Bíleam fyrirsegir gæfu Gyðinga og ógæfu nærliggjandi þjóða.

1Þegar Bíleam sá að Drottinn vildi að hann blessaði Ísrael, gekk hann ekki burtu eins og áður til að leita fyrirburða, en sneri strax ásjónu sinni til eyðimerkurinnar;2og sem Bíleam hóf upp augu sín og sá Ísraelítana, sem eftir kynkvíslum höfðu sett herbúðir sínar, kom Guðs Andi yfir hann,3og hann hóf sína myrku ræðu og sagði: svo segir Bíleam sonur Beórs, svo segir maður sá, hvörs augum er upplokið,4svo segir hann sem heyrir Guðs orð, sem skilur fyrirburði ens Almáttuga, þegar hann hvílir í svefnsins örmum og hans augu uppljúkast!5hvörsu fögur eru þín tjöld, Jakob, þín híbýli Ísrael!6eins og lækir breiða þau sig út, eins og aldingarður á vatnabökkum, eins og alóe sem Drottinn gróðursetti, eins og sedrustré hjá vötnum!7Vatn mun renna úr skjólu hans a), hans niðjar verða sem mörg vötn b), voldugri en Agag c), mun hans kóngur verða, hans konungstign mjög dýrðleg!8Guð útleiddi hann af Egyptalandi, flýtir hans er sem villiuxans *); heiðingjana, óvini sína, mun hann uppsvelgja, bein þeirra brjóta, lita örvar sínar í blóði þeirra **).9Eins og ljón eða ljónsinna beygir hann sig og leggst niður, hvör þorir að koma honum á fætur aftur? blessaður sé sá sem blessar þig, bölvaður sá sem þér bölvar!10Þá reiddist Balak mjög Bíleami, sló höndum saman og sagði við hann: eg kallaði þig til þess þú óskaðir ills óvinum mínum, og sjá! þú hefir nú þrisvar blessað þá!11Far þú þar fyrir í skyndingu heim til þín, eg hafði ásett mér að veita þér mikla sæmd! en sjá! Drottinn hefur firrt þig þeim heiðri!12Þá sagði Bíleam við Balak: talaði eg ekki við sendiboða þá sem þú sendir til mín þessum orðum?13Þótt Balak vildi gefa mér hús sitt fullt með gull og silfur, mætti eg ekki brjóta boð Drottins með því að gjöra gott eða illt eftir eigin hugþótta; hvað helst Drottinn segir mér mun eg mæla!14Og sjá! nú fer eg til míns lýðs, og vil segja þér fyrir hvað þessi lýður mun gjöra þínum lýð á komandi tímunum.15Hann hóf þá sína myrku ræðu og sagði: svo segir Bíleam sonur Beórs, svo segir maður sá hvörs augum er upplokið,16svo segir sá sem heyrir Guðs orð, sem veit ætlan ens Hæsta, sem skilur fyrirburði ins Almáttuga þegar hann hvílir í svefnsins örmum og hans augu uppljúkast;17eg sé hann, ekki samt enn þá, eg horfi á hann, ekki samt í nánd; stjarna upprennur af Jakob, veldissproti rís hjá Ísrael, hann mun skekja héröð Móabítanna, að velli leggja þá sem óeirð gjöra.18Edóm skal vera hans eign, Seir a) eign sinna b) óvina og Ísrael mun sýna hreysti sína!19Af Jakob mun sá koma sem drottnar og að engu gjörir það sem eftir er af borgunum.20En sem hann leit Amalekítana, hóf hann sína myrku ræðu og sagði: ágætastur af heiðingjum er Amalek, en að lokunum mun hann með öllu eyðilagður verða.21Sem hann leit Kenítana, hóf hann einnig sína myrku ræðu og sagði: rambyggilegur er bústaður þinn, í klettaskorum hefur þú tilbúið þér hreiður,22en samt mun Kain útrekinn verða; hvörsu lengi? Assur mun flytja þig burt hertekinn.23Og hann hóf aftur sína myrku ræðu og sagði: ó! hvör mun fá lífi haldið nær Guð lætur þetta ske?24Frá Kittim munu skip koma og leggja undir sig Assur, leggja undir sig Eber, einnig hann mun gjörsamlega eyðilagður verða!25Nú stóð Bíleam upp, fór burt og kom aftur á sinn stað. Balak fór einnig sína leið.

V. 3. Nl. svo hann sér það óorðna. V. 6. Alóe: Það er nafn ilmandi trés í Indium. V. 7. a) Þ. e. margir munu niðjar hans verða. b) Þ. e. margir. c) Svo kölluðust fleiri kóngar Amalekíta sem voru mjög voldugir. V. 8. *) Sbr. 23,22. **) Aðr: mola í sundur pílur þeirra. V. 17. Með stjörnu og veldissprota meinast voldugur konungur er drottna muni yfir Gyðingum. V. 18. a) Svo hér fjall í landi Edómíta. b) Þ. e. Gyðinga. V. 19. Þ. e. gjörsamlega eyðileggja. V. 20. Nl. að hreysti. V. 21. Nl. muntu í náðum verða. V. 24. Svo kölluðust eyjarnar í ægeíska hafinu og strendurnar í kringum það.