Gedalía er drepinn. Ísmael flýr.

1Og það skeði á sjöunda mánuði, þá kom Ísmael sonur Netania, sonar Elisama, af konunglegri ætt, og einn af stórmennum konungs, og 10 menn með honum, til Gedalia, Ahikamssonar, til Mispa, og þeir neyttu matar í Mispa, hvör með öðrum.2Þá tók Ísmael sig til, sonur Netania, og þeir 10 menn, sem með honum voru, og unnu á Gedalia, syni Ahikams Safanssonar, með sverði, og deyddu hann, þann sama sem kóngurinn af Babel hafði sett yfir landið;3og alla Júða líka, sem hjá honum voru, hjá Gedalia í Mispa, og Kaldeumenn sem þar voru, stríðsmennina, sló Ísmael í hel.4Og annars dags, eftir að Gedalia var deyddur í Mispa, áður en nokkur maður vissi,5komu menn frá Sikem, frá Síló og frá Samaríu, 80 menn, með rispum á líkamanum, í höndum þeirra (var) matoffur og reykelsi, til að færa það til Drottins húss.6Þá gekk Ísmael, sonur Netania þeim á móti frá Mispa, og grét þar sem hann gekk; og sem hann mætti þeim, sagði hann við þá: komið til Gedalia Ahikamssonar!7En sem þeir voru komnir mitt inn í staðinn, myrti Ísmael, sonur Netania, þá (og kastaði þeim) í gryfju, hann og þeir menn, sem með honum voru.8En 10 menn voru meðal þeirra, sem sögðu við Ísmael: drep oss ekki! því vér höfum fólgið fé út á landinu, hveiti, bygg, viðsmjör og hunang. Þá hætti hann og drap þá ekki með þeirra bræðrum.9En sú gryfja, í hvörja Ísmael kastaði líkömum þeirra drepnu, ásamt Gedalia, er sú sama, sem Asa kóngur gjörði, sakir Baesa Ísraelskóngs (1 Kgb. 15,22), hana fyllti Ísmael, sonur Netania, með þeim í hel slegnu.10Og Ísmael flutti allt annað fólkið til Mispa, kóngsdæturnar og allt fólkið, sem eftir var, til Mispa, það sem Nebúsaradan fyrirliði hersins, hafði afhent Gedalia Ahíkamssyni, það flutti Ísmael Nethaníason hertekið burt, og fór, til þess að ganga yfir til Ammonssona.
11En sem Jóhanan, sonur Kareas, og allir herforingjarnir sem með honum voru, heyrðu öll þau illskuverk, sem Ísmael, sonur Netanía, hafði aðhafst:12tóku þeir alla (sína) menn, og lögðu af stað til að berjast við Ísmael Nethaníason; og þeirra fundur varð við það mikla vatn, hjá Gíbeon.13En er það fólk, sem var með Ísmael, sá Jóhanan Kareasson, og alla herforingjana sem með honum voru, gladdist það;14og allt það fólk, sem Ísmael hafði komið með frá Mispa, sneri frá, og gekk í lið með Jóhanan Kareassyni.15En Ísmael, sonur Nethanía, fór undan Jóhanan, með átta menn, og flúði til Ammonssona.16Þá tók Jóhanan, sonur Kareas, og allir herforingjarnir, sem með honum voru, allt það annað fólk, sem hann hafði náð af Ísmael Netanía syni, frá Mispa, eftir að hann hafði drepið Gedalía, Ahikamsson, menn, stríðsfólk, konur og börn og hirðmenn, er hann flutti aftur til Gíbeon.17Og þeir fóru og dvöldu í herbergi Kimhams, nálægt Betlehem, til að komast til Egyptalands,18undan Kaldeumönnum, því við þá voru þeir hræddir, af því að Ísmael, sonur Netanía, hafði drepið Gedalía Ahikamsson, hvörn Babelskóngur hafði sett yfir landið.