Bæn móti óvinum.

1Hljóðfærameistaranum, sálmur af Davíð. Drottinn! eg hrópa til þín! flýttu þér til mín! legðu eyrun við minni raust þegar eg kalla til þín!2Mín bæn komi sem reykur fyrir þig, minna handa upplyfting sem kvöldfórn.3Settu vörð fyrir minn munn, og vaktaðu dyr minna vara.4Lát ekki mitt hjarta beygjast til nokkur ills, til að aðhafast óguðleg verk með mönnum sem gjöra rangt, að eg ekki eti af þeirra krásum.5Sá ráðvandi slái mig, það er elska, hann straffi mig, það er mér viðsmjör á höfði; mitt höfuð skal ei undanfærast, þó hann slái aftur. En eg bið á móti hinna vonsku.6Niðursteypt er þeirra fyrirliðum af kletti; en þeir hafa heyrt mín orð, að þau voru elskuleg, (1 Sam. 24,10–16).7Eins og þá maður sagar og klýfur (við) á jörðunni, svoleiðis er vorum beinum úttvístrað í grafarinnar gin.
8Til þín Jehóva, minn Drottinn! mæna mín augu, á þig reiði eg mig, framsel þú ekki mitt líf!9Varðveittu mig fyrir snörunni sem þeir hafa fyrir mig lagt, og frá þeirra snörum, sem aðhafast rangindi.10Lát þá óguðlegu falla í sitt eigið net alla saman, en mig komast hjá því!