Um vígslu prestanna og helgidómsins.

1Eftir þetta talaði Drottinn við Móses og sagði:2Tak Aron og sonu hans með honum, klæðin og vígsluviðsmjörið, syndafórnaruxann, báða hrútana og körfuna með ósýrðu brauðunum,3og samansafnaðu öllum söfnuðinum að dyrum samkundutjaldbúðarinnar.4Móses gjörði eins og Drottinn hafði skipað honum; samankallaði söfnuðinn að dyrum samkundutjaldbúðarinnar,5og sagði: þetta er það sem Drottinn hefir skipað mér að gjöra.6Síðan framleiddi Móses Aron og sonu hans, þvoði þá í vatni og7færði hann í serkinn, girti hann beltinu og færði hann í hökulkyrtilinn, lagði yfir hann hökulinn og girti hann þeim rósum ofna hökullinda, og skrýddi hann þannig.8Þar á festi hann brjóstskjöldinn, og lét í hann „ljósið og sannleikann“;9vafði ennisdúknum um höfuð hans, og setti gullspöngina, það helga merki, framan á, allt eins og Drottinn hafði boðið honum.10Síðan tók Móses vígsluviðsmjörið og smurði með því tjaldbúðina og allt það sem í henni var, og vígði það allt,11og stökkti af því sjö sinnum á altarið, og smurði altarið og öll þess verkfæri, þvottakerið og stétt þess, til að helga það.12Sömuleiðis hellti hann vígsluviðsmjörinu yfir höfuð Arons og smurði hann, svo að hann helgaði hann.13Þar eftir framleiddi Móses syni Arons, færði þá í serkina og girti þá beltum, og batt á þá höfuðdúkana, eins og Drottinn hafði boðið honum.14Að þessu búnu framleiddi hann uxann, sem til syndafórnar var ætlaður og Aron og synir hans lögðu hendur sínar á höfuð syndafórnaruxans;15en Móses slátraði honum, tók blóðið og rjóðaði því með fingri sínum á horn altarisins allt í kring, og hreinsaði þar með altarið frá synd, en því sem eftir var af blóðinu hellti hann við fót altarisins, og helgaði altarið, svo að forlíkun mætti gjöra á því.16Síðan tók Móses mörinn sem innyflin eru vafin í, stærra lifrarblaðið, bæði nýrun og nýrmörinn, og upptendraði það á altarinu;17en uxann sjálfan, bæði skinn hans, kjötið og saurinn, brenndi Móses í eldi fyrir utan herbúðirnar, eins og Drottinn hafði boðið honum.18Þar á eftir framleiddi Móses brennifórnarhrútinn, og Aron og synir hans lögðu hendur sínar á höfuð hans;19Móses slátraði honum og stökkti blóðinu allt í kring á altarið,20hlutaði þar eftir hrútinn sundur í parta og gjörði upptendran af höfðinu, stykkjunum og mörnum;21en innyflin og fæturnar þvoði hann í vatni og brenndi síðan allan hrútinn sem upptendran á altarinu, brennifórn til sætleiksilms, eldfórn Drottni til dýrðar, eins og Drottinn hafði boðið Móses.22Að þessu búnu framleiddi Móses hinn hrútinn, nefnilega vígsluhrútinn, og þá Aron og synir hans höfðu lagt hendur á höfuð hans,23slátraði hann honum, tók nokkuð af blóðinu, og rjóðaði þar með Arons hægra eyrnasnepil, þumalfingurinn á hans hægri hendi og þumaltána á hans hægra fæti.24Þar á eftir framleiddi Móses syni Arons og rjóðaði blóðinu á hægra eyrnasnepil þeirra og þumalfingur þeirra og þumaltær hægramegin, en því sem eftir var af blóðinu stökkti hann allt í kring á altarið.25Síðan tók hann fituna, nefnilega: rófuna, mörinn sem innyflin eru vafin í, stærra lifrarblaðið, bæði nýrun og nýrmörinn og hægra bóginn;26sömuleiðis tók hann úr körfu hinna ósýrðu brauðanna, sem stóð fyrir augliti Drottins, eina ósýrða köku, og eina viðsmjörsbrauðköku og einn leif og lagði það ofan á feitina og hægra bóginn, og27og lagði það allt í lófa Arons og sona hans, og veifaði því sem veifingarfórn fyrir Drottni.28Síðan tók Móses við því aftur úr höndum þeirra og upptendraði það á altarinu ásamt með brennifórninni. Þetta var vígslufórn til sætleiksilms, eldfórn fyrir Drottin.29Þar eftir tók Móses bringuna, veifaði henni sem veifingarfórn fyrir Drottni. Af vígsluhrútnum fékk Móses hana í sinn hluta, því svo hafði Drottinn boðið honum.30Þar næst tók Móses nokkuð af smurningarviðsmjörinu og blóðinu sem var á altarinu og stökkti því á Aron og klæði hans, sömuleiðis á syni hans og þeirra klæði, og helgaði þannig Aron og hans klæði og syni hans og þeirra klæði.
31Þar eftir sagði Móses til Aron og sona hans: matreiðið þér kjötið fyrir utan dyr samkundutjaldbúðarinnar og etið það þar, með því brauði sem er í vígslufórnakörfunni; eins og eg bauð, þegar eg sagði: Aron og synir hans skulu það eta;32en það sem eftir verður af kjötinu og brauðinu skuluð þér brenna í eldi.33Í sjö daga skuluð þér ekki ganga út úr dyrum samkundutjaldbúðarinnar, ekki fyrr en yðar vígsludagar eru á enda, því í sjö daga munu menn fylla yðar hendur (með fórnum).34En eins og menn gjört hafa á þessum degi, því sama hefir Drottinn boðið að menn skuli fara fram (á hinum), yður til forlíkunar.35Í sjö daga skuluð þér halda kyrru fyrir hjá dyrum samkundutjaldbúðarinnar, bæði dag og nótt, og halda vörð hjá Drottni, svo þér deyið ei, því svo er mér boðið.36Og Aron og synir hans gjörðu það allt, sem Drottinn hafði látið Móses bjóða þeim.

V. 5. Það var það sem Drottinn skipaði Móses: Að skrýða prestana og vígja þá og musterið. Um allt þetta sbr. 2 Mós. kap. 28da til 30ta. V. 10. Vegna þess musterið og allt það sem í því var stóð á meðal syndugra manna (4 Mós. 2,2) varð það að hreinsast af því syndakámi sem við það loddi áður en nokkur Guðs dýrkun þar framfór, þar fyrir vígt. Sömuleiðis brennifórnaraltarið (sjá 2 Mós. 27,1. ff.) sem stóð fyrir framan samkundutjaldbúðardyrnar, áður en nokkur fórn mátti þar á leggjast. V. 33. Þar eð prestarnir máttu hvörki sitja né sofa í samkundutjaldbúðinni sjálfri en enginn má missa hvíld og svefn í heila viku þá er það auðskilið að hér er meint: að prestarnir máttu ekki vígsluvikuna ganga út fyrir forgarða samkundutjaldbúðarinnar (sbr. 2 Mós. 27,9. ff.) sem reiknast með samkundutjaldbúðinni. Þannig er oft sagt í N. t. Að Kristur hafi kennt í musterinu, þ. e. forgörðum þess, því engir máttu inn í musterið koma nema prestarnir.