XLI.

En á þeim sjöunda mánaði kom Ísmael Natanjason Elísamasonar út af konunglegu slekti með tignarmönnum konungsins og tíu menn meður honum til Gedalja Ahíkamsonar Safansonar til Mispa og þeir neyttu þar matar í Mispa hvorir með öðrum. Og Ísmael Netanjason bjó sig til með þá tíu menn sem honum fylgdu og slógu Gedaliam Ahíkamson Safansonar með sverði til dauðs fyrir það að konungurinn af Babýlon hafði sett hann yfir allt landið. [ Þar til með sló Ísmael alla þá Gyðinga sem voru hjá Gedalja í Mispa og so þá Chaldeis sem þeir fundu þar og alla stríðsmenn.

Annars dags eftir þá Gedalja var sleginn og það vissi enn enginn komu áttatíi menn af Síkem af Síló og af Samaria og höfðu sín skegg af rakað og í sundurrifið sín klæði og klórað sig og báru með sér mataroffur og reykelsi til að offra því í húsi Drottins. Og Ísmael Netanjason gekk út á móti þeim af Mispa, gekk so reikandi og grátandi. Þá eð hann kom nú að þeim sagði hann til þeirra: „Þér skuluð koma til Gedalja Ahíkamsonar.“ En sem þeir komu mitt í staðinn sló Ísmael Netanjason þá í hel og þeir menn sem hjá honum voru við brunninn. En þar voru tíu menn á meðal þeirra sem sögðu til Ísmael: „Kæri, slá þú oss ekki í hel, vér höfum fólgið fé liggjanda í akrinum af hveiti, byggi, viðsmjöri og hunangi.“ Þá hætti hann af því og aflífaði þá ekki með hinum öðrum.

En sá brunnurinn í hvern það Ísmael kastaði þeim dauðu líkömunum sem hann hafði í hel slegið með Gedalja þa er sá hinn sami sem konungurinn Assa lét gjöra í mót Baesa Ísraelskonungi. [ Þann uppfylldi nú Ísmael Netanjason með þá í hel slegnu. Og það fólkið sem umfram var í Mispa, einnin konungsins dóttir, það flutti Ísmael Netanjason hertekið í burt með öllu því fólki sem eftir var í Mispa yfir hvert Nebúsaradan höfuðsmaðurinn hafði sett Gedaliam Ahíkamson og síðan dró hann í burt og vildi yfir um aftur til Ammónsona.

En þá eð Jóhanan Kareason og allir hershöfðingjarnir sem hjá honum voru spurðu öll þau illskuverk sem Ísmael Netanjason hafði gjört söfnuðu þeir að sér mönnum og drógu út í móti Ísmael Netanjasyni til bardaga og náðu honum við það mikla vatnið hjá Gíbeon. [ En þá fólkið það sem var hjá Ísmael sá nú Jóhanan Kareason og alla hershöfðingjana sem hjá honum voru urðu þeir glaðir við. Og allt það fólkið sem Ísmael hafði í burt flutt frá Mispa sneri sér við og hvarf aftur til Jóhanan Kareasonar. En Ísmael Netanjason flýði undan Jóhanan við áttanda mann og dró til Ammónsona.

Og Jóhanan Kareason með öllum hershöfðingjunum sem hjá honum voru tóku allt það fólkið sem eftir var vorðið af Mispa til sín hverja eð þeir höfðu náð af Ísmael Netanjasyni, af því það Gedalja Ahíkamson var í hel sleginn, sem voru stríðsmenn, konur og börn og hirðsveinar af Gíbeon sem þeir höfðu aftur flutt og fóru af stað og sneru inn til Kimham til herbergis sem bjó hjá Betlehem og vildu draga til Egyptalands fyrir sakir þeirra Chaldeis. [ Því að þeir voru hræddir við þá af því það Ísmael Netanjason hafði í hel slegið Gedaliam Ahíkamson hvern að konungurinn af Babýlon hafði sett yfir landið.