Esters bæn.

1Og drottningin Ester leitaði hælis hjá Drottni, því hún var gripin af dauðans angist.2Og hún lagði af sér sín dýru klæði, og íklæddist rauna og sorgarbúningi, og í staðinn fyrir oflætissalve, huldi hún sitt höfuð með ösku og dufti, og þjáði mjög sinn líkama, og allt sem (áður) hafði verið hulið með hennar dýra skarti, það huldi hún nú með fléttum síns hárs (sundurleystum).3Og hún bað til Guðs, Drottins, Ísraels Guðs og mælti:4Drottinn, þú einn ert vor konungur, hjálpa mér yfirgefinni, sem engan hjálparmann hefi, nema þig; því háskinn vofir yfir mér.5Eg hefi heyrt frá því eg fæddist í ætt föður míns, að þú, Drottinn, hafir valið Ísrael af öllum þjóðum, og vora feður af öllum þeirra forfeðrum, til eilífrar eignar, og þú hafir við þá efnt, það sem þú hést.6En nú höfum vér syndgað fyrir þér, og þú hefir gefið oss á vald vorra óvina, af því vér höfum heiðrað þeirra Guði. Þú ert réttlátur, Drottinn!7En nú láta þeir sér ekki nægja beiskju vors þrældóms, heldur hafa þeir (svarið við goðin) lagt sínar hendur á hendur sinna goða, að ónýta atkvæði þíns munns, og afmá þína eign, og niðurþagga þeirra munn sem lofa þig, og tortína heiðri þíns húss og altaris, og opna munn þjóðanna til lofgjörðar þeirra einkisverðu skurðgoða veldis, og svo að dáðst verði að holdlegum konungi að eilífu.8Gef ei þinn sprota þeim, sem ekkert eru, og lát þá ei hæðast að voru falli, heldur snú þeirra ráðagjörð til baka á þá sjálfa, og gjör þann til skammar, sem yfir oss drottnar.9Vertu minnugur, Drottinn! láttu þekkja þig á tíma vorrar þrengingar, og gef mér hug, konungur Guðanna og Herra alls veldis! Legg í minn munn lagleg orð frammi fyrir ljóninu, og snú þess hjarta til haturs við vorn óvin, honum og hans líkum til eyðileggingar.10En frelsa oss með þinni hendi, og hjálpa mér yfirgefinni, og sem engan hefi nema þig, Drottinn!11Þú þekkir allt, þú veist að eg hata heiður hinna guðlausu, og hefi viðbjóð á ráðahag við þá óumskornu og hvörn einn útlending. Þú þekkir þá þvingun sem eg þoli, að eg hefi ímugust á drambseminnar merki sem er á mínu höfði, á þeim dögum er eg læt mig opinberlega sjá; eg hefi viðbjóð á því sem óhreinum dúk, og ber það ei á dögum minnar hvíldar. Ekki hefir heldur þín ambátt matast við Hamans borð, né tekið hlutdeild í konungsins veislum, né drukkið af fórnavíninu. Og þín ambátt hefir ekki glatt sig, frá degi sinnar upphafningar og allt til þess nú, nema við þig Drottin, Abrahams Guð!12Ó Guð, þú sem sterkur ert fram yfir alla, heyr þú bæn þeirrar vonlausu, og losa oss úr hendi illvirkjans, og frelsa mig frá minni hræðslu.