Manasse og Amons ríkisstjórn. (2 Kgb. 21,1–8.19–26.)

1Manasse var 12 ára gamall, þá hann varð kóngur, og ríkti 25 ár í Jerúsalem.2Og hann gjörði það sem illt var í augsýn Drottins, eftir viðbjóð þjóðanna sem Drottinn rak burt frá Ísraelssonum.3Og hann uppbyggði aftur hæðirnar, sem Esekias faðir hans hafði niðurrifið, og reisti Baals ölturu, og gjörði blótlunda, og tilbað allan himinsins her og þjónaði honum.4Og hann byggði altari í húsi Drottins, hvar um Drottinn hafði talað: í Jerúsalem skal mitt nafn vera eilíflega.5Og hann byggði ölturu öllum himinsins her í báðum forgörðum Drottins húss.6Og hann lét sína syni vaða eld í dal Hinnomssona, og fór með kukl og teiknaútþýðingar og særingar, og setti menn til að leita frétta af dauðum og fjölkynngismenn og gjörði margt illt í augsýn Drottins, til að móðga hann.7Og hann setti það góða bílæti, sem hann hafði gjört, í Guðs hús, hvar um Guð hafði sagt við Davíð og Salómon hans son: í þessu húsi og í Jerúsalem sem eg hefi útvalið af öllum Ísraels ættkvíslum vil eg nafn mitt sé eilíflega.8Og eg vil ekki láta Ísraels fót framar víkja úr landinu sem eg gaf yðar feðrum, þá þeir aðeins gefa því gaum, að gjöra allt sem eg hefi boðið þeim, allt lögmálið og setningana og réttindin, fyrir Mósis hönd.9En Manasses afvegaleiddi Júdalýð og Jerúsalems innbúa, svo að þeir breyttu verr heldur en þjóðirnar sem Drottinn afmáði frá Ísraelssonum.10Og Drottinn talaði til Manasse og hans fólks, en þeir gáfu því ekki gaum.
11Þá lét Drottinn yfir þá koma herforingja Assýríukóngs, þeir tóku Manasse til fanga með krókum og bundu hann fjötrum og fluttu til Babel.12En sem að honum þrengdi, grátbændi hann Drottin sinn Guð, og auðmýkti sig mjög fyrir Guði sinna feðra,13og bað hann, og hann lét sig vinna með bæn, og heyrði hans grátbeiðni, og lét hann koma aftur til síns kóngsríkis, til Jerúsalem, og Manasses kannaðist við að Drottinn væri Guð.14Og eftir það byggði hann ytri múrvegginn á Davíðsborg, vestan til við Gíhon í dalnum, þar sem gengið er inn í Fiskhliðið, og hlóð hann í kringum hæðina, og gjörði hann mjög háan, og setti herforingja í alla Júda(lands) rambyggilegu staði.15Og hann flutti burt útlendinga guðina, og bílætið úr Drottins húsi, og öll ölturu, sem hann hafði byggt á fjalli Drottins húss, og kastaði þeim út fyrir staðinn.16Og hann reisti aftur Drottins altari, og fórnfærði á því þakkarfórn og lofgjörðarfórn, og bauð Júda að þjóna Drottni Ísraels Guði.17En fólkið færði enn nú fórnir á hæðunum, þó einasta Drottni sínum Guði.
18En hin önnur saga Manassis og hans bæn til hans Guðs og ræður sjáandanna, sem til hans töluðu í nafni Drottins Ísraels Guðs, það stendur í sögu Ísraelskónga;19og hans bæn og hvörnig hann var bænheyrður, og allar hans syndir og afbrot, og þeir staðir, á hvörjum hann byggði hæðir og setti blótlunda og bílæti, áður en hann auðmýkti sig, sjá! það er skrifað í sögu Hósaí.20Og Manasse lagðist hjá sínum feðrum og menn grófu hann í hans húsi og Amon hans son varð kóngur í hans stað.
21Amon hafði tvo um tvítugt þá hann varð kóngur, og ríkti tvö ár í Jerúsalem.22Og hann gjörði það sem illt var í augsýn Drottins, eins og Manasse faðir hans hafði gjört; og öllum þeim guðum sem faðir hans Manasses hafði gjört, færði Amon fórnir og þjónaði þeim.23Og hann auðmýkti sig ekki fyrir Drottni, eins og Manasses faðir hans hafði auðmýkt sig, því Amon samanhrúgaði sektum.24Og hans þénarar samsórust móti honum og drápu hann í hans húsi.25En landsfólkið vann á öllum þeim samsvörnu móti Amon kóngi, og gjörði Jósia hans son að konungi í hans stað.

V. 11. Krókum: sem brúkaðist til að krækja með fiska og láta í fiska polla. V. 19. Sögu Hósai, aðrir í sögu sjáandanna.