Lynghænsn. Himnabrauð.

1Síðan fór öll alþýða Ísraelsmanna frá Elím, og komu til eyðimerkurinnar Sín, sem liggur milli Elíms og Sínaí; það var á fimmtánda degi hins annars mánaðar, eftir það þeir höfðu farið út af Egyptalandi.2En öll alþýða Ísraelsmanna möglaði gegn Móses og Aroni í eyðimörkinni,3sögðu Ísraelsmenn til þeirra: betra hefði verið, að vér hefðum dáið fyrir hönd Drottins í Egyptalandi, þá vér sátum við kjötkatlana, og átum oss sadda af brauði; því þið hafið farið með oss út á þessa eyðimörk til þess að láta allan þenna mannfjölda deyja af hungri.4Þá mælti Drottinn við Móses: sjá! eg vil láta rigna brauði af himni til yðar, og skal fólkið fara út, og safna hvörn dag svo miklu sem þarf þann daginn, svo eg reyni, hvört það vill breyta eftir mínum lögum, eða ekki.5En á hinum 6ta degi skulu þeir svo til haga, að það sem þeir koma þá heim með, skal vera tvöfalt við það sem þeir annars safna daglega.6Þá sagði Móses og Aron til allra Ísraelsmanna: í kvöld skuluð þér viðurkenna, að Drottinn hefir útleitt yður af Egyptalandi,7og á morgun skuluð þér sjá dýrðina Drottins, þar hann hefir heyrt yðar mögl móti Drottni; því hvað erum við, að þér möglið gegn okkur?8Og enn fremur sagði Móses: í kvöld gefur Drottinn yður kjöt að eta, og brauð til saðnings á morgun, því Drottinn hefir heyrt yðar mögl í gegn honum; því hvað erum við? Þér möglið ekki gegn okkur, heldur gegn Drottni!9Og Móses sagði til Arons: seg til allrar alþýðu Ísraelsmanna: gangið nær í augsýn Drottins! því hann hefir heyrt yðar möglanir.10Og sem Aron talaði þetta til allrar alþýðu Ísraelsmanna, þá sneru þeir sér í móti eyðimörkinni, og sjá! dýrðin Drottins birtist í skýinu.
11Drottinn talaði til Mósis, og sagði:12eg hefi heyrt möglanir Ísraelsmanna; tala til þeirra, og seg: í kvöld eftir sólsetur skuluð þér fá kjöt að eta, og á morgun skuluð þér fá saðning yðar af brauði, og þér skuluð viðurkenna, að eg em Drottinn, yðar Guð.13Um kvöldið komu lynghænur og huldu herbúðirnar; en um morguninn var döggfall allt umhverfis herbúðirnar.14En þegar upphóf döggina, þá sást þunn skurn yfir eyðimörkina, þvílíkast sem héla á jörðu.15Þegar Ísraelsmenn sáu þetta, sagði hvör til annars: þetta er manna; því þeir vissu ekki, hvað það var. Þá sagði Móses til þeirra: þetta er það brauð, sem Drottinn hefir gefið yður til fæðslu;16en sú er skipun Drottins, að þér safnið því, eftir því sem hvör þarf að eta, og takið eitt gómer á mann, eftir fólksfjölda þeim, sem hvör hefir í tjaldi sínu.17Ísraelsmenn gjörðu svo, og söfnuðu sumir meira, sumir minna;18en þá það var mælt í gómer, hafði sá ekkert afgangs, sem meira hafði safnað, og þann skorti ekki, sem minna fékk, heldur hafði hvör safnað, eftir því sem hann þurfti sér til fæðslu.19Móses sagði til þeirra: enginn má leifa neitt af því til morguns.20En þeir hlýddu ekki Móses, heldur leifðu sumir nokkuð af því til morgunmálsins; en þá kviknuðu maðkar í því, svo það skemmdist; og varð Móses þá reiður við þá.21Þeir söfnuðu því þá hvörn morgun, eftir því sem hvör þurfti sér til fæðslu; en þegar sólin skein heitt, þá bráðnaði það.22En á 6ta deginum söfnuðu þeir tvöfalt meira af brauði, tvö gómer í staðinn fyrir eitt; komu þá forstjórar lýðsins til Móses, og sögðu honum frá.23Hann sagði þá til þeirra: þetta er það sem Drottinn sagði: á morgun er hvíldardagur, heilagur hvíldardagur Drottins; bakið það sem þér viljið baka, og sjóðið það sem þér viljið sjóða, en það sem afgengur, getið þér lagt fyrir og geymt til morguns.24Þeir lögðu það þá fyrir til næsta morguns, eins og Móses bauð, og skemmdist það þá ekki, né maðkaði.25Þá sagði Móses: í dag skuluð þér eta það, því í dag er hvíldardagur Drottins; og í dag finnið þér það ekki á mörkinni.26Sex daga skuluð þér safna því, en á sjöunda deginum, sem er hvíldardagur, skal það ekki finnast.27Sjöunda daginn gengu nokkrir af fólkinu út til að safna, en fundu ekkert.28Þá sagði Drottinn við Móses: hvörsu lengi tregðist þér við að varðveita mín boðorð og mín lög?29Lítið á! vegna þess að Drottinn hefir gefið yður hvíldardaginn, þess vegna gefur hann yður tveggja daga fæðslu á þeim sjötta degi; veri því hvör maður kyrr heima og fari ekki að heiman á sjöunda deginum!30Svo hvíldi fólkið á þeim sjöunda degi.
31Ísraelsmenn kölluðu þetta brauð manna; það líktist kóríanderfræi, var hvítt og bragðaði sem hunangskaka.32Og Móses sagði: þetta er það sem Drottinn hefir boðið: fyllið eitt gómer þar af, til að geyma það til yðar eftirkomenda, svo þeir sjái það brauð, sem eg gaf yður að eta í eyðimörkinni, þá eg leiddi yður út af Egyptalandi.33Þá sagði Móses til Arons: tak eitt ker, og lát það niður frammi fyrir Drottni, til að varðveitast handa yðar eftirkomendum.34Aron lagði það niður fyrir framan lögmálstöflurnar, til þess að það væri þar geymt, eftir því sem Drottinn hafði boðið Móses.35En Ísraelsmenn átu manna í 40 ár, þangað til þeir komu til byggða; þeir átu manna, þar til þeir komu til landamerkja Kanaanslands.36Gómer er tíundi partur af effa.