Þeir kristnu eru ekki þrælar undir lögmálinu, heldur börn. Postulinn ræður því frá að hverfa aftur til lögmálsins. Eftirlíking dregin af Agar og Sara.

1Hér með vil eg sagt hafa að það sé enginn munur á þrælnum og erfingjanum, á meðan erfinginn er barn, þó hann eigi allar eigurnar,2því hann er undir tilsjónar- og ráðsmönnum, þar til sá af föðurnum tiltekni tími er kominn.3Þannig vorum vér meðan vér vorum börn b), þrælbundnir við heimsins stafróf e);4en þá sá tilsetti tími var kominn, sendi Guð sinn Son fæddan af kvinnu, lögmálinu undirgefinn,5svo að hann keypti þá fría, sem undir lögmálinu stóðu og vér fengjum fulltíða barnarétt.6En með því þér eruð orðnir fulltíða synir, þá hefir Guð sent síns Sonar anda í yðar hjörtu, sem hrópar:7Faðir! elskulegi Faðir! þú ert þess vegna ekki framar þræll, heldur fulltíða sonur; en ef þú ert sonur, þá ertu líka erfingi Guðs vegna Krists.8Forðum dýrkuðuð þér að vísu, á meðan þér þekktuð ekki Guð, þá sem í raun og veru ekki eru Guðir;9en hvörnig getið þér nú, eftir það þér þekkið Guð, já, eruð af Guði þekktir a), snúið aftur til þess kraftlitla og fátæklega barna stafrófs b), undir hvört þér á ný viljið þrælka?10þér haldið upp á sérlega daga, mánuði, vissa tíma og ár.11Eg er hræddur um að eg hafi unnið hjá yður forgefins.
12Verið eins og eg, því eg var eins og þér eruð; um þetta bið eg yður, bræður! með engu hafið þér móðgað mig.13Þér munið, að eg var líkamlega þjakaður c) þá eg fyrr boðaði yður náðarlærdóminn,14samt forsmáðuð þér mig ekki í mínum líkamlegu bágindum, né burtsnöruðuð mér þar fyrir, heldur meðtókuð mig eins og engil Guðs, eður Jesúm Krist sjálfan d).15Hvörsu sælir þóttust þér þá! Eg get borið yður það, að hefðuð þér getað, þá hefðuð þér rifið augun úr höfðum yðar og gefið mér.16Er eg þá orðinn óvinur yðar vegna þess að eg kenni yður sannleikann e)?17hinir sýna vandlætingu yðar vegna, en ekki af góðu, heldur vilja útiloka yður f), svo að þér vandlætið þeirra vegna.18Að vísu er það loflegt, ætíð að verða fyrir vandlætingarsamri velvild í því, sem gott er, og ekki einungis meðan eg er hjá yður g).19Börn mín! sem eg á ný með harmkvælum geng með, þar til Kristur er myndaður í yður h);20eg vildi eg væri nú hjá yður, svo eg gæti breytt röddinni við yður, því eg er í vandræðum með yður.
21Segið mér, þér, sem viljið vera undir lögmálinu, hafið þér ekki heyrt lögmálið?22þar stendur skrifað, að Abraham hafi átt tvo syni, annan við ambáttinni, en hinn við þeirri frjálsu.23Sá, sem hann átti við ambáttinni, var á holdlegan hátt getinn, en hinn eftir fyrirheiti.24Þetta hefir meira að þýða. Þessar tvær eru þeir tveir sáttmálar, annar, sem kom frá Sínaífjalli, getur börn til þrældóms;25þessi er Hagar, (því Sínaífjall í Arabíu kallast Hagar) og samsvarar þeirri núverandi Jerúsalem, því hún er ásamt sínum börnum i) í ánauð k).26En sú himneska Jerúsalem er frjáls og hún er vor móðir;27því stendur skrifað: vertu glöð óbyrja, sem ekkert barn hefir átt, hrópa og kalla hátt þú, sem hefir jóðsjúk orðið, því börn þeirrar yfirgefnu eru fleiri, en hinnar, sem manninn hefir.28Vér, bræður mínir! erum fyrirheitisins börn, eins og Ísak.29En eins og forðum sá, sem á holdlegan hátt var getinn, ofsótti þann, sem á andlegan hátt var getinn, eins gengur það til enn.30En hvað segir Ritningin? rek burt ambáttina og son hennar; því ekki skal ambáttarsonurinn taka arf með syni þeirrar frjálsu.31Vér erum því, bræður! ekki niðjar ambáttarinnar heldur hinnar frjálsu.

V. 3. b. nl. áður en vér kristnir urðum. c. þ. e. ófullkomnu þekkingu. V. 4. 1 Mós. b. 49,10. Mark. 1,15. Efes. 1,10. V. 7. samanber. Róm. 8,15–17. V. 8. 1 Kor. 12,2. V. 9. 1 Kor. 13,12. a. þ. e. Guð kannast við sem sína. b. Gal. 4,3. V. 10. Róm. 14,5. Kól. 2,16. V. 12. Eg matti, áður en eg varð kristinn, eins og þér nú of mjög lögmál Gyðinganna, nú gjöri eg það ekki framar; líkist mér í því. V. 13. c. 1 Kor. 2,3. 1 Tess. 2,2. það er óvíst til hvörs lífsins örðugleika postulinn meinar hér. V. 14. d. Malak. 2,7. Matt. 10,40. V. 16. e. sbr. Amos. 5,10. V. 17. Falskennendurnir. f. nl. frá því kristilega frelsi. V. 18. g. sjá v. 15. V. 19. h. Þar til þér eruð orðnir fullkomnir í kristilegri þekkingu. sbr. Róm. 8,29.30. V. 21. Kap. 3,10.25. V. 22. 1 Mós. b. 16,15. 21,2. V. 23. Róm. 9,7.8. V. 24. sbr. Hebr. 8,9.10. V. 25. i. nl. Gyðingunum. k. ánauðug Mósislagaoki. V. 26. Krists ríki, Esa. 2,2. Hebr. 12,22. Opinb. b. 3,12. V. 27. Es. 54,1. V. 28. v. 23. Róm. 9,8. V. 29. 1 Mós. b. 21,9. V. 30. 1 Mós. b. 21,10.12. V. 31. Róm. 6,18.