Ströffunardómar Guðs yfir Gyðingum eiga að þéna öðrum til aðvörunar; kristnum sæmir ekki að sitja að blótsveislum; eiga jafnvel að halda sér frá leyfilegum hlutum; t. d: leifum skurðgoðafórna, til ekki að hneyksla aðra.

1Ekki vil eg dylja fyrir yður, bræður! að feður vorir vóru allir undir skýinu, og að þeir allir fóru yfir um hafið,2voru til fylgdar við Móses, allir skírðir í skýinu og hafinu,3neyttu allir þeirrar sömu andlegu fæðu og drukku allir sama andlega drykk,4því þeir drukku af þeirri andlegu hellu, sem þeim fylgdi; en þessi hella var Kristur.5Samt voru fæstir af þeim Guði þóknanlegir, þess vegna féllu þeir í eyðimörkinni.6Þetta er skeð oss til aðvörunar, svo að vér girnumst ekki hið vonda eins og þeir girntust.7Verið ekki skurðgoðadýrkarar eins og nokkrir af þeim voru, því skrifað er: þeir settust niður að eta og drekka og stóðu upp til leika.8Hórist ekki eins og nokkrir þeirra; þar fyrir dóu 23 þúsundir á einum degi.9Freistið ekki heldur Krists, eins og sumir af þeim gjörðu og fyrirfórust af höggormabiti.10Möglið ekki eins og nokkrir þeirra mögluðu, hvörjum og fordjarfarinn fyrirfór.11Allt þetta kom yfir þá þeim til bendingar og er ritað oss til viðvörunar, yfir hvörja endir aldanna er kominn.12Sá, sem þykist standa, gæti að sér að hann ekki falli.13Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistni; en Guð er trúr, er ekki mun láta yður rata í freistni framyfir megn, heldur gjöra þann endir á, að þér getið staðist hana.
14Forðist þar fyrir skurðgoðadýrkun, mínir elskanlegir!15Eg tala til yðar svo sem hygginna manna, rannsakið þér orð mín,16sá blessunarkaleikur, hvörn vér blessum, er hann ekki hluttekning Krists blóðs? og brauðið, sem vér brjótum, er það ekki hluttekning Krists líkama?17Fyrst það er eitt brauð, svo erum vér allir einn líkami, því vér erum allir hluttakandi í þessu eina brauði.18Lítið til þeirra, sem Gyðingar eru eftir holdinu; koma þeir, sem fórnirnar eta, ekki í samfélag við altarið?19Hvað segi eg? að skurðgoð sé nokkuð? eður það, sem því er offrað, nokkuð?20en því, sem heiðingjarnir fórnfæra, því fórnfæra þeir samt djöflum, ekki Guði; en eg vil ekki að þér hafið samnautn með djöflunum.21Ekki getið þér undireins drukkið kaleik Herrans og djöflanna kaleik, eður undireins verið hans borðgestir og þeirra.22Eður skulum vér reita Drottin til reiði? munum vér vera máttugri en hann?
23Allt er leyfilegt; en allt gagnar samt ekki. Allt er leyfilegt ; en allt er samt ekki til uppbyggingar.24Enginn leiti síns gagns, heldur annarra.25Etið allt það, sem á torginu selst og spyrjið ekkert um það fyrir samviskunnar sakir,26því Drottni tilheyrir jörðin og allt, sem á henni er.27Ef einhvör, sem ekki er kristinn býður yður og þér viljið fara, þá etið allt, sem fyrir yður verður sett og rannsakið það ekki fyrir samviskunnar sakir.28En ef einhvör segir til yðar : þetta eru skurðgoðafórnir, þá etið ekki fyrir þess manns sakir, sem aðvaraði yður og samviskunnar vegna.29Eg segi samviskunnar vegna, ekki yðar eigin heldur hins ; því hvar fyrir skal mitt frelsi dæmast eftir annars manns samvisku ?30Ef eg neyti fæðunnar með þakklæti, því er mér hallmælt fyrir það, er eg gjöri Guði þakkir fyrir ?31Hvört heldur þér etið, eður drekkið, eður hvað helst þér gjörið, gjörið það allt Guði til dýrðar.32Gefið engum hvörki Gyðingi né Grikkja, né Guðs söfnuði, nokkra orsök til ásteytingar,33líka sem eg leitast við að þóknast öllum í öllu og leita ekki míns hagnaðar, heldur margra, svo að þeir hólpnir verði. Breytið eftir mér, eins og eg breyti eftir Kristi.

V. 1. 2 Mós. b. 13,21. 5 Mós. 1,33. Sálm. 78,14. 2 Mós. b. 14,22. V. 3. 2 Mós. b. 16,15. Sálm. 78,23–25. V. 4. 2 Mós. b. 17,6. 4 Mós. b. 20,8.10.11 andlegt kallast það oft í Nýja testamentinu, sem Guð lætur ske á dásamlegan hátt. V. 5. Hebr. 3,17–19. 4 Mós. b. 14,22–30. V. 6. 2 Tím. 3,16. V. 7. 2 Mós. b. 32,6. V. 8. 5 Mós. b. 2 25,1–9. sbr. Esa. 1,21. Esekk. 23,7.30. V. 9. 2 Mós. b. 17,2–7. 4 Mós. b. 21,5. eftirfylgjandi samanbr. Heb. 3,8.9. V. 10. 4 Mós. b. 14,2–37. V. 11. sbr. Róm. 4,23.24. V. 12. Róm. 11,20. V. 13. Sálm. 68,20. V. 14. Post. g. b. 15,20. 2 Kor. 6,16. samanb. við Mós. b. 20,3.4. V. 16. Matt. 26,26.27. v. 18.20. V. 17. Kap. 12,13.27. V. 18. nl. að uppruna og fastheldnir við Gyðingasiðu. V. 19. Kap. 8,4. V. 20. 3 Mós. b. 17,7. Sálm. 106,37. Gyðingar ímynduðu sér á Krists og postulanna dögum að djöflar væru í skurðgoðum og efldu skurðgoðadýrkun, eins og allt annað illt. V. 21. 2 Kor. 6,15. V. 22. sbr. 5 Mós. b. 32,21. V. 24. sbr. v. 33. Fil. 2,4. V. 25. hvert það séu leifar skurðgoðafórna, samb. v. 28.29. V. 26. Sálm. 24,1. 50,12. samanb. við 1 Tím. 4,4. V. 27. Kap. 8,7. samanb. við Matt. 15,11.17–20. V. 28. sjá skýringar gr. í 25. v. Kap. 8,10.11. V. 30. Róm. 14,6. V. 31. 5 Mós. b. 8,10. Kól. 3,17. V. 32. Róm. 14,13. V. 33. Kap. 9,19–22. Fil. 2,4. sbr. Kap. 4,16.