Bakkides fer að nýju herför mót Gyðingum, Júdas Makkabeus fellur, og Jóhannes bróðir hans, bræður hans hefna hans; Alkimus deyr; Bakkides fer enn herför, og semur loks frið við Jónatan.

1Þegar Demetríus frétti, að Nikanor væri fallinn í stríðinu og lið hans, þá sendi hann aftur í annað sinn Bakkides og Alkimus til Júdeulands, og hægri fylkingararm sinn með þeim.2Þeir fóru leiðina til Galgala, og settu herbúðir hjá Mesalot í Arbelu, tóku hana (borgina Mesalot) og myrtu marga menn.3Á fyrsta mánuðinum árið 152 settust þeir um Jerúsalem.4Þaðan tóku þeir sig upp og fóru til Bereu með tuttugu þúsund (fótgöngu)liðs, og tvö þúsund riddara.5En Júdas hafði sett herbúðir í Eleasa, og þrjú þúsund einvala liðs með honum.6Þegar þeir sáu liðsfjöldann, að þeir (óvinirnir) vóru margir, þá urðu þeir lafhræddir, og runnu margir frá herbúðunum, svo að ekki urðu fleiri eftir af þeim en átta hundruð manns.7Þegar Júdas sá, að lið hans var runnið burt, en stríðið þrengdi að honum, þá varð hann angurvær í hjarta, því hann hafði ekki tíma til að safna þeim saman aftur.8Hann fór út, og sagði við þá sem eftir voru: tökum oss upp, og förum móti óvinum vorum, ef vér kunnum að geta sigrað þá.9En þeir öftruðu honum, og sögðu: vér getum það enganveginn; látum oss heldur bjarga lífi voru í þetta skipti, og veita eftirför bræðrum vorum, munum vér síðan fá barist við þá, en núna erum vér liðfáir.10Júdas mælti: verði mér það ekki, að fara svo að ráði mínu, að flýja fyrir þeim; sé vor tími (dauðadagur) kominn, þá látum oss falla með hreysti fyrir bræður vora, svo orðstír vor verði ekki fyrir ámæli.11(Óvina)liðið tók sig nú upp frá herbúðunum, og fylkti sér, til atlögu við þá, riddaraliðinu var skipt í tvo flokka, slöngumennirnir og bogmennirnir fóru á undan hernum, og allir þeir hraustustu vóru í broddi fylkingarinnar.12En Bakkides var í hægri fylkingararminum, fylkingin nálægðist hvör aðra, og þeir hljóðuðu (blésu) í lúðrana.13Júdasarmenn blésu líka í lúðra, svo jörðin skalf af herópinu, og stríðið varaði frá morgni til kvölds.14Sá Júdas, að Bakkides var í hægri fylkingararminum, og hinir vöskustu af hernum, og allir þeir sem hugaðir vóru söfnuðust að honum.15Hrökk hægri fylkingararmurinn fyrir þeim, og ráku þeir flóttann allt að Asdodsfjalli.16En þegar þeir, sem vóru í vinstra fylkingararminum sáu, að hægri fylkingararmurinn hrökk undan, þá lögðu þeir eftir þeim Júdasi og komu á bak við þá;17harðnaði nú bardaginn, og féllu margir særðir af hvorumtveggi.18Þar féll Júdas, en hinir aðrir flýðu.19En Jónatan og Símon tóku Júdas bróður sinn og jörðuðu hann í gröf feðra hans í Módin.20Og allir Ísraelsmenn grétu hann og hörmuðu sárann, syrgðu í marga daga og sögðu:21Hvað kom til að kappinn féll, sem frelsaði Ísrael?22En um hinn önnur störf Júdasar, og bardaga og afreksverk sem hann vann, og ágæti hans, er ekki skrifað, því þau vóru harla mörg.
23En svo fór eftir að Júdas var dáinn, að óráðvandir menn komu fram í öllu Ísraelslandi, og allir ójafnaðarmenn risu upp.24Um sömu mundir var mikið hallæri, svo landið brást eins og þeir.25Þá kjöri Bakkídes guðlausa menn, og gjörði þá að yfirmönnum í landinu.26Þeir sóttu eftir, og leituðu að áhangendum Júdasar, og færðu Bakkídesi þá, en hann hefndist á þeim og smánaði þá.27Þá var mikil neyð meðal Ísraelsmanna, og hafði ekki þvílík verið frá þeim degi að spámanna varð vant meðal þeirra.
