Kennarar eru Guðs ráðsmenn, sem eiga honum reikning að standa, en ekki hvörjum sem lastar þá. Páll straffar þá, sem vilja rýra hans postulaembætti og taka sjálfhælna kennara fram yfir hann. Áminnir að breyta eftir sér og forðast hroka.

1Hvör einn álíti oss, sem Krists þjóna, og umboðsmenn Guðs leyndardóma.2En það krefst af sérhvörjum umboðsmanni, að hann sé trúr.3Það er mér fyrir minnstu, hvörn dóm þér eður aðrir leggja á mig; eg dæmi mig ekki sjálfur.4Einkis ills er eg mér að sönnu meðvitandi; þó vil eg ekki þar fyrir segja mig sýkn saka; Drottinn er sá sem dæmir mig.5Dæmið því ekki fyri tímann fyrri en Drottinn kemur, sem í ljós mun leiða það í myrkrum var hulið og opinberar gjöra hjartnanna hugsanir og þá mun sérhvör fá sín laun af Guði.6Þetta heimfæri eg yðar vegna upp á mig og Apolló, að þér af okkur getið lært, að hugsa ekki hærra en skrifað er, að enginn stæri sig af nokkrum manni gegn öðrum b).
7Hvör hefir gefið þér yfirburði yfir aðra? eður hvað hefir þú það, þú ekki hefir þegið? en ef að þú hefir þegið það, því hrósar þú þér þá, eins og þú hefðir það ekki þegið?8Þér eruð þá þegar mettir orðnir, þér eruð orðnir auðugir, þér ríkir án mín. Eg vildi að svo væri, því þá gæti eg ríkt með yður.9Mér sýnist sem Guð láti oss postulana vera auðvirðilegasta allra manna, svo sem ætlaða til dauða, því vér erum orðnir skoðunarspil heiminum, englum og mönnum.10Vér höldumst, heimskir vegna Krists, en þér velfróðir í Krists (trú) c) vér veikir, þér styrkvir, þér eruð virtir, vér vanvirtir.11Allt til þessarar stundar líðum vér hungur, þorsta, klæðleysi og högg og höfum engan samastað.12Vér vinnum með vorum eigin höndum; þá oss er óskað ills, óskum vér góðs; þá vér erum ofsóttir umberum vér það.13Þá vér erum lastaðir áminnum vér. Vér erum orðnir eins og sorp veraldar og afhrak allra allt til þessa tíma.14Þetta skrifaði eg ekki til að gjöra yður kinnroða, heldur áminni eg yður, svo sem elskuleg born;15því þótt þér hafið ótal Lærimeistara í kristilegri trú, þá hafið þér samt ekki marga feður, því eg hefi getið yður til kristilegrar trúar með minni kenning.16Eg bið yður því: breytið eftir mér!17þess vegna sendi eg til yðar Tímóteum, minn elskulegan son og trúan í Drottins þjónustu; hann mun segja yður hvörnig eg rek Krists erindi allsstaðar þar, sem eg kenni kristni.18En nokkrir eru orðnir hróðugir yfir því, að eg aldrei muni koma til yðar;19en eg mun bráðum koma til yðar, ef Drottinn vill og þá mun eg reyna, ekki orð sjálfbyrginganna, heldur kraft;20því Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur krafti.21Hvað viljið þér? á eg að koma til yðar með vendi, eður með kærleika og í hógværum anda?

V. 1. Matt. 18,18. Kól. 1,23. V. 6. b. að hann hafi haft þenna eða hinn lærimeistara í kristilegri trú. V. 10. c. nl. vegna þess þér eruð kænir í að sameina veraldlega speki við Krists lærdóm. sbr. Kap. 2,1–4.