Skyldur við drottna; stöðuglyndi í bæn, forsjálni í ræðu og umgengni; Tykikus og Önesímus eiga að segja, hvörnig Páli líði; heilsanir; bréfið á að lesast af þeim í Laódíseu. Arkippus áminnist. Góðar óskir.

1Þér drottnarar! veitið þrælunum það, sem rétt er og sanngjarnlegt, og munið til þess, að þér eigið og Drottinn á himni.
2Verið stöðugir í bæninni og kostgæfnir með þakkargjörð.3Biðjið jafnframt fyrir oss, að Guð greiði veg vorri kenningu, svo vér kennt getum Krists hulda lærdóm, fyrir hvörs sakir eg em nú bundinn,4að eg megi kunngjöra hann, eins og mér byrjar að tala.5Umgangist víslega þá, sem fyrir utan söfnuðinn eru, og gefið nákvæmlega gætur að tíðarinnar ásigkomulagi.6Yðar ræða sé ætíð ljúfleg og salti krydduð, svo að þér vitið, hvörnig þér skuluð sérhvörjum andsvara.
7Vor elskulegur bróðir Tykíkus, trúr þénari Krists og minn samþjón, mun láta yður vita allt um mig.8Eg sendi hann til yðar einmitt til þess, að eg fái frétt af yður, og til þess hann huggi yðar hjörtu,9og ásamt með honum Onesímus, trúan og elskulegan bróður, landa yðar; þeir segja yður allar fréttir héðan.
10Yður heilsar Aristarkus, minn sambandingi, og Markús frændi Barnabasar, um hvörn þér hafið boðorð fengið. Ef hann kemur til yðar, þá veitið honum góða móttöku.11Sömuleiðis heilsar yður Jesús, að viðurnefni Jústus. Þessir eru umskornir og þeir einustu sem hafa verið mínir meðhjálparar í Guðs ríkis útbreiðslu og mér til mikillrar huggunar.12Enn framar heilsar yður Epafras, Krists þjón og landi yðar. Hann stríðir sífelldlega fyrir yður með bænum, að þér megið stöðugir standa, algjörðir og fullkomnir í öllu því, sem Guðs vilji er.13Því þann vitnisburð gef eg honum, að honum sé mjög annt um yður og þá, sem búa í Laódiseu og Híerópólis.14Læknirinn Lúkas, vor elskanlegur, heilsar yður, og Demas.
15Heilsið þér bræðrunum í Laódíseu, Nymfasi og söfnuðinum, sem kemur saman í húsi hans.16Þegar þér eruð búnir að lesa bréf mitt til yðar, þá látið líka lesa það í söfnuðinum í Laódiseu; lesið þér og bréfið frá Laódíseu.17Segið Arkippusi: gættú þjónustu Drottins, sem þú hefir tekið við, að þú gjörir henni fullnustu.
18Kveðjan er skrifuð með minni, Páls, eigin hendi. Minnist fjötra minna! Náð sé með yður.

V. 2. Lúk. 18,1. Róm. 12,12. V. 3. Ef. 6,19. 1 Tess. 5,25. 2 Tess. 3,1. Hebr. 13,18. 1 Kor. 2,12. 1 Kor. 4,1. V. 4. Tít. 1,5. V. 5. Ef. 5,15. 1 Tess. 4,12. Ef. 4,16. V. 6. Ef. 4,29. Kól. 3,16. Mark. 9,50. V. 7. Ef. 6,21. fl. V. 9. Filem. v. 10. V. 10. Filem. v. 24. Post. gb. 19,29. 15,37.39. 2 Tím. 4,11. V. 11. Post. gb. 11,2. V. 12. Kap. 1,7. Róm. 15,30. V. 13. Róm. 10,2. V. 14. Líklegast sami, sem guðspjallamaðurinn Lúkas. 2 Tím. 4,10.11. Filem. v. 24. V. 15. Róm. 16,5. V. 17. Fílem. v. 2. V. 18. 1 Kor. 16,21. Hebr. 13,3. 1 Tím. 6,21.