Traust á Drottins vernd og handleiðslu.

1Sálmur Davíðs. Drottinn er minn hirðir, mig skal ekkert bresta.2Í grænu haglendi lætur hann mig hvílast, að hægt rennandi vatni leiðir hann mig.3Hann hressir mína sál, hann leiðir mig á réttan veg fyrir síns nafns sakir.4Þó eg ætti að ganga um dauðans skuggadal, skyldi eg samt enga ólukku hræðast, því þú ert með mér, þín hrísla og stafur hugga mig.5Þú tilreiðir mér matborð fyrir minna óvina augsýn, þú smyrð mitt höfuð með viðsmjöri, út af mínum bikar rennur.6Sannarlega fylgja mér þín góðgirni og miskunn alla daga míns lífs, og ævinlega mun eg búa í Drottins húsi.