Sama bréfið.

1Og Drottinn hefir efnt það orð sitt sem hann talaði á móti oss, og á móti vorum dómurum sem dæmdu Ísrael, og móti vorum kóngum, og móti vorum höfðingjum og móti oss, og á móti vorum dómurum sem dæmdu Ísrael, og móti vorum kóngum, og móti vorum höfðingjum og móti Ísraels og Júdamönnum,2að hann vildi yfir oss leiða mikla óhamingju, sem ei hefur gjörst undir öllum himninum, lík þeirri, sem hann gjörði í Jerúsalem, eftir því sem skrifað stendur í Mósislögmáli:3að vér skyldum eta hvör einn hold síns sonar, og hvör einn hold sinnar dóttur.4Og hann gjörði þá að undirlægjum allra ríkjanna í kringum oss, til brigslis og bölvunar meðal allra lýða allt um kring, hvar Drottinn hafði þeim tvístrað.5Og þeir voru undir en ei yfir, af því vér syndguðum móti Drottni vorum Guði, og vér ekki gegndum hans raust.6Drottinn vor Guð er réttlátur, en oss og vorum feðrum tilheyrir blygðun vors andlitis, eins og nú í dag (er).7Drottinn hefir hótað oss allri þeirri óhamingju, sem yfir oss er komin,8og vér grátbændum ekki Drottin, að hann léti hvörn og einn snúa sér frá hugsunum síns vonda hjarta,9og Drottinn vakti yfir ógæfunni og Drottinn leiddi (hana) yfir oss, því réttlátur er Drottinn í öllum sínum gjörðum, sem hann hefir oss boðið,10og vér hlýddum ekki hans raust, að ganga eftir Drottins boðorðum, sem hann berlega hafði gefið oss.
11Og nú Drottinn, Ísraels Guð, sem útleiddir þinn lýð úr Egyptalandi, með öflugri hendi, og með táknum og furðuverkum, og með miklum mætti, og með upplyftum armi og gjörðir þér nafn, eins og nú (er).12Vér höfum syndgað, verið guðlausir, og yfirtroðið, Drottinn vor Guð, alla þína setninga.13Lát þína reiði frá oss snúast! því fáir af oss eru eftir orðnir meðal þjóðanna, hvar þú hefir oss tvístrað.14Heyr, Drottinn, vora bæn og grátbeiðni, og frelsa oss sökum þín og lát oss finna náð hjá þeim sem hafa oss í burtu flutt,15svo öll veröldin þekki, að þú, Drottinn, ert vor Guð, að Ísrael og hans kyn, er nefnt eftir þínu nafni.
16Drottinn, lít niður frá þínu heilaga húsi, og hugsa til vor, og hneig, Drottinn, þitt eyra og heyr!17Uppljúk þínum augum og sjá, því þeir framliðnu í undirheimum, hvörra andi tekinn er úr þeirra innyflum, greiða ei Drottni heiður og hollustu;18heldur sú mikillega hrygga sál, hvör, sá sem gengur bjúgur og vesællegur, þau vanmegna augu og hungruðu sálir, gefa þér, Drottinn, heiður og hollustu.19Ekki í trausti til réttlætis vorra feðra og vorra konunga (réttlætis) berum vér, Drottinn vor Guð, fram fyrir þig, vora grátbeiðni!20því þú hefir leitt yfir oss þína reiði og grimmd, eftir því sem þú talaðir, fyrir þína þjóna spámennina:21„Svo segir Drottinn: beygið yðar herðar og þjónið kónginum í Babel, þá munuð þér vera kyrrir í landinu, sem eg gaf yðar feðrum;22en ef þér hlýðið ekki Drottins raust, að þjóna kónginum í Babel;23þá skal eg láta þagna í Júdastöðum og í Jerúsalem, fagnaðarins raust og glaðværðarinnar raust, brúðgumans raust og brúðurinnar raust, og allt landið skal verða að auðn hvar enginn býr.“ (Jerem. 25,10. 27,8).24En vér hlýddum ekki þinni raust, að þjóna kónginum í Babel. Og svo efndir þú þitt orð, sem þú talaðir fyrir þína þjóna spámennina, að beinum vorra kónga og beinum vorra feðra skyldi burtsnarað verða úr þeirra a) stöðum.25Og sjá, þau liggja útsnöruð fyrir hita dagsins og kulda næturinnar, og þeir hafa hörmulega farist fyrir hungri og sverði og drepsótt.26Og þú hefir gjört það hús, sem nefnt var eftir þínu nafni, eins og það er þennan dag, sökum vonsku Ísraels húss og Júda húss.
27En við oss, Drottinn vor Guð, hefir þú breytt eftir allri þinni gæsku, og eftir allri þinni miklu miskunnsemi,28eins og þú hefir talað fyrir þinn þjón Móses, á þeim degi þá þú bauðst honum að skrifa þitt lögmál, frammi fyrir Ísraelssonum og sagðir:29„ef þér hlýðið ekki minni raust, þá skal þessi mikli og margmenni fólkshópur verða lítill meðal þjóðanna, innan um hvörjar eg vil tvístra þeim.30Því eg veit vel, að þeir munu ekki hlýða mér; því þeir eru harðsvírað fólk. En þeir munu umvenda sér í þeirra hertekningarlandi,31og viðurkenna, að eg Drottinn, er þeirra Guð. Og eg mun gefa þeim hjarta, og heyrandi eyru.32Þá munu þeir lofa mig í þeirra hertekningarlandi, og minnast míns nafns,33og snúa sér frá sinni þrjósku og frá sínum vondu siðum: því þeir munu hugsa til þess hvörnig fór fyrir þeirra feðrum, sem syndguðu fyrir Drottins augsýn.34Þá skal eg flytja þá aftur í það land sem eg sór þeirra feðrum, Abraham, Ísak og Jakob; og þar skulu þeir drottna, og eg mun fjölga þeim, og þeir skulu ekki fækka.35Og eg mun gjöra við þá eilífan sáttmála að eg sé þeirra Guð, og þeir mitt fólk. Og eg mun ei framar reka mitt fólk, Ísrael, úr því landi, sem eg gaf þeim.“

V. 24. Þ. e. gröfunum.