28Nú söfnuðust allir vinir Júdasar saman og sögðu við Jónatan:29Síðan Júdas bróðir þinn andaðist, er enginn hans líki til að fara móti óvinunum, og Bakkídesi og þeim sem hatast við þjóð vora;30þess vegna höfum vér kjörið þig í dag, til að vera höfðingja vorn og foringja í hans stað, og heyja stríð fyrir oss.31Á þessum sama tíma tók Jónatan við stjórninni, og gekk í stað Júdasar bróður síns.32Þessa varð Bakkídes vís, og leitaðist við að drepa hann.33Jónatan komst að því, og Símon bróðir hans, og allir sem með honum vóru; flúðu þeir þá í eyðimörkina Tekóu og settu herbúðir við tjörnina Affar.34Þetta frétti Bakkídes á hvíldardegi, kom hann þá, og lið hans allt hinumegin að Jórdan.35Jónatan hafði sent bróður sin, sem liðsforingja, og bað Navatea vini sína, að þeir mættu láta vera hjá þeim farangur sinn, sem mikill var.36En Jambri synir fóru út úr (staðnum) Medaba, handtóku Jóhannes, og allt sem hann hafði meðferðis, og fluttu á burt.37Eftir þessa viðburði fréttu Jónatan og Símon bróðir hans, að Jambri synir héldu mikið brúðkaup, og færu með brúðurina frá Nadabat—en hún var dóttir eins af stórhöfðingjunum í Kanaan—með mikilli viðhöfn.38Þá minntust þeir Jóhannesar bróður síns, fóru af stað og fólu sig í hlé við fjallið.39Þeir lituðust um, og sáu, og sjá! þar var mikill hávaði og viðbúnaður, því brúðguminn kom móti þeim, og vinir hans og bræður, með bumbum og hljóðfærum og miklum útbúnaði.40Þá risu þeir Jónatan upp úr launsátrinu móti þeim, og drápu þá, féllu margir af sárum, en þeir sem afkomust, flúðu upp á fjallið; ræntu þeir öllu góssi þeirra.41Þannit breyttist brúðkaupið í sorg, og hljóðfæraröddin í harmakvein.42Svona hefndu þeir blóðs bróður síns, og hvurfu síðan til Jórdanar mýra.43Bakkídes hafði nú frétt það, og fór því á hvíldardegi að Jórdanar bökkum með miklu liði.44Þá sagði Jónatan við menn sína: tökum oss nú upp og berjumst fyrir líf vort, því að nú er ekki í dag eins og í gær og fyrra dag.45Því sjá! óvinirnir eru bæði fyrir framan og að baki oss, áin Jórdan á báðar hendur, og mýrar og skógar, og ekkert undanfæri.46Hrópið því nú til himins, að þér mættuð frelsaðir verða úr höndum óvina yðvarra.47Síðan tókst orrustan; Jónatan rétti út hönd sína og ætlaði að slá Bakkides, en hann hörfaði undan honum afturábak.48Þá stökk Jónatan og menn hans fóru út í Jórdan og syntu yfirum, en hinir fóru ekki yfirum Jórdan á móti þeim.49Á þeim degi féllu hérum þúsund menn af Bakkídesi.50En hann fór til Jerúsalem, og byggði víggirtar borgir í Júdeu, hann víggirti Jeríkó, Emaus, og Betóron, Betel, Tamnat, Faraton og Tesón, með hávum girðingum, hliðum á og slagbröndum fyrir;51og setti setulið í þær (borgirnar) til að ýfast við Ísraelsmenn.52Hann víggirti líka borgina í Betsúru, og Gasaraborg með slotinu, og setti lið í þær og vistaforða.53Hann tók syni landshöfðingjanna í gísling, og setti þá í varðhald í víginu í Jerúsalem.
54Árið 153, á öðrum mánuði skipaði Alkimus að rífa niður girðinguna, (sem var) kringum innri gangboga helgidómsins, hann reif niður verk spámannanna, og byrjaði (sjálfur) að rífa.55Á sama tíma varð Alkimus lostinn, svo athafnir hans hindruðust; hann varð mállaus og limafallssjúkur, og gat ekki upp frá því talað orð né ráðstafað húsi sínu.56Og Alkimus dó um þessar mundir með mikilli kvöl.57Þegar Bakkides vissi, að Alkimus var dauður, fór hann aftur til kóngsins, og Júdeuland hafði frið í tvö ár.58Þá ráðguðust allir hinir óráðvöndu hvör við annan og sögðu: sjá, Jónatan og menn hans eru nú í kyrrð, og grandalausir; nú skulum vér sækja Bakkides, svo hann geti náð þeim öllum á einni nóttu.59Síðan fóru þeir og ráðguðust um þetta við hann.60Hann lagði af stað og ætlaði að koma með miklu liði, sendi hann bréf á laun öllum sínum bandamönnum í Júdeu, og bað þá handtaka Jónatan og menn hans; en þeir gátu það ekki, því ráðagjörð þeirra var orðin hinum kunn.61En (þeir Jónatan) náðu eitthvað fimmtíu mönnum úr landinu, sem verið höfðu frumkvöðlar þessa illræðis, og drápu þá.62Síðan fór Jónatan burt, og Símon, og þeir sem með honum vóru, til Betsöbu í eyðimörkinni, og byggði það af henni sem rifið var, og umgirti hana.63Þegar Bakkides frétti það, safnaði hann öllu liði sínu, og gjörði þeim orð í Júdeu;64kom hann og settist um Betsöbu, herjaði á hana í marga daga, og bjó til hervirki.65Jónatan skildi Símon bróður sinn eftir í borginni, en fór sjálfur út í landið með flokk manna;66og drap Odarres og bræður hans og Faserons syni í tjaldi þeirra.67Síðan fór hann að stríða og fara herförum, en Símon og menn hans fóru út úr borginni og brenndu hervirkin.68Þeir börðust við Bakkides, og beið hann tjón af þeim, þröngvuðu þeir honum mjög, svo að ráðagjörð hans og för varð árangurslaus.69Reiddist hann þá ógurlega hinum óráðvöndu mönnum sem höfðu hvatt hann til að fara þangað, drap marga af þeim, og réði að fara aftur heim í sitt land.70Jónatan varð þessa áskynja, og sendi öldunga á fund hans til að semja frið við hann, og skyldi hann skila þeim aftur herfanginu;71Hann tók friðarkostunum og hlýddi boði hans (Jónatan) og sór honum, að hann skyldi ekki leitast við að gjöra honum illt alla sína lífdaga;72skilaði honum herfanginu, sem hann hafði áður tekið í Gyðingalandi, fór síðan burt í sitt land, og kom ekki oftar í þeirra land.73Þá linnti ófriði meðal Ísraelsmanna, og Jónatan bjó í Makmas, fór að dæma fólkið (stjórna fólkinu) og afmáði hina guðlausu af Ísraels mönnum.