Holofernes sendur í hernað.

1Og á átjánda ári, á 22rum degi þess fyrsta mánaðar var haldið tal (ráð) í húsi Nebúkadnesars Assýríumannakóngs, um það, að hann hefndi sín á öllum löndum, eins og hann hafði sagt.2Og hann kallaði alla sína þénara og alla sína maktarmenn, og meðdeildi þeim sitt heimuglegt ráð, og sagði frá allri vonsku þjóðanna með sínum eigin munni.3Og þeir lögðu á þann dóm, að menn skyldu afmá allt hold, hvörn þann sem ei hefði hlýðnast orðum hans munns.
4Og það skeði, þá Nebúkadnesar, kóngur Assýríumanna, hafði haldið sitt ráð, að hann kallaði fyrir sig Holofernes, æðsta hershöfðingja yfir hans her, sem gekk honum næst, og mælti við hann:5svo segir sá mikli konungur herra allrar jarðarinnar: sjá, þú skalt fara af stað af minni hendi, og taka með þér menn, sem traust hafa á sínum kröftum, fótlið hér um bil 120 þúsundir, og af hestum ásamt reiðmönnum, 12 þúsundir,6og þú skalt fara móti öllum þeim löndum, hér fyrir vestan, þar eð menn hlýðnuðust ei orði míns munns,7og þú skalt kunngjöra þeim, að þeir hafi til reiðu handa mér land og vatn; því eg mun (annars) leggja af stað, á móti þeim, í minni grimmd, og þekja andlit jarðarinnar með fótum míns hers, og gefa hinum sama þá að herfangi;8og þeirra særðu skulu fylla þeirra dali og læki, og sú, yfir bakka fljótandi á, skal af þeirra dauðu (líkum) uppfyllt verða;9og eg mun flytja þeirra fanga til jarðarinnar enda.10En þú skalt á undan fara og vinna undir mig öll þeirra héröð, að þeir gangi á þitt vald, og þú geymir mér þá til hegningarinnar dags.11En hlífðu ekki þeim þverbrotnu, heldur dreptu þá og rændu í öllu þínu landi (hvar sem þú kemur).12Því svo sannarlega sem eg lifi og veldi míns konungsdóms, þetta hefi eg talað, og þetta mun eg gjöra, með minni hendi.13En yfirtroð þú ekkert orð þíns herra, heldur framkvæm það vandlega, eins og eg hefi boðið þér, og tef ekki við að gjöra þetta.
14Þá gekk Holofernes út frá sínum herra, og heimti saman alla þá voldugu og hershöfðingjana, og yfirboða þess assýríska stríðshers,15og taldi einvala menn til hersins, eins og hans herra hafði honum boðið, hér um bil 120 þúsund, og 12 þúsundir reiðmanna, sem voru bogmenn.16Og hann niðurskipaði þeim, eins og siður er að niðurskipa miklum her.17Og hann tók úlfalda og asna og múla, fyrir þeirra farangur, mjög mikinn fjölda, og sauði og naut og geitfé, til að vista fyrir þá, svo ei kom tölu á,18og matvæli fyrir einn og sérhvörn ríkuglega, og gull og silfur úr kóngsins húsi næsta mikið.19Og svo lagði hann af stað með allan sinn her, til þess að vera á undan Nebúkadnesar kóngi, og til að þekja allt andlit jarðarinnar, mót aftni, með vögnum og reiðmönnum og einvala fótliði.20Líka fór með þeim mikill aukaskríll, líkt engisprettum og líkt sandi jarðar; því ekki varð tölu ákomið fyrir fjölda sakir.
21Og þeir fóru frá Ninive þrjár dagleiðir, (og komust) á völlinn Baiktilait, og settu herbúðir út yfir Baiktilait, í nánd við fjallið, sem er vinstramegin við efri Kilikíu.22Og hann tók allan sinn her, sitt fótlið og sína reiðmenn og sína vagna, og fór þaðan upp á fjallið.23Og hann eyðilagði Fúd og Lúd, og alla sonu Rassis og Ísmaelssyni, sem bjuggu suður í Killealandi fyrir framan eyðimörkina.24Og hann stefndi að Frat, og fór yfir Mesópotamíu, og niðurbraut allar borgir við ána Abron, allt út að sjó.25Og hann vann allt Kilikíuhérað, og fyrirfór öllum sem honum veittu mótstöðu, og komst allt að Jafetshéraði, sem liggur mót suðri, fyrir Arabíu.26Og hann fór um Midjansbarna(byggð) og brenndi þeirra tjöld og drap þeirra hjarðir.27Og hann fór í Damaskus (borgar)land, um hveitiuppskerutímann, og brenndi alla þeirra akra, og drap niður í strá þeirra hjarðir og naut, og eyddi þeirra land, og vann á öllum þeirra ungu mönnum með sverðseggjum.
28Og ótti fyrir honum og skelfing kom yfir þá sem bjuggu við sjóinn, þá í Sídon og Týrus og þá í Sur og Okina, og alla þá sem áttu heima í Jemnaan; og innbyggjararnir í Asot og Askalon urðu mjög hræddir við hann.

V. 7. Land og vatn. Að gefa jörð og vatn úr sínu landi, skyldi þýða undirgefni undir þann er við þessu tók.