Fyrirheit Drottins. Frá kynþætti Mósis.

1Drottinn sagði við Móses: þú skalt nú sjá, hvað eg vil gjöra faraó; því fyrir voldugri hendi skal hann þá lausa láta, fyrir voldugri hendi skal hann keyra þá burt úr landi sínu.
2Guð talaði til Móses, og sagði til hans: eg em Drottinn!3eg vitraðist Abraham, Ísaak og Jakob, sem almáttugur Guð; en mitt nafn „Hann sem verður (það sem hann er)“ var þeim ekki kunnugt.4Eg gjörði við þá þann sáttmála, að gefa þeim Kanaansland, það útlegðarland, í hvörju þeir voru sem útlendir.5Eg hefi og heyrt kveinstafi Ísraelsmanna, sem Egyptar hafa að þrælum gjört, og eg hefi minnst míns sáttmála.6Þar fyrir seg Ísraelsmönnum: eg em Drottinn, eg vil færa yður undan ánauðaroki egypskra, og þrífa yður úr þeirra þrældómi, og frelsa yður með útréttum armlegg og stórum refsidómum.7Eg vil velja yður fyrir mitt fólk, og vera yðar Guð, og þér skuluð reyna, að eg em Drottinn, yðar Guð, sem færi yður undan ánauð egypskra.8Eg vil leiða yður inn í það land, sem eg sór að gefa Abraham, Ísaak og Jakob; það land vil eg gefa yður til eignar; eg em Drottinn!9Móses sagði Ísraelsmönnum þetta, en þeir sinntu honum ekki sökum hugarangurs og vegna þess stranga þrældóms.
10Þá talaði Drottinn við Móses, og sagði:11gakk á tal við faraó, Egyptalands konung, og bið hann leyfa Ísraelsmönnum burt úr landi sínu.12Móses svaraði Drottni, og sagði: sjá! Ísraelsmenn vilja ei gefa gaum að orðum mínum, hvörsu mun þá faraó skipast við þau, þar sem eg er maður málstaður!13Þá talaði Drottinn við Móses og Aron, og fékk þeim þann boðskap til Ísraelsmanna og faraós, Egyptalands konungs, að útleiða Ísraelsmenn af Egyptalandi.
14Þessir eru ættfeður þeirra: synir Rúbens, er var frumgetinn sonur Ísraels, voru þeir Hanok Palú, Hesron og Karmí; Það er kynslóð Rúbens.15Synir Símeons voru þeir Jemúel, Jamín, Óhað, Jakín, Sóhar og Sál, sem var sonur kanverskrar konu; þetta er kynslóð Símeons.16Þessi eru nöfn Levísona með sínum kynþáttum: Gerson, Kahat og Merarí; varð Leví 137 ára að aldri,17Synir Gersons voru þeir Libni og Símeí með sinni kynslóð.18Synir Kahats voru þeir Amram, Jesehar, Hebron og Ússíel; varð Kahat 133 ára gamall.19Synir Merarís voru þeir Maheli og Músí; þetta er Leví kynslóð með sínum ættleggjum.20Amram fékk Jókebeðar, föðursystur sinnar, og átti hún við honum þá Aron og Mósis; varð Amram að aldri 137 ára.21Synir Jesehars voru þeir Kóra, Nefeg og Sikrí.22Synir Ússíels voru þeir Mísael, Elsafan og Sitrí.23Aron fékk Elisebu, dóttur Amínadabs, systur Nahasons, og átti hún við honum þá Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar.24Synir Kóru voru þeir Assír, Elkana og Abíasaff; það er kynslóð Kórunga.25Eleasar, sonur Arons, kvongaðist og fékk einnar af dætrum Pútíels, og átti við henni Pínehas. Þetta eru ættfeður Levítanna og þeirra kynþættir.
26Það er þessi Aron og Móses, hvörjum Drottinn bauð: leiðið Ísraelsmenn út af Egyptalandi með öllu liði þeirra;27það voru þeir, sem komu orði á við faraó, Egyptalandskonung, að færa Ísraelsmenn út af Egyptalandi, þessi Móses og Aron.28Og þann tíma er Drottinn átti tal við Móses í Egyptalandi,29talaði hann til hans þessum orðum: eg em Drottinn! seg faraó, Egyptalands konungi, allt hvað eg hefi boðið þér.30Móses svaraði, þar sem hann stóð frammi fyrir Drottni: sjá! eg er maður málstaður; hvörsu má faraó þá skipast við orð mín?