Postulinn sýnir að Korintumenn hafi enga orsök til að stæra sig af hvað vel kristnir þeir séu. Flokkadráttur þeirra á milli lýsir því, og að þeir byggja um of upp á manna lærdóm, sem þó eru ekki annað en Guðs þjónar; því að Kristur er grundvöllurinn, sem hvör kennari á að byggja ofan á, sem hann hefir vit til; en ekki er sama hvörnig ofan á er byggt og hættulegt að reiða sig á annarra manna vit, að menn ekki spilli Guðs musteri.

1Sannlega gat eg ekki talað við yður, bræður mínir! svo sem andlega, heldur svo sem holdlega, svo sem börn í Krists trúarþekkingu.2Eg gaf yður mjólk, en ekki mat, því þér þolduð hann ekki; já, þér þolið hann ekki enn, því enn þá eruð þér holdlegir;3metningur, deilur og tvídrægni eru á meðal yðar. Eruð þér þá ekki holdlegir og hegðið yður eftir almennings sið?4þegar einn segir: eg er Páls; en annar: eg er Apollós, eruð þér þá ekki holdlegir?5því hvað er Páll, hvað er Apolló annað en þjónar, sem hafa leitt yður til kristni, hvör eftir því, sem Drottinn hefir veitt hvörjum fyrir sig?6eg plantaði, Apolló vökvaði, en Guð hefir gefið frjóvgunina;7svo að ekki er sá mikill, sem gróðursetur eður vökvar, heldur Guð, sem frjóvgunina gefur.8Sá, sem plantar, og sá, sem vökvar, eru eitt og hvör þeirra mun fá þau laun, sem hann vinnur til.9Vér erum Guðs þjónar, þér eruð Guðs akur, Guðs hús.10Sem skynsamur byggingarmeistari hefi eg grundvöllinn lagt, eftir þeirri náð, sem mér er af Guði gefin, en annar hefir byggt ofaná; hvör einn hafi gát á hvörninn hann gjörir það.11Enginn getur annan grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.12Byggi menn ofan á þenna grundvöll gull, silfur, dýrmæta steina, tré, hey, hálm,13þá mun verða opinbert hvílíkt hvörs eins verk er, tíðin mun gjöra það augljóst, eldurinn mun opinbera það, hann mun prófa hvílíkt hvört eins verk er.14Ef það stendur, sem maður hefir ofan á byggt, mun hann fá laun;15en brenni það upp, bíður hann þar af skaða, sjálfur mun hann komast af, en þó líka sem úr eldi.16Vitið þér ekki að þér eruð Guðs musteri og að Guðs Andi býr í yður?17hvör, sem skemmir Guðs musteri, þann mun Guð straffa, því að Guðs musteri er heilagt og þetta musteri eruð þér.18Enginn dragi sig sjálfan á tálar; ef nokkur á meðal yðar þykist vera vitringur á þessari höld, hann verði fávís, a) svo hann verði vís;19því speki þessa heims er heimska hjá Guði; því svo stendur skrifað: hann grípur þá vitru í þeirra slægð;20og á öðrum stað: Drottinn þekkir hugsanir hinna vitru, að þær eru hégómlegar.21Enginn stæri sig því af mönnum,22því allt er yðvart hvört heldur það er Páll eður Apolló, eður Kefas, eður heimur, eður líf, eða dauði, það yfirstandandi eður tilkomandi.23Allt er yðvart; þér eruð Krists, en Kristur er Guðs.

V. 2. 1 Pét. 2,2. Hebr. 5,12.13. V. 3. Kap. 1,10.11. V. 4. Kap. 1,12. Post. g. b. 18,24. V. 8. Matt. 16,27. V. 10. Kap. 15,10. V. 11. Ef. 2,20.21. V. 13. Es. 48,10. 1 Pét. 4,12. V. 16. Að vera musteri eins, er að láta sér öldungis stjórna af honum. Matt. 12,44. sbr. við Róm. 7,17–20. 1 Kor. 6,19. 2 Kor. 6,16. V. 18. a. þ. e. hætti að halda það fyrir speki, sem þessi öld heldur speki. V. 19. Job. 5,13. V. 20. Sálm. 94,11. V. 22. Allt á að vera yður til góðs. Róm. 8,38.39.