Ættartala Krists; hans getnaður af heilögum Anda; nafn hans og fæðing.

1Þetta er ættartala Jesú Krists, sem kominn er af ættum þeirra Davíðs og Abrahams:2Abraham gat Ísak; Ísak gat Jakob; Jakob gat Júdas og bræður hans;3Júda gat Fares og Sara við Tamar; Fares gat Esrom; Esrom gat Aram;4Aram gat Aminadab; Aminadab gat Naason; Naason gat Salmón;5Salmón gat Bóos við Rakab; Bóos gat Obeð við Rut; Obeð gat Jessai;6Jessai gat Davíð konung; Davíð gat Salomon við konu Uriasar;7Salomon gat Róbóam; Róbóam gat Abía; Abía gat Asa;8Asa gat Jósafat; Jósafat gat Jóram; Jóram gat Osias;9Osias gat Jóatam; Jóatam gat Akas; Akas gat Esekías;
10Esekías gat Manasses; Manasses gat Amon; Amon gat Jósías;11Jósíaas gat Jekonías og bræður hans um þann babýloniska herleiðingartíma.12En eftir herleiðinguna gat Jekonías Salatíel; Salatíel gat Sóróbabel;13Sóróbabel gat Abiúð; Abiúð gat Eliakeim; