Usíu ríkisstjórn. (2 Kgb. 14,21.22 15,1–7).

1Þá tók allt fólkið Usía, en hann var 16 ára gamall, og gjörði hann að kóngi, í stað föður hans Amasia.2Hann byggði Elot, og lagði aftur undir Júda, eftir að kóngurinn var lagstur hjá sínum feðrum.3Usía var 16 ára gamall, þá hann varð kóngur, og hann ríkti 52 ár í Jerúsalem. En móðir hans hét Jekolía af Jerúsalem.4Og hann gjörði það sem rétt var í augsýn Drottins, öldungis eins og Amasía faðir hans hafði gjört.5Og hann leitaði Guðs, svo lengi sem Sakaría lifði, sem útlagði Guðs sjónir; og meðan hann leitaði Drottins, gaf Guð honum lukku.6Og hann fór herför og barðist við Filistea, og reif niður Gats múra og Jabnes múra og Asdods múra, og byggði staði í kringum Asdod og í Filistealandi.7Og Guð hjálpaði honum móti Filisteum og móti arabískum, sem bjuggu í Gurbaal, og móti Meunítum.8Og Ammonítar gáfu Usíu gjafir, og hans nafn komst allt til Egyptalands; því hann var mikið voldugur.9Og Usía byggði turna í Jerúsalem yfir Hornhliðinu og yfir Dalhliðinu, og í króknum, og gjörði þá rambyggilega.10Hann byggði og turna í eyðimörkinni og gróf marga brunna; því hann hafði miklar hjarðir, bæði í dölunum og á sléttlendinu, akuryrkju- og vínyrkjumenn á fjöllunum og á Karmel; því hann hafði mætur á landyrkju.11Og Usía hafði her duglegan til stríðs, sem hópum saman fór í orrustur, eftir tali könnunar Jegíels skrifarans, og Maeseía forstöðumanns, undir umsjón Hananía, sem var einn af kóngsins herforingjum.12Öll tala ættfeðranna, sem færir voru til stríðs, hún var 2 þúsund og 600.13Og stríðsherinn þeim við hönd var 3 hundruð þúsund og 7 þúsund og 7 hundruð, duglegir til stríðs, í stríðs krafti, að hjálpa kónginum móti fjandmanninum.14Og Usía fékk þeim, öllum hernum, skildi og spjót og hjálma og brynjur og boga og slöngusteina.15Og hann gjörði í Jerúsalem snilldarhertygi með hagleik snilldarmannanna, sem skyldu vera í turnunum og á hornunum, til að skjóta örvum og stórum steinum. Og hans nafn var víðfrægt; því dásamlega var honum hjálpað, þangað til hann var orðinn voldugur.
16En sem hann var orðinn voldugur, metnaðist hans hjarta, svo hann aðhafðist illt; og hann braut á móti Drottni sínum Guði, og gekk í Drottins musteri, til að gjöra reyk á altarinu.17Þá fór Asaría prestur eftir honum og með honum prestar Drottins, áttatíu duglegir menn,18og þeir veittu Usía konungi mótstöðu, og sögðu við hann: það er ekki þitt, Usía, að gjöra Drottni reyk, heldur prestanna, Aronssona, sem vígðir eru til að gjöra reyk! gakk þú úr helgidóminum, því þú misbrýtur og þér er það ekki til heiðurs fyrir Guði Drottni!19Þá reiddist Usía, og í hans hendi var reykker til að reykja með, og sem hann reiddist prestunum, braust út líkþrá í hans enni, í augsýn prestanna, í húsi Drottins, hjá reykaltarinu.20Og sem Asaría, höfuðpresturinn og allir prestarnir á hann litu, sjá! þá var hann líkþrár í sínu enni, og þeir ráku hann út þaðan, og hann hraðaði sér líka út sjálfur, af því Drottinn hafði slegið hann.21Og svo var Usía, konungurinn, allt til dauðadags, og bjó í spítala sem holdsveikur; því hann var útilokaður úr Drottins húsi. Og Jótam, hans son, var settur yfir kóngshúsið, og hann dæmdi landsfólkið.22En önnur saga Usíu, hin fyrri og síðari, er skrifuð af Esaías, syni Amos spámanns.23Og Usía lagðist hjá sínum feðrum, og menn grófu hann hjá sínum feðrum á greftrunarakri kónganna; því þeir sögðu: holdsveikur er hann. Og Jótam sonur hans varð kóngur í hans stað.

V. 9. Turna í eyðimörk: líklega fyrir fjárhirðara, að þeir gætu séð út yfir mikla víðáttu.