1Fyrir þessa hluti skaltu ekki skammast þín og syndga ekki sakir manngreinarálits:2fyrir lögmálið og sáttmála hins æðsta (skaltu ei skammast þín) né fyrir það rétt, svo að þú fríkennir þann guðlausa;3fyrir málefni félaga og ferðamanna, fyrir afhendingu arfs til vina;4fyrir nákvæmni í mælir og vigt; fyrir mikinn eða lítinn feng,5fyrir ábata í kaupum og sölum, fyrir strangan barn aga, fyrir það að slá blóðugt bakið á vondum þræl;6ráðlegt er að innsigla fyrir vondri konu; og þar sem eru margar höndur skaltu læsa;7hvað sem þú lætur af hendi, (það sé) eftir tölu og vigt, og útlát og inntekt allt skriflegt!8(Skammast þín ekki) fyrir það, að umvanda við fávísa og heimska, og við gamlan mann, sem gefur sig í stríð við þá ungu—þá munt þú vissulega vera vel siðaður og bera úr býtum lof allra sem lifa.
9Dóttirin ollir föður sínum heimuglegrar næturvöku, og umhyggja fyrir henni rekur í burt svefninn: meðan hún er í æsku (óttast hann) að hún giftist of seint, og sé hún gift, að hún verði hötuð;10meðan hún er mey, að hún verði svívirt og gjörð þunguð í föðurgarði; þegar hún lifir með manni, að hún brjóti, og þó hún búi saman við hann, ali ekki börn.11Vaktaðu vandlega óskammfeilna dóttur, svo hún gjöri þig ekki að athlægi þinna dóttur, svo hún gjöri þig ekki að athlægi þinna óvina, að umtalsefni staðarins, og einkenndan meðal lýðsins, og sneyptan í mannfjöldanum.
12Lít á einkis manns fríðleika og sit ekki hjá konum.13Því úr klæðum kemur mölur, og frá konum, konu vonska.14Betri er vonska mannsins, en kona sem læst vera góð kona, sem leiðir í skömm til vansa.
15Eg vil minnast Drottins verka og kunngjöra það sem eg hefi séð! Fyrir orð Drottins eru hans verk (til orðin).16Sú ljómandi sól skín yfir allt, og hans sköpun er full af hans dýrð.17(Jafnvel) þeim heilögu veitti Drottinn ei það, að þeir gætu sagt frá öllum hans dásemdum, sem hann, sá alvoldugi Drottinn, hefir gjört fast, svo það gjörvalla fyrir hans dýrð staðfestist.18Undirdjúpið og hjartað rannsakar hann, og þeirra (mannanna) athæfi sér hann grannt.19Því Drottinn veit hvað allir vita, og skoðar aldarinnar teikn.20Hann kunngjörir það umliðna og ókomna, og opinberar spor þeirra huldu hluta. Engin hugsan fer framhjá honum, og ekkert orð felst fyrir honum.21Þeim miklu verkum sinnar speki hefir hann vel niðurskipað, og er ávallt (hinn sami) frá eilífð til eilífðar.22Hann er ekki orðinn meiri og ekki minni, og hefir aldrei þurft ráðgjafa.23Hvörsu elskuleg eru öll hans verk! og þó er að sjá, sem eitthvað af neista.24Allt þetta lifir og varir eilíflega, til hvörrar brúkunar sem vera skal, og allt er hlýðið.25Allt er tvennt, eitt öðru gagnvart, og ekkert líður undir lok, sem hann skóp.26Eitt staðfestir gagn hins annars.