Dæmisaga um víngarð; lestir og andvaraleysi þjóðarinnar; lýsing Kaldea, sem áttu að eyðileggja Júdaríki.

1Eg vil kveða kvæði fyrir vin mínum, það er kvæði vinar míns um víngarð sinn. Vinur minn átti víngarð í felli nokkuru, þar sem var frjóvsamur jarðvegur.2Hann stakk upp garðinn, og ruddi burt grjótinu úr honum; þar gróðursetti hann einn hinn besta vínvið, byggði turn þar í garðinum, og hjó þar út vínlagarþró; og nú vonaði hann, að garðurinn mundi bera vínber, en hann bar vínmuðlinga.3Dæmið nú, þér innbyggjendur Jerúsalemsborgar, og þér Júdaríkismenn, milli mín og míns víngarðs.4Varð nokkuð meira að gjört við víngarð minn, en eg hafða gjört við hann? Hví gaf hann þá af sér vínmuðlinga, þegar eg vonaði, að hann mundi bera vínber?5Eg vil nú segja yður, hvað eg vil gjöra við minn víngarð. Eg vil taka burt þyrnigerðið, sem í kringum hann er, svo það verði haft fyrir eldivið, og rífa niður garðinn, svo hann verði fótum sundurtroðinn.6Eg vil láta hann liggja í eyði; hann skal ekki verða sniðlaður, og ekki slóðadreginn (hreinsaður); þar skulu vaxa þyrnar og þistlar; og skýjunum vil eg um bjóða, að þau láti ekki regnskúrir yfir hann drjúpa.
7Ísraelsniðjar eru víngarður Drottins, og Júdaríkismenn hans ástkær gróðursetning. Hann vonaði eftir rétti, en sá ekki annað en manndráp; hann vænti eftir réttvísi, en heyrði ei annað en neyðarkvein.8Vei þeim, sem bæta húsi við hús, og akri við akur, þangað til ekkert rúm er til (handa öðrum), af því þér eruð orðnir einbyggjar landsins.9Drottinn allsherjar hefir hvíslað í eyra mér: „í sannleika skulu þau enu mörgu húsin verða að auðn, og þau hinu miklu og fögru í eyði standa;10því tíu víngarðs plógslönd skulu aðeins af sér gefa einn pott, og ein skeppa sæðis ekki nema tunnu“.11Vei þeim, sem upp rísa árla morguns til þess að sækjast eftir áfengum drykk; vei þeim, sem sitja fram á kvöld til þess að gjöra sig víndrukkna,12og hafa hörpur, gígjur, bumbur og hljóðpípur við víndrykkju sína, en gefa ekki gætur að því, sem Drottinn gjörir, og sjá ekki verkið hans handa.13Þess vegna verður minn fáfróði lýður herleiddur; hans besta mannval deyr af hungri, og alþýðan vanmegnast af þorsta.14Þess vegna hefir dauðans geimur opnað sig, og upp spanið sitt geysivíða op, til þess að skrautmenni borgarinnar og almúginn, hávaðamennirnir og gleðimennirnir fari niður þangað.15Sérhvör maður skal niðurbeygjast, sérhvör maður lítilætast, og augu dramblátra niðurlægjast.16Þá skal Drottinn allsherjar auðsýna sig dýrðlegan í réttlæti,17þegar lömbin ganga á beit, hvar sem þau vilja ráfa, og útlendir menn uppeta hinar auðu lendur ríkismannanna.18Vei þeim, sem draga ranglætið í höndum lyginnar, og syndina eins og í vagnreipum;19þeim, er segja: „flýti hann sér, og framkvæmi bráðlega sína fyrirætlum, svo vér megum sjá hana; látum ráðagjörð hins heilaga Ísraels Guðs nálgast og fram koma, svo vér getum vitað hana“.20Vei þeim, sem kalla hið vonda gott, og hið góða vont, sem gjöra myrkur að ljósi, og ljós að myrkri, beiskt að sætu, og sætt að beisku.21Vei þeim, sem eru vísir í sínum eigin augum, og hyggnir í augsýn sjálfra sinna.22Vei þeim, sem kappar eru vín að rekka, og öflugar hetjur til að byrla áfengan drykk;23þeim, sem taka fé til sýknar hinum óguðlega, en halla rétti hinna ráðvöndu.24Þess vegna, eins og eldsloginn eyðir hálmleggjunum, og sinan hnígur niður í bálið, eins skal rót þessara manna verða sem efja, og blóm þeirra upp rjúka sem moldarryk, af því þeir höfnuðu lögmáli Drottins allsherjar, og fyrirlitu orð hins heilaga Ísraels Guðs.25Þess vegna er reiði Drottins upptendruð í gegn sínum lýð: hann útréttir hönd sína móti honum, og slær hann, svo fjöllin skjálfa, og líkin liggja sem saur á strætum. Allt fyrir það linnir ekki hans reiði, og hönd hans er enn þá útrétt.
26Hann mun reisa hermerki fyrir fjærlægum þjóðum, hann mun blístra og stefna þeim hingað frá ystu landsálfum; og sjá, þeir munu koma fljótt og skyndilega.27Á meðal þeirra er engi sá, að mæddur sé, enginn, sem hrasi, enginn, sem dotti eða syfji; engum þeirra losnar belti frá lendum, og ekki slitnar skóþvengur nokkurs þeirra.28Örvar þeirra eru brýndar, og allir bogar þeirra upp dregnir; hófar hestanna eru sem steinn og vagnhjólin sem vindbylur.29Þeir öskra sem ljónsmæðra, og grenja sem ljónskálfar; þeir geisa áfram, grípa herfangið, og hafa það á burt, án þess nokkur fái því bjargað.30Á þeim degi munu þeir geisa á hendur lýðnum, eins og sjávarólga. Hann horfir á land upp, en sér ekki nema myrkur og neyð, og dagsbirtan verður myrk í hruni þess.

V. 2. a. Jer. 36,21.