Davíð verður kóngur; Jerúsalem unnin. Davíðs kappar. (2 Sam. 5,1–10. 23,8–39).

1Og allur Ísrael safnaðist til Davíðs í Hebron, og þeir sögðu: vér erum þín bein og hold.2Áður varst þú sá, meðan Sál enn nú var kóngur, sem leiddir Ísrael út og inn; og Drottinn þinn Guð hefir sagt við þig: þú skalt vakta mitt fólk Ísrael, og þú skalt vera höfðingi yfir mínu fólki Ísrael.3Og svo komu allir þeir elstu í Ísrael til kóngsins í Hebron, og Davíð gjörði sáttmála við þá í Hebron fyrir Drottni; og þeir smurðu Davíð til kóngs yfir Ísrael, eftir orði Drottins fyrir (munn) Samúels.
4Og konungurinn fór og allur Ísrael til Jerúsalem, það er Jebús; en þar voru Jebúsítar, innbúar landsins.5Og innbyggjararnir í Jebús sögðu við Davíð: þú munt ei komast hér inn. En Davíð náði kastalanum Síon, það er Davíðs borg.6Og Davíð mælti: hvör sem fyrstur vinnur Jebúsítana, sá skal verða höfðingi og herforingi. Og Jóab sonur Seruja gekk fyrstur upp (í borgina) og varð höfðingi.7Og Davíð bjó í borginni, því kölluðu menn hana Davíðsborg.8Og hann byggði staðinn allt um kring frá Milló, og umhverfis, og Jóab endurlífgaði hið annað af staðnum.9Og Davíð efldist meir og meir, og Drottinn allsherjar var með honum.
10Þessir eru þeir helstu kappar sem Davíð hafði, sem héldu honum fast til ríkis með öllum Ísrael, til að gjöra hann að kóngi, eftir orði Drottins, yfir Ísrael.11Og þessi er tala þeirra kappa, sem Davíð hafði: Jasobeam, sonur Hakmons, höfðingi vagnliðsins, sá hinn sami veifaði sínu spjóti yfir þrem hundruðum að velli lögðum í einu.
12Og eftir hann Eleasar, sonur Dodos, Ahoita, hann var einn af þeim þremur köppum.13Sá sami var hjá Davíð í Pas-Damim, (1 Sam. 17,1.), þegar Filistear voru þar samankomnir til stríðs; og þar var akurpartur, vaxinn byggi, og fólkið flúði fyrir Filisteum;14þá gengu þeir mitt á akurinn, og frelsuðu hann, og felldu Filistea, og Drottinn veitti mikinn sigur.15Og þrír af þeim þrjátíu höfðingjum fóru niður til Davíðs hjá klettinum, í hellirinn Adullam, og herbúðir Filistea lágu í dalnum Refaim.16En Davíð var þá í víginu (á fjallhæðinni), og Filistear höfðu setulið í Betlehem.17Og Davíð hafði löngun og mælti: hvör sækir mér vatn að drekka, í brunninn, í Betlehem við hliðið?18Þá brutust þeir þrír gegnum herbúðir Filisteanna, og jusu vatn úr brunninum í Betlehem við hliðið, og tóku og færðu Davíð; en hann vildi ekki drekka það, og hellti því niður fyrir Drottni,19og mælti: Guð láti mér fjærri vera, að gjöra slíkt! skyldi eg drekka blóð þessara manna með þeirra lífshættu? því með eigin lífsháska hafa þeir sótt það og hann vildi ekki drekka það. Þetta gjörðu þeir þrír kappar.
20Og Abisai, bróðir Jóabs, sá sami var höfuðsmaður yfir (öðrum) þremur; og hann veifaði sínu spjóti yfir þrjú hundruð að velli lagða og hafði mikið nafn meðal þeirra þriggja.21Fram yfir þá þrjá af annarri röð var hann heiðraður, en ekki kom hann til jafns við hina þrjá.
22Benaja sonur Jójada, sem var sonur duglegs manns, er afreksverk hafði unnið, af Kabsel, sá hinn sami felldi tvö guðsljón af Móab; og hinn sami fór til og drap ljónið í gryfjunni, í kafaldi.23Og hinn sami felldi egypska manninn, mann sem var 5 álnir á hæð, og í hönd þess egypska var spjót sem vefjarrifur, og hann fór á móti honum með staf, og reif spjótið úr hendi þess egypska, og drap hann með hans spjóti.24Þetta gjörði Benaja sonur Jójada, og hann hafði nafn meðal þeirra þriggja kappanna.25Fram yfir þá þrjátíu var hinn sami heiðraður, en við þrjá þá fyrstu jafnaðist hann ekki. Og Davíð gjörði hann að sínu leyndarráði.
26Og stríðskapparnir voru: Asahel, bróðir Jóabs; Elhanan, sonur Dodos, af Betlehem;27Samot, Haroriti, Heles, Peloniti;28Ira, sonur Ikes, Tekoíta; Abieser, Antótíti;29Síbekai, Hosatíti; Ilai, Ahohíti;30Maherai, Netofatíti; Heled, sonur Baena, Netofatíti.31Itai, sonur Ribai, frá Gíbea í Benjamíns ættkvísl; Benaja, Piratoníti;32Hurai, frá Nahale-Gaas, Abiel, Arbatíti;33Asmavet, Beherumíti; Elíaba, Saalboníti;34Bene-Hasem, Gísoníti; Jónatan, sonur Sage, Hararíta;35Ahiam, sonur Sakars, Hararítans; Elifal, sonur Urs;36Hefer, Mekeratíti; Ahia, Peloníti;37Hesro, Karmelíti; Naarai, sonur Esbai;38Jóel, bróðir Natans; Míbehar, sonur Hagri;39Selek, Ammóníti; Naherai, Berotíti, skjaldsveinn Jóabs, sonar Serúju;40Ira, Jetríti, Gareb, Jetríti;41Uria, Hetíti; Sabad, sonur Ahelai;42Adina, sonur Sífa, Rúbeníta, höfðingi Rúbeníta, og hjá honum voru þrjátíu;43Hanan, sonur Maeka; Jósafat, Mitníti;44Usia, Asteratíti; Sama og Jejel, synir Hótams, Aróeríta;45Jedjael, sonur Simri, og Jóha, hans bróðir, Tisiti;46Eljel, Maheviti; Jeribai og Jósavia, synir Elnaams; og Jitma, Móabíti;47Eljel og Obed og Jaesiel-Hamesobaia.