Móses gjörður afturreka af faraó; ánauð Ísraelsfólks harðnar.

1Eftir það gengu þeir Móses og Aron á fund faraós, og sögðu: svo segir Drottinn, Guð Ísraelsmanna: gef fólki mínu burtfararleyfi, svo það megi halda mér hátíð í eyðimörkinni.2Faraó sagði: hvör er sá Drottinn, að eg skuli gegna honum til þess að sleppa Ísraelsmönnum; eg þekki ekki þann Drottin, og Ísraelsmönnum sleppi eg ekki.3Þeir sögðu: Guð ebreskra manna hefir vitrast oss; leyf oss að fara þriggja daga leið út í eyðimörkina, til að færa fórnir Drottni, Guði vorum, að hann eigi slái oss með drepsótt eða sverði.4Egyptalandskonungur sagði til þeirra: hví viljið þið, Mósis og Aron, taka fólkið úr vinnunni? Farði aftur til yðvars erfiðis!5Faraó sagði enn fremur: nú, þegar fólkið er orðið svo margt í landinu, þá viljið þér láta það hætta að vinna!6Sama dag bauð faraó verkstjórum þeim, er settir voru yfir fólkið, og tilsjónarmönnum þess, og sagði:7þér skuluð eigi hér eftir fá fólkinu hálmstrá til að brenna tígulsteina við, eins og þér hafið gjört hér til; þeir skulu sjálfir fara og safna sér stráum;8en þó skuluð þér setja þeim fyrir að gjöra jafnmarga tígulsteina, og þeir hafa gjört hér til, og minnkið ekki af við þá. Þeir eru orðnir latir; þess vegna kalla þeir, og segja; vér viljum fara og færa fórnir Guði vorum.9Það verður að þyngja vinnunni á fólkinu, svo það hafi nokkuð að starfa og hlýði ekki á lygifortölur.10Þá gengu verkstjórar og tilsjónarmenn fólksins út, og mæltu svo til fólksins: Svo segir faraó: eg læt engin hálmstrá gefa yður;11farið sjálfir og takið yður strá, hvar sem þér finnið, en þó skal alls ekkert minnka yðar ánauðarverk.12Þá fór fólkið víðs vegar um allt Egyptaland að leita sér hálmleggja, til að hafa í stað stráa.13Verkstjórarnir ráku eftir þeim, og sögðu: ljúkið dag hvern við yðar ákveðna dagsverk, eins og meðan þér höfðuð stráin.14Og tilsjónarmenn Ísraelsfólks, sem verkstjórar faraós höfðu sett yfir þá, voru barðir, og sagt við þá: hví hafið þér ei lokið við yðar ákveðna tígulgjörðarverk í dag og í gær, eins og áður fyrr.15Tilsjónarmenn Ísraelsmanna gengu þá fyrir faraó, kölluðu og sögðu: hví fer þú svo með þjóna þína?16Þínum þjónum eru engin strá gefin, og þó er heimtað af oss að gjöra tígulsteina, og þar á ofan eru þjónar þínir barðir, og er þitt fólk skuld í þessu.17Hann sagði: þér eruð latir og nennið öngvu! þess vegna segið þér: látum oss fara og færa Drottni fórnir.18Farið nú og erfiðið! engin strá skal gefa yður, en þó skuluð þér greiða þá ákveðnu tígulsteina.19Þá sáu tilsjónarmenn Ísraelsmanna, í hvert óefni komið var fyrir þeim, þegar sagt var við þá: þér skuluð öngvu færri tígulsteina gjöra! því ákveðna dagsverki skal aflokið hvörn dag!20Þá þeir komu út frá faraó, gengu þeir fram á þá Móses og Aron, sem stóðu gagnvart þeim,21og sögðu til þeirra: Drottinn álíti ykkur, og dæmi! þar sem þið hafið gjört oss óvinsæla hjá faraó og þjónum hans, og fengið þeim svo sverðið í hendurnar til að drepa oss með.22Þá sneri Móses sér til Drottins, og sagði: hví gjörir þú svo illa við þetta fólk? hví hefur þú þá sent mig?23því síðan eg gekk fyrir faraó til að tala í þínu nafni, hefir hann kúgað lýðinn, og þú hefir þó ekki frelsað þitt fólk.