Enn nú um Esekías.

1Og sem öllu þessu var lokið, fór allur Ísrael, sem þar var, burt til Júda staða, og þeir sundurbrutu myndastólpana og hjuggu upp offurlundana, og rifu niður hæðirnar og ölturin í öllu Júda(landi) og Benjamíns og Efraims og Manassis, þangað til allt var afmáð, og síðan fóru allir Ísraels synir til baka, hvör til sinnar eignar, til sinna staða.
2Og Esekías setti presta og Levíta flokkana eftir þeirra niðurskipan, hvörn og einn eftir hans þjónustu, prestana og Levítana, til (að annast) brennifórnirnar og þakkarfórnirnar, til þjónustu, lofsöngs og þakkargjörðar í dyrum Drottins herbúða.3Og konungurinn ánafnaði part af sínum eigum til brennifórna, til morgun- og kvöldsbrennifórna, og til brennifórna hvíldardagana og tunglkomudaganna og hátíðanna, eins og skrifað stendur í Drottins lögmáli.4Og hann bauð fólkinu, Jerúsalems innbúum, að gefa prestunum og Levítunum þeirra part, svo þeir héldu við Drottins lögmál.5Og sem þetta boð kom út, færðu Ísraelssynir (þeim) ríkuglega frumgróða kornsins, vín og viðsmjör og hunang og allan afrakstur landsins; og tíundir af öllu komu þeir með yfirgnæfanlega.6Og Ísraels- og Júdasynir, sem bjuggu í Júdastöðum, komu líka með tíundir af nautum og sauðum, og tíundir af því helgaða, sem var helgað Drottni þeirra Guði, og lögðu hrúgu hjá hrúgu.7Í þriðja mánuði byrjuðu þeir að bera saman hrúgurnar og í sjöunda mánuði var því lokið.8Og Esekías og höfðingjarnir komu, og sáu hrúgurnar og lofuðu Guð og blessuðu hans fólk Ísrael.9Og Esekías spurði prestana og Levítana um þessar hrúgur.10Þá svaraði honum Asaria, höfuðpresturinn af húsi Sadoks og mælti: frá því menn byrjuðu að flytja gáfur í Drottins hús, höfum vér etið og erum orðnir mettir, og höfum leyft mikið; því Drottinn hefir blessað sitt fólk, og þessi mikla hrúga er afgangurinn.
11Og Esekías bauð að gjöra kistur í húsi Drottins. Og þeir gjörðu þær,12og færðu rækilega þangað gáfurnar, og tíundirnar og það helgaða. Og yfir hinu sama var forstöðumaðurinn Kanaría, Levíti, og Simeí bróðir hans, annar.13Og Jehiel og Ahasia og Nahat og Asahel og Jerímot og Jósabad og Elíel og Jesmakía og Mahat og Benaja voru umsjónarmenn, Kananía við hönd og bróður hans Simeí, eftir ráðstöfun Esekía kóngs og Asaria yfirforstöðumanns Guðs húss.14Og Kóre sonur Jimna, Levítinn, dyravörður að austanverðu, var yfir Guðs fríviljugu gáfum, til þess að greiða þar af Drottins upplyftingu og hið háheilaga.15Og undir hans umsjón voru: Eden og Minjamín og Jesúa og Semaja, Amaría, og Sakanía, í stöðum prestanna, sem eftir sanngirni sinni, skyldu útbíta sínum bræðrum eftir þeirra röð, stórum sem smáum,16auk þeirra sem uppskrifaðir voru af karlkyni, þriggja ára og eldri, öllum, sem í hús Drottins komu dag eftir dag, til að þéna að sinni sýslan, eftir þeirra niðurskipun,17ásamt þeim uppskrifuðu prestum, eftir þeirra ættum, og Levítunum, tvítugum og eldri, eftir þeirra sýslun og eftir þeirra niðurskipun,18og þeim uppskrifuðu af öllum þeirra börnum, þeirra konum, þeirra sonum og þeirra dætrum, öllum fjöldanum; því rækilega helguðu þeir sig til þjónustunnar.19Og hvað Aronssyni áhrærði, prestana, voru menn tilsettir á landi forstaðanna, hjá sérhvörjum stað, sem nefndir voru nafni, er gefa skyldu sína hlutdeild, öllum þeim af karlkyni uppskrifuðu meðal prestanna og Levítanna.20Þannig fór Esekías að í öllu Júdalandi, og gjörði það sem gott var og rétt og hreinskilið fyrir Drottni sínum Guði,21og öll sín verk, er hann byrjaði viðvíkjandi þjónustu Guðs húss og lögunum og boðorðunum, til þess (miðandi) að leita Guðs, það gjörði hann með heilu hjarta, og hann var lánsamur.