LXVIII.

Lofsöngssálmur Davíðs fyrir að syngja

Guð hann hreyfi sér upp svo það hans óvinir í sundurtvístraðir verði og þeir eð hann hata þá flýi fyrir honum. [

Í burtdríf þá so sem það reykurinn í burtdrifinn verður, líka sem vax það bráðnar fyrir eldi, so hljóta hinir ómildu að fyrirfarast fyrir Guðs augliti.

En hinir réttferðugu munu sig gleðja og glaðværir vera fyrir Guðs augsýn og út af hjarta þá munu þeir fagna.

Syngið Guði, lofsyngið hans nafni, gjörið þeim greiðan veg sem hóglega hér kemur, Drottinn er hans heiti og gleðjið yður fyrir honum.

Hver að er faðir föðurlausra og dómari ekknanna, hann er Guð í sínu heilaga heimili.

Sá Guð sem hinum einmana gefur fullt hús barna, hver eð hina herleiddu útleiðir í hagkvæman tíma og lætur hinu þverbrotnu blífa á þurrlendis hrjóstri.

Guð, þann tíð þú dróst út fyrir þínu fólki, þá eð þú brunaðir hér fram á eyðimörkinni. Sela.

Þá skalf jörðin og himnarnir drupu fyrir þeim Guði á Sínaí, fyrir þeim Guði sem Ísraels Guð er.

En nú gefur þú svo náðarlegt regn og þína arfleifð sem þornuð er endurlífgar þú

so að þín dýr mega þar inni búa, Guð, þú seður hinn fáráða með þínum auðæfum.

Drottinn hann gefur orðið með miklu herliði guðspjallaranna.

[ Konugarnir herliðsins eru sín á milli vinir til samans og [ húsprýðin skiptir út herfanginu.

Nær eð þér liggið með liðinu til hernaðar þá ljómar það líka sem vængir dúfunnar, þeir eð með [ silfur og gull eru hlaðnir.

Nær eð sá Hinn almáttugi niðursetur allavegana konunga þeirra á milli þá verður þar bjart hvar nú er myrkt.

Fjallið Guðs er eitt frjósamt fjall, eitt mikið og frjósamt fjall.

Hvað [ stökkvi þér, hinu hávu fjöllin? Guð hann lystir á þessum fjöllum að búa og Drottinn mun þar í þeim stað ævinlega byggja.

Hervagn Guðs er mörg þúsund sinnum þúsund, Drottinn er á meðal þeirra á því heilaga Sínaí.

Þú ert í hæðina uppstiginn og hefur herleiðingina að herfangi leitt, þú hefur gjafir öðlast mönnum til handa, einnin fyrir þá hina þverbrotnu það að Guð Drottinn mun þó samt þar í þeim stað búa. [

Alla daga sé Drottinn lofaður, Guð leggur þunga á oss en hann hjálpar oss og einnin. Sela.

Vér höfum einn Guð sá er hjálpar og þann Drottin Drottin sem af dauðanum frelsar.

En Guð hann mun í sundurmerja höfuð sinna óvina samt með hárlokkum þeirra [ hvirfils, þeir sem þar fram á halda í sínum syndum.

Þó segir Drottinn: „Á meðal þeirra [ feitingjanna vil eg sækja nokkra, út úr djúpi sjávarins vil eg þá suma sækja.“

Þar fyrir mun þinn fótur í blóði óvinanna litaður verða og þínir hundar munu sleikja það.

Guð, menn sáu þinn gang hvernin eð þú, konungur minn og minn Guð, frambrunaðir í helgidóminum.

Söngvararnir þeir ganga fyrst fram undan, þar næst spilmennirnir meðal meyjanna sem á bumburnar berja.

Lofið Guð Drottin í samkundunum [ fyrir þann [ brunninn Ísrael.

Þar á milli þeirra drottnar sá litli Benjamín, höfðingjarnir Júda með sínum hersveitum, höfðingjarnir Sebúlon, höfðingjarnir Neftalím.

Þínn Guð hefur þitt ríki uppbyrjað, það hið sama þa vildir þú, Guð, efla fyrir oss, því að það er þitt verk.

Fyrir þíns musteris sakir til Jerúsalem, þá munu kóngarnir skenkja þér gáfur.

Straffa þú það [ kvikindi í reyrnum, þann flokk oxanna meðal [ kálfanna, þeir sem [ fóttroða fyrir peninga sakir, sundurdreif þú fólkið sem gjarnan vill hafa örlög.

Höfðingjarnir af Egyptalandi munu koma, Bláland mun sínar hendur útbreiða til Guðs.

Þér konungaríkin á jörðu, syngið Guði, lofsyngið Drottni. Sela.

Þeim sem þar situr á himnum alla vegana í frá upphafi, sjá þú, hann mun sinni raust kraft gefa.

Gefið Guði [ magtina, hans dýrð er í Ísrael og hans kraftur í skýjunum.

Dásamur er Guð í sínum heilögum, hann er Guð Ísraels, hann mun kraft og magt gefa sínu fólki. Blessaður sé Guð.