Nahúm lýsir Guðs réttlæti og miskunnsemi; spáir eyðileggingu Niniveborgar, og afdrifum Senakeribs.

1Spádómur um Ninive. Spádómsbók Nahúms frá Elkos.
2Drottinn er vandlætandi og hegnandi Guð; hegningarsamur er Drottinn, og voldugur í sinni reiði; refsingarsamur er Drottinn við mótstöðumenn sína og langrækur við óvini sína.3Drottinn er þolinmóður; en hann er mikill að krafti, og lætur ekki óhegnt misgjörðanna. Hann er sá Drottinn, hvörs vegur er í fellibyljum og stormviðri, og skýin eru hans fótaryk.4Hann hastar á sjóinn og gjörir hann þurran, og uppþurrkar öll fljót: þá fölnar Basan og Karmel, þá fölna öll blóm á Líbanon.5Fjöllin skjálfa fyrir honum, og hálsarnir bráðna; jörðin hristist fyrir hans augliti, veraldarkringlan og allir sem á henni búa.6Hvör má standast hans reiði? hvör getur af borið hans brennandi heift? Hans bræði fossar út, eins og eldur, og björgin bresta sundur fyrir honum.7Góður er Drottinn til athvarfs á degi neyðarinnar, og hann þekkir þá sem treysta honum.
8En með yfirgeysandi vatnsflóði mun hann gjörsamlega afmá stöðvar hennar (Niniveborgar), og myrkur mun ofsækja óvini hans.9Hvað viljið þér til bragðs taka móti Drottni? Hann eyðileggur, svo af tekur: áfellið þarf ekki að koma tvisvar.10Þó þeir séu samflæktir, sem þyrnar, og svo vökvafullir, sem þeir geta orðið, skulu þeir þó verða með öllu uppbrenndir, sem þurrir hálmleggir.
11Frá þér útgekk vondur ráðgjafi a), sem hafði illt í huga gegn Drottni.12En Drottinn sagði svo: þó þeir komi með öllum sínum styrk og mannfjölda, þá skulu þeir allt að einu gjöreyddir verða, og hann (Senakerib) frá hverfa. Eg hefi auðmýkt þig (Jerúsalemsborg!), og vil ekki auðmýkja þig meir en komið er;13heldur vil eg bráðum brjóta af þér hans ok, og sundurslíta þín bönd.14En um þig (Senakerib!) er Drottins atkvæði þetta: „þitt nafn skal ekki framar uppi vera; eg vil eyðileggja skurðgoðið í þínu goðahúsi, og gjöra hið steypta líkneski að gröf þinni b), því þú hefir gjört þig fyrirlitlegan“.

V. 11. a. Nabsak, ráðgjafi Senakeribs, sjá 2 Kóng. 18,13–37. Es. 36. V. 14. b. 2 Kóng. 19,37. Es. 37,38.