Sigurljóð.

1Til hljóðfærameistarans. Lofsöngur.2Guð taki sig upp, hans óvinir tvístrist, og þeir sem hann hata, flýi fyrir hans augliti.3Eins og reykurinn burtrekst, muntu burtreka þá, sem vax bráðnar fyrir eldi, munu þeir óguðlegu tortímast fyrir Guðs augliti.4En þeir ráðvöndu munu gleðjast, þeir munu fagna og gleðjast fyrir Guðs augliti.5Syngið Guði lof! vegsamið hans nafn! greiðið hans veg, þá hann fer um eyðimerkurnar! Drottinn er hans nafn, gleðjið yður fyrir hans augliti.6Guð er í sínum heilaga bústað, faðir föðurlausra, og vernd ekknanna.7Guð lætur þá útlægu búa í húsinu (sinna feðra), og útleiðir þá fönguðu til nægta, en þeir þverbrotnu búa í þurru landi.
8Guð! þegar þú fórst undan þínu fólki, þegar þú gekkst fram um eyðistaði (málhvíld),9þá skalf jörðin, og himinninn draup fyrir Guðs augliti, já, Sínaí fyrir Guðs, fyrir Ísraels Guðs augliti.10Ríkuglegt regn gafst þú, þinn arf (erfðafólk), þann þreytta, staðfestir þú.11Þínir skarar settust að í landinu, sem þú, ó Guð! af þinni gæsku hafðir aumingjunum fyrirbúið.12Drottinn lætur þeirra tal hljóma, sem boða sigurinn, í þeim mikla her.13„Herskaranna kóngar flýja, þeir og flýja og húsmóðirin (hússins prýði) útbýtir herfangi.14Þegar þér liggið í milli hjarðanna, þá eru dúfuvængirnir þaktir af silfri, og hennar fjaðrir pentaðar gulli.15Þegar sá almáttugi tvístraði kóngunum í landinu, var það snjó hvítt eins og Salmon“.16Þér Guðs fjöll! Basans fjöll, þið fjöll með mörgum tindum, Basans fjöll!17Hvar fyrir lítið þér fjöll með mörgum tindum, öfundsamlega til þess fjallsins, hvar Guði þóknaðist að búa? Drottinn mun þó búa þar eilíflega.18Guðs vagnar eru tvisvar sinnum tíu þúsund, já, þúsund og aftur þúsund. Drottinn er meðal þeirra, eins og á Sínaí í helgidóminum.19Þú stígur upp á hæðina, hefir fanga með þér, tekur við gáfum af mönnum, jafnvel þeir þverbrotnu, skulu búa hjá þér, Drottinn Guð!
20Lofaður sé Drottinn dag eftir dag! þó hann leggi á oss byrði, er Guð vor hjálp. (Málhvíld).21Þessi Guð er oss frelsis Guð, og Drottinn vor Herra er frelsun frá dauðanum.22En Guð mun sannarlega merja höfuð sinna óvina, hvirfil þeirra sem áfram halda í þeirra syndum.23Drottinn segir: frá Basan vil eg færa þá, flytja þá frá djúpi sjávarins.24Svo þinn fótur megi vaða í blóði, og tungur þinna hunda sleikja það úr óvinunum.
25Þeir sáu þína inngöngu, ó Guð! míns Guðs, míns konungs inngöngu í helgidóminn.26Á undan gengu söngvararnir, þar eftir þeir sem spiluðu á hljóðfæri mitt á meðal meyjanna sem slógu trumbur.27Lofið Guð í söfnuðinum, lofið Drottin þér sem komnir eruð af Ísrael!28þarna er Benjamín, sá yngsti sem drottnar, Júdæu furstar með sínum hópum. Sebúlons furstar, Neftalí furstar.29Þinn Guð býður þér (Ísrael), að þú sért sterkur, styrk oss, ó Guð! eins og þú hefir gjört,30frá þínu musteri í Jerúsalem! kóngarnir skulu færa þér gáfur.31Ávíta þú dýrið í reyrnum, uxanna flokk og fólksins kálfa a), að þeir gefi sig upp með sínum silfurpeningum. Tvístra fólkinu sem hefir lyst til stríðs.32Stórfurstar munu koma frá Egyptalandi, Mórland mun fljótt útrétta sínar hendur til Guðs;33þér ríki jarðarinnar, syngið fyrir Guði, fagnið fyrir Drottni,34þeim sem fer yfir hinna gömlu himinhimna;35Gefið Guði heiðurinn, hans hátign er yfir Ísrael, og hans makt í skýjunum.36Óttalegur ertu, ó Guð! í þínum helgidómi. Ísraels Guð gefur fólkinu makt og styrk. Lofaður verið Guð!

V. 31. a. (Volduga og vesæla).