Traust ens aðþrengda.

1Til hljóðfærameistarans, fyrir Jedútún. Sálmur Davíðs.2Guðs eins bíður mín sál í kyrrþey, frá honum kemur mitt frelsi.3Hann einn er mitt bjarg og mitt frelsi og mitt vígi, svo eg skal ekki mikið bifast!4Hvörsu lengi miðið þér allir á einn mann, viljið hann sundurmerja, eins og vegg sem hallast, eins og múr sem niðurbrotinn verður?5Þeir hugsa aðeins um að hrinda honum niður frá hans hæð. Þeir hafa geðþekkni á lygi, þeir blessa (tala fagurt) með munninum og formæla í hjartanu, (málhvíld).6Mín sál! vertu samt kyrrlát fyrir Guði, því frá honum kemur mín von.7Hann einn er mitt bjarg og frelsi, mitt vígi, eg mun ekki bifast!8Hjá Guði er mitt frelsi og heiður, bjarg míns styrkleika, Guð er mitt hæli!9Reiddu þig ætíð á hann mitt fólk! útausið yðar hjarta fyrir hans augliti, Guð er vort hæli.10Mannanna börn eru ekkert, tál (eru) þeir dauðlegu, á metaskálinni reynast þeir léttari en hégómi,11reiðið yður ekki á ofbeldið, og setið ekki ónýta von til rangfenginna auðæfa, aukist yðar auður þá snúið ekki hjartanu þar að.12Eitt orð hefir Guð talað, já, tvö hefi eg heyrt: að styrkurinn tilheyri Guði,13og þér, Drottinn! tilheyri miskunnsemin. Því þú geldur sérhvörjum eftir hans verkum.