Fleiri lífsreglur.

1Gjör ekkert illt, svo hittir þig ekkert illt.2Hafðu þig langt frá ranglæti, svo mun það forðast þig.3(Minn) son, sá ekki (akur) ranglætisins, svo muntu það ei sjöfalt uppskera.
4Leita þú ekki valds af herranum né tignarsætis af konunginum.5Hrósa þér ekki fyrir herranum af þinni réttvísi, ekki heldur fyrir kónginum af þinni visku.6Sækstu ekki eftir að vera dómari, (það gæti skeð þú orkaðir ekki að uppræta ranglætið) svo að þú ekki fælist álit hinna voldugu, og leiðir í háska þína ráðvendni.7Syndga ekki móti staðarfólkinu, og láttu ekki skrílinn draga þig með sér.8Hlað ekki tvívegis á þig synd, því fyrir eina verður þú ekki óhegndur.9Hugsa þú ekki: (Guð), hann mun líta á þínar mörgu fórnargáfur, og þegar eg færi þær Guði enum æðsta, mun hann við mér taka (náðarsamlega).10Vertu ekki huglaus þegar þú biður,11og forsóma ekki að gefa ölmusu.
12Hæð þú engan mann í hans hjartasorg; því sá er einn til sem niðurlægir og upphefur.13Sá engum lygum móti þínum bróður, og gjör ekkert þessháttar vini þínum.14Aldrei skaltu temja þér nokkra lygi, því sá ávani leiðir ei til góðs.15Vertu ekki málugur á samkomu hinna öldruðu, og tak ekki upp sömu orðin í þinni bæn.16Hata þú ekki örðugt erfiði, né akuryrkju tilsetta af enum æðsta.17Tel þig ekki með syndaranna fjölda.18Hugsa til þess, að reiðin tefur ekki.19Auðmýk þig af hjarta; því hegning þess guðlausa er eldur og ormur.20Sel ekki vin fyrir fánýtt fé, ekki heldur ektabróður fyrir Ofírsgull.21Skil þig ei við skynsama og guðrækna konu, því hún er elskulegri en gull.22Far þú ei illa með þjóninn, sem erfiðar dyggilega, ei heldur þann daglaunamann sem gefur (þér) sína sál.23Skynsaman þjón skaltu elska af hjarta, svipt hann ekki frelsi.24Hafir þú kvikfé, svo vakta þú það, og hafir þú gagn af því, svo farga því ekki.25Eigir þú börn, svo mennta (aga) þau, og beyg þeirra háls í æskunni.26Eigir þú dætur, svo varðveit þeirra líkama, og vertu ekki hýrleitur til þeirra.27Giftu dóttur þína, svo hefir þú gjört mikið verk, og gef hana skynsömum manni.28Hafir þú konu eftir þínu hjarta, svo útskúfa henni ekki: (en aðhyllstu aldrei þá haturslegu).29Heiðra föður þinn af öllu hjarta og gleym ekki fæðingarhríðum þinnar móður.30Minnst þess, að þú ert einn af þeim getinn, og hvörnig viltu umbuna þeim það sem þau hafa þér gjört?31Óttast þú Drottin og heiðra hans presta. Elska þinn skapara af öllum mætti og yfirgef ekki hans þjónustumenn.32Óttastu Drottin og heiðra prestana,33og gef þeim sína hlutdeild eins og þér er boðið.34frumgróða og sekta fórn,35bóggáfuna, helgidómsins fórn, og hið fyrsta af því helgaða.36Rétt þeim fátæka þína hönd svo þín blessun verði fullkomin.37Gáfa kemur sér vel hjá öllum sem lifa; en haltu ei heldur þinni góðsemi frá þeim dauðu.38Drag þig ei í hlé við þann sem grætur, og syrg með þeim sem syrgja.39Lát þér ei leitt að vitja sjúkra; því fyrir það muntu verða elskaður.40Í öllu þínu tali þá hugsa til þíns endirs, svo muntu ekki syndga að eilífu.

V. 28. Það sem hér er innan () vantar í grískuna.