Um þá miklu forlíkunarhátíð.

1Ennframar talaði Drottinn þannig við Móses eftir dauða tveggja Arons sona, sem dóu þá þeir nálægðu sig augliti Drottins.2Drottinn sagði: seg þú Aron bróður þínum, að hann megi ekki á hvörjum helst tíma ganga inn í helgidóminn, inn fyrir fortjaldið fram fyrir lokið (náðarstólinn), sem er yfir örkinni, að hann ekki skuli deyja, því í skýinu, sem er yfir arkarlokinu mun eg birtast.3Þegar Aron kemur inn í helgidóminn, skal hann framkoma með ungneyti til syndafórnar og hrút til brennifórnar.4Hann skal einungis ífæra sig þeim helga serki og línbrókunum yfir bert hörund og girða sig línbeltinu og vefja prestadúknum um höfuð sitt. Þetta eru hin helgu klæði; en áður en hann færir sig í þau, skal hann lauga sinn líkama í vatni;5og af Ísraelsbarna söfnuði skal hann taka á móti tveimur kjarnhöfrum til syndafórnar og einum hrút til brennifórnar.6Þar á eftir skal Aron framleiða sína eigin syndafórn, ungneytið, og forlíka fyrir sig og sitt hús;7og síðan skal hann taka þá tvo kjarnhafra og leiða þá fram fyrir Drottin, fyrir dyr samkundutjaldbúðarinnar,8og kasta hlutkesti um báða hafrana, öðru fyrir Drottin en öðru fyrir Asasel.9Síðan skal Aron framleiða þann kjarnhafurinn á hvörn hlutur Drottins féll, og fara með hann sem syndafórn;10en hinn hafurinn, sem hlotnaðist Asasel, skal hann leiða lifandi fram fyrir Drottin, svo hann gjöri forlíkun með honum og sendi hann burt til Asasels í eyðimörkina.11Síðan skal Aron framleiða uxann, syndafórn sjálfs síns, og forlíka fyrir sig og hús sitt, og slátra uxanum, syndafórn sjálfs síns.12Þar eftir skal hann taka fullt glóðarker með glóandi kolum frá altarinu, sem stendur fyrir Drottins augsýn, og knefa sína fulla með smámulið ilmandi reykelsi og fara með það inn fyrir fortjaldið,13láta reykelsið á eldinn fyrir augliti Drottins, svo að ský reykelsisins hylji arkarlokið, sem er yfir lögmálsörkinni, svo að hann ekki deyi,14og hann skal taka nokkuð af uxans blóði, og stökkva því með fingri sínum yfir arkarlokið gegn austri, sjö sinnum skal hann stökkva blóðinu af fingri sínum fyrir framan arkarlokið.15Þar eftir skal hann slátra hafrinum sem er syndafórn fyrir fólkið, og bera blóð hans inn fyrir fortjaldið og fara með það á sama hátt, eins og hann fór með blóð uxans, stökkva því yfir arkarlokið og fyrir framan það;16og þannig skal hann hreinsa helgidóminn frá Ísraelsbarna saurugleika, frá þeirra yfirtroðslum og allri þeirra synd; og sama skal hann gjöra við samkundutjaldbúðina, sem stendur meðal þeirra mitt í þeirra óhreinleika.17Enginn maður má vera í samkundutjaldbúðinni frá því æðsti presturinn, gengur þar inn, til þess að hreinsa helgidóminn, þangað til hann fer þaðan út aftur—og hann skal gjöra forlíkun fyrir sjálfan sig, sitt hús og allan Ísraelssöfnuð.18Þar eftir skal hann ganga út til þess altaris, sem stendur fyrir augliti Drottins og hreinsa það; hann skal taka nokkuð af blóði uxans og blóði hafursins og rjóða á horn altarisins umhverfis,19og 7 sinnum stökkva blóðinu af fingri sínum yfir það, og hreinsa það af Ísraelsbarna saurugleika, og helga það.
