Filistear láta Davíð frá sér.

1Og Filistear samansöfnuðu öllum sínum her til Afek, en Ísrael hafði herbúðir sínar við brunninn hjá Jesreel.2Og höfðingjar Filisteanna fóru framhjá, hundruðum og þúsundum saman, og Davíð og hans menn fóru seinastir með Akis.3Þá sögðu höfðingjar Filisteanna: hvar til skulu þessir ebresku? Og Akis sagði til Filisteanna höfðingja: er það ekki Davíð, þegn Sáls Ísraelskonungs, sem með mér hefir verið æði lengi, eða jafnvel ár, og eg hefi ekkert hjá honum fundið ískyggilegt frá því hann kom og allt til þessa dags.4En höfðingjar Filisteanna urðu illir og sögðu við hann: láttu manninn frá þér, svo hann fari á sinn stað, hvar þú hefir sett hann, hann fari ekki með oss í bardagann, svo hann snúist ei á móti oss í orrustunni; því hvar með getur hann komið sér í sátt við sinn herra? mun ei með hausum þessara manna?5Er þetta ekki Davíð um hvörn þær sungu í vísunni og sögðu: Sál felldi sína þúsund, og Davíð sín tíu þúsund d)?
6Þá kallaði Akis Davíð fyrir sig og sagði til hans: svo sannarlega sem Drottinn lifir! þú ert ráðvandur, og í mínum augum var þinn inngangur og útgangur góður hjá mér í herbúðunum, eg hefi ekkert illt hjá þér fundið, síðan þú komst til mín allt til þessa dags, en höfðingjunum líst ekki á þig.7Og hverf nú til baka og far í friði, svo þú gjörir ekkert það, sem illt er í augum Filisteanna höfðingja.8Og Davíð sagði við Akis: en hvað hefi eg gjört, og hvað hefir þú fundið hjá þjóni þínum, síðan eg kom til þín allt til þessa dags, að eg má ekki koma og stríða móti óvinum míns herra konungsins.9Og Akis svaraði og mælti til Davíðs: eg veit það, þú ert í mínum augum góður sem Guðs engill a); en Filisteanna höfðingjar sögðu: hann skal ekki fara með oss í stríðið.10Rís þú nú snemma á morgun, ásamt þénurum þíns herra sem með þér komu, og farið snemma á fætur á morgun þegar bjart er orðið, og farið á burt.11Svo reis Davíð snemma, hann og hans menn, til þess að fara burt um morguninn og hverfa heim aftur í Filistealand. En Filistear fóru á móti Ísrael.

V. 5. d. Kap. 18,7. V. 9. a. 2 Sam. 14,17. 19,27.