Þakklæti fyrir Jerúsalems frelsun.

1Ljóð af Koras börnum.2Mikill er Drottinn, og háloflegur í borg vors Guðs á sínu heilaga fjalli!3Yndislega rís Síonsfjall, gjörvalls landsins gleði, norðan til við borg þess mikla konungs.4Guð er alþekkt hæli hennar höllum.5Því sjá! kóngarnir komu saman, en þeir fóru allir framhjá.6Þegar þeir litu þangað, hnykkti þeim við. Þeir skelkuðust og flýttu sér burt.7Skjálfti kom yfir þá, angist, sem konunnar, er tekur jóðsótt;8sem austanvindur er brýtur Tarsusskipin.9Eins og vér höfum heyrt, svo sáum vér það í borg allsherjar Drottins, í borginni vors Guðs. Guð varðveitir hana eilíflega, (málhvíld).10Vér hugsum, ó Guð! til þinnar miskunnar hér í þínu musteri.11Eins og þitt nafn, ó Guð! svo nær þín lofgjörð til jarðarinnar enda, af réttlæti er þín hægri hönd full.12Síonsfjall gleður sig, Júdalandsdætur fagna yfir þínum dómum.13Gangið umkring Síon á alla vegu, og teljið hennar turna,14takið eftir hennar múrveggjum, gangið um hennar hallir, að þér getið sagt frá því þeim komandi kynslóðum.15Því þessi Guð er vor Guð æ og eilíflega, hann fylgir oss til æviloka.