Lukka þess sem treystir Guði.

1Hvör sem býr undir varðveislu hins æðsta, sá hvílir óhult í skugga hins almáttuga.2Eg segi við Drottin: þú ert mitt athvarf og mitt vígi, minn Guð! á hvörn eg treysti.3Því hann frelsar þig, af snöru veiðimannsins, frá þeirri háskalegu drepsótt.4Með sínum fjöðrum mun hann skýla þér og undir hans vængjum muntu finna hæli, hans trúfesti er skjöldur og brynja.5Þú munt ei hræðast næturinnar skelfingu, og ei þær pílur sem fljúga á daginn,6ekki þá drepsótt sem fer áfram í myrkrinu, ei þá sótt sem eyðileggur um hádegið.7Þó að þúsund falli þér til vinstri handar og tíu þúsund þér til hægri handar, þig nálgast það ekki.8Þú skalt aðeins sjá það með augunum, og horfa á gjöld hinna óguðlegu.9Því þú, Drottinn! ert mitt athvarf; (svar annars) þann æðsta hefir þú valið þér til varnar.10Þér mætir ekkert illt, og engin plága nálgast þína tjaldbúð.11Því hann mun bjóða þér sína engla að varðveita þig á öllum þínum vegum.12Á höndum bera þeir þig, að þú ei steytir fót þinn við steini.13Yfir ljón og eiturorma muntu ganga og troða ofan á ljónsunga og dreka (að ósekju).14Hann hefir fögnuð af mér, því mun eg frelsa hann (segir Drottinn) eg vil upphefja hann, af því hann þekkir mitt nafn.15Hann skal ákalla mig, og eg vil bænheyra hann, eg er hjá honum í neyðinni, eg mun frelsa hann, og gjöra vegsamlegan.16Með langlífi mun eg metta hann og láta hann sjá mitt hjálpræði.