20Þegar Aron hefir fullkomnað forlíkunargjörð helgidómsins, samkundutjaldbúðarinnar og altarisins, þá skal hann framleiða þann lifandi kjarnhafur,21leggja báðar sínar hendur á hans höfuð og meðkenna yfir honum alla Ísraelsbarna misgjörninga, yfirtroðslur og syndir og leggja þær á höfuð kjarnhafursins, og senda hann burt í eyðimörku með manni, sem þar til er ferðbúinn,22svo hafurinn burtberi á sjálfum sér alla þeirra misgjörninga til ávaxtalauss lands, og í eyðimörkinni skal maðurinn sleppa hafrinum.23Að því búnu skal Aron fara inn í samkundutjaldbúðina og afklæða sig línklæðunum, sem hann fór í þegar hann gekk inn í helgidóminn, og skilja þau þar eftir.24Síðan skal hann lauga líkama sinn í vatni á helgum stað, færa sig í sín eigin klæði og ganga svo út og fórnfæra sjálfs síns brennifórn, og fólksins brennifórn, og forlíka þannig fyrir sig og fólkið.25Það feita af brennifórninni skal hann upptendra á altarinu.
26Sá sem fór burt með hafurinn til Asasels, skal þvo klæði sín og lauga líkama sinn í vatni, en að því búnu má hann koma inn í herbúðirnar.
27Syndafórnaruxann og syndafórnarhafurinn, hvörra blóð var innborið í helgidóminn til forlíkunar, skulu menn bera út fyrir herbúðirnar og brenna þar skinn þeirra, kjöt og saur;28en sá sem það brennir skal þvo sín klæði og lauga líkama sinn í vatni, að því gjörðu má hann koma inn í herbúðirnar.
29Það skal vera yður eilíf skikkan: að þér á 10da degi þess sjöunda mánaðar auðmýkið yður og enga vinnu vinnið, hvörki sá innlendi, né sá útlendi sem er sem framandi, á meðal yðar;30því á þessum degi skal presturinn gjöra forlíkun fyrir yður; af öllum yðar syndum skuluð þér hreinir vera fyrir Drottins augliti.31Þessi dagur skal vera yður (inn hátíðlegasti) hvíldardagur, og á honum skuluð þér auðmýkja yðar sálir.—Þetta skal vera eilíf skikkan.
32Sá prestur skal gjöra forlíkunina, sem smurður hefir verið og vígður til prests í föður síns stað, og skal hann þá færa sig í línklæðin, þann helga skrúða,33og hann skal gjöra forlíkun fyrir hið allrahelgasta, samkundutjaldbúðina og altarið, sömuleiðis forlíka fyrir prestana og allt fólkið safnaðarins.34Það skal vera yður ein eilíf skikkan, að Ísraelsbörn einu sinni á ári hvörju hreinsist frá öllum þeirra syndum. Og Móses gjörði eins og Drottinn hafði boðið honum.

V. 1. Sbr. Kap. 10,1.2. V. 2. Það fortjald sem hér talast um er það sem var á milli þess helgasta og allrahelgasta. Sjá kap. 4, v. 6. skýrgr. V. 4. Þetta er allra presta siðvanlegi skrúði (sjá 2 Mós. 28,40–43), en ekki æðsta prestsins hátíðaskrúði; því á þeirri stóru forlíkunarhátíð áttu menn að koma með auðmýkt fyrir Guð. V. 8. Asasel, sumir halda hér með meinist djöfullinn, honum skuli allar syndir framvegis tilheyra; aðrir að hér með meinist einhvör eyðimörk. V. 12. Nefnil. frá brennifórnaaltarinu, á hvörju eldurinn mátti hvörki nótt né dag slökkna. V. 13. Sjá 2 Mós. 25,10–22. 40,20.21. V. 16. Sjá skgr. við kap. 8. v. 10. Musterið varð að hreinsast til að verða hæfilegur bústaður fyrir Guð, nálægt hvörjum ekkert saurugt má koma. V. 17. Hér er meint til reykelsisaltarisins sem stóð inn í því helgasta. Sjá kap. 4,18. skgr. V. 24. Í sín eigin klæði, þ. e. sinn æðsta prests skrúða. V. 29. Sá 7di mánuður kallaðist tísrí, svarar til seinni parts septbr og fyrra parts októbr. Þessi mánuður var sá 7di í kirkjuári Gyðinga, en sá fyrsti í því borgaralega ári, eftir sem menn halda. V. 32. Æðsti presturinn. Hebr. 9.