Hvað ei sæmi söfnuði Drottins.

1Enginn má giftast stjúpu sinni né fletta upp ábreiðu föður síns.2Enginn eðlismeiddur, eða geldingur má vera í söfnuði Drottins.3Enginn skækjuson má vera í söfnuði Drottins, og þó í tíunda ættlið sé má hann ei að heldur takast þar inn.4Ammónítar og Móabítar skulu ei heldur takast inn í söfnuð Drottins, og þó í tíunda lið sé; þeir mega þangað aldrei inn koma,5vegna þess þeir ekki færðu yður né drykk, á veginn þegar þér fóruð úr Egyptalandi, og þar á ofan keyptu Bíleam Beorsson af Petor í Mesópotamía til að leggja óbænir yfir þig, en Drottinn þinn Guð vildi ei sinna Bíleam, en sneri óbænum hans í blessan, af því hann elskar þig;6þú skalt aldrei nokkru sinni láta þér annt um þeirra frið eður farsæld.7Þú skalt ekki forsmá Edomítana, því þeir eru þínir bræður, ei heldur egypska, því þú varst útlendingur í þeirra landi;8afkomendur þeirra í þriðja lið mega takast inn í söfnuð Drottins.
9Þá þú tekur þig upp úr herbúðunum móti óvinum þínum, þá skaltú vara þig við öllum skemmilegum hlutum.10Ef nokkur meðal yðar er ekki hreinn, vegna þess sem hann hefir hent um nóttina, sá gangi út úr herbúðunum og komi ekki aftur inn í þær,11fyrr en undir kvöldið þá hann er búinn að þvo sig í vatni, þá má hann eftir sólarlagið koma aftur inn í herbúðirnar.12Þú skalt hafa þér vissan stað, fyrir utan herbúðirnar, þangað skaltú fara erinda þinna,13og þú skalt hafa lítinn spaða í tjörgum þínum og þegar þú vilt setja þig niður, skaltú grafa með honum, en þegar þú hefir lokið þér af, skaltú hylja saurindin.14Því Drottinn þinn Guð er á gangi um herbúðir þínar til að vernda þig og gefa óvini þína á þitt vald, þess vegna skulu herbúðir þínar vera heilagar, og ekkert vera að sjá óþokkalegt yðar á meðal, svo hann ekki fari í burtu frá ykkur.
15Þú skalt ekki selja þann þræl í hendur húsbónda sínum sem flúið hefur frá honum til þín,16hann skal setjast að hjá þér í þeim stað sem hann sjálfur velur sér, í einhvörjum þínum borgum, sem honum líst best á, og þú mátt ekkert illt leggja til hans.
17Engin af Ísraelsættum má vera skækja, og enginn af Ísraelssonum láta gjöra sér svívirðing.
18Þú skalt ekki bera skækjulaun né hundsverð inn í hús Drottins þíns Guðs, í því skyni að leysa þar með heiti nokkurt, því Drottinn hefir andstyggð á hvörutveggi.
19Þú skalt ekki okra af löndum þínum, hvörki á peningum, mat né öðrum hlutum þeim sem út má okra;20af útlendingum máttú okra, en ekki löndum þínum, svo að Drottinn þinn Guð blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur í því landi sem þú ert á leiðinni að eignast.21Þegar þú hefir gjört heiti nokkurt Drottni þínum Guði, þá lát ei verða drátt á að efna það, því að Drottinn þinn krefur þess af þér, og þú hefir af því synd;22en hafir þú öngu heitið, er þér engin synd;23en hvað sem kemur fram af vörum þínum, þá skaltu efna og svo gjöra sem þú hést Drottni Guði þínum með eigin munni og frjálsum vilja.
24Þá þú kemur í víngarð náunga þíns, þá máttu eta svo mörg vínber sem þú hefir lyst á, þar til þú ert mettur, en ei máttu safna þeim í ker þitt.25Ef þú gengur um kornakur náunga þíns, þá máttu plokka axin með hendinni, en ei máttu veifa sigðinni yfir kornakur hans.