Hrós spekinnar.

1Spekin lofar sjálfa sig, og mitt á meðal fólksins hrósar hún sér.2Í söfnuði ens æðsta, opnar hún sinn munn,3og frammi fyrir hans her hrósar hún sér (og segir):4„Eg útgekk af munni ens æðsta,5og þakti sem þoka jörðina.6Eg bjó í hæðinni, og mitt hásæti stóð á skýjanna stöplum.7Um himinsins hring fór eg ein,8og í afgrunnsins djúpi var eg á gangi.9Í bylgjum sjávarins og á allri jörðinni,10og meðal allra lýða og þjóða tók eg eign“.11„Hjá öllum þessum leitaði eg hvíldar, og í hvörra erfð eg gæti staðnæmst.12Þá gaf Skapari allra hluta mér boðorð, og sá, sem mig skóp, setti fastan minn bústað og mælti:13Í Jakob skaltu búa, og hafa eign þína í Ísrael.14Fyrir tímann, frá upphafi skóp hann mig, og eilíflega mun eg viðvara; í heilögu tjaldi þjóna eg frammi fyrir honum,15og svo fékk eg á Síon varanlegan stað. Í þeirri elskuðu borg gaf hann mér sömuleiðis hvíldarstað, og í Jerúsalem er mitt veldi“.
16Og svo festi eg rætur hjá dýrðlegu fólki, í eign Drottins.17Eg óx upp, sem sedrusviður á Líbanon, og sem furutré á Hermonsfjalli.18Eins og pálmaviður í Engaddi óx eg upp, og sem rósatréð í Jeríkó;19eins og fagur viðsmjörsviður á sléttlendi, og sem valbjörk óx eg upp.20Eg gaf ilm af mér sem kanel og kryddjurtir, og sem útvalin myrra útbreiddi eg góða lykt,21eins og galban og onyk og stakte og reykelsisilmur í musterinu.22Eins og terebinttré útbreiddi eg mínar greinir, og mínar greinir voru álitlegar og fagrar greinir.23Eg var sem elskulegur vínviður í blómgun,24og mín blómstur báru dýrðlega og ríkuglega ávexti“.
25„Komið til mín, þér sem girnist mig,26og mettið yður á mínum ávöxtum!27því mín tilhugsan er sætari enn hunang, og að eiga mig, er betra en hunangsseimur.28Sá sem mig etur er ætíð hungraður,29og hvör sem mig drekkur, er ætíð þyrstur.30Hvör sem mig heyrir verður ekki til skammar;31og hvör sem gjörir sér annt um mig, syndgar ekki.
32Allt þetta er ens æðsta Guðs sáttmálabók,33það lögmál, sem Móses bauð, svo sem eign Jakobs safnaðar,34sem flóir út af speki, sem Pison,35og eins og Tigris á vordögum,36sem streymir af skilningi, eins og Frat, og eins og Jórdan á kornskerudögunum.37Sem úthellir uppfræðingu, sem (ánni) Níl, og sem (áin) Gíhon, þá vínberjum er safnað.38Sá fyrsti hefir hana ei fullnumið, og eins útgrundar hana ekki sá seinasti.39Því fyllri er hennar hugsan en sjórinn, og hennar ráð dýpra en það mikla afgrunn.40Og eg var sem skurður frá fljóti, sem vatnsveiting rann eg í lystigarða.41Eg sagði: eg vil vökva minn aldingarð.42og drykkja mitt beð:43og sjá! þá varð minn skurður að hafi.45Sem morgunroða útdreifi eg síðan minni uppfræðingu, og auglýsi hana í fjarlægð.46Eg læt menntun útstreyma sem spádóm, og eftirlæt hana þeim komandi ættliðum.47Sjáið! að eg vinn ekki fyrir mig eina, heldur fyrir alla, sem hennar (mín) leita.

V. 27. Aðr: fræðir sem ljós.