prédikum;9því að ef þú viðurkennir með munni þínum, að Jesús er Drottinn, og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða,10því að með hjartanu verður trúað, til réttlætis, en með munninum viðurkennt til hjálpræðis;11því að Ritningin segir: hvör, sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða.12Því að a) enginn greinarmunur er Gyðings eður hins gríska; því að sá sami er b) allra Drottinn c) ríkur (náðar) við alla þá, sem hann ákalla;13því að hvör, sem ákallar nafnið Drottins, mun hólpinn verða.14Hvörninn skulu þeir þá ákalla þann, á hvörn þeir ekki trúðu? en hvörninn skulu þeir trúa á þann af hvörjum þeir ekki hafa heyrt? en hvörninn skulu þeir heyra án prédikara?15en hvörninn skulu þeir prédika, nema þeir séu sendir? svo sem skrifað er: hvörsu fallegir eru fætur þeirra, sem friðinn boða, þeirra, sem boða hið góða.16En þeir hlýddu ekki allir guðspjallinu, því að Esaías segir: hvör trúði vorri prédikun?17Svo kemur þá trúin af heyrninni, en heyrnin fyrir Guðs orð.18En eg spyr: hafa þeir ekki heyrt? jú vissulega er um alla jörð útgenginn hljómur þeirra og til endimarka heimsbyggðarinnar þeirra orð.19En eg spyr: hefir Ísrael ekki skilið það? fyrst segir Móses: eg mun láta yður metast við óþjóð, og æsa yður til reiði við skynlausa þjóð.20En Esaías þorir líka að segja: eg er fundinn af þeim, sem ekki leituðu mín, og augljós orðinn þeim, sem ekki spurðu að mér,21en um Ísrael segir hann: allan daginn útbreiddi eg hendur mínar til fólks, sem er óhlýðið og þverúðarfullt.

V. 2. Post. g. b. 21,20. 22,3. Gal. 1,14. 4,17. V. 3. Kap. 9,30. Guðs réttlæti, Guðs ráðstöfun til manneskjanna réttlætingar. V. 4. f. Matt. 5,17. Gal. 3,22.24. g. Jóh. 3,18. Post. g. b. 13,39. V. 5. 3 Mós. b. 18,5. Esek. 20,11. Lúk. 10,28. V. 6. 5 Mós. b. 30,12. f. V. 8. h. Það þ. e. trúar réttlætið. h. 5. Mós. b. 30,14. V. 9. Matt. 10,32. 2 Tím. 2,12. V. 10. Sálm. 116,10. 2 Kor. 4,4.13. 1 Pét. 3,15. V. 11. Esa. 28,6. Sálm. 25,3. V. 12. a. Kap. 3,22.29. Post. g. b. 10,34. b. 1 Tím. 2,5. c. Ef. 1,7. 2,7. V. 13. Jóel. 3,5. V. 15. Jer. 23,21. 28,15. Es. 52,7. Nah. 2,1. V. 16. 2 Tess. 1,8. Es. 53,1. Jóh. 12,38. V. 17. Jóh. 17,20. V. 18. Sálm. 19,5. Esa. 49,6. 2. Kor. 2,14. Kól. 1,6.23. V. 19. 5 Mós. b. 32,21. V. 20. Esa. 65,1. V. 21. Esa. 65,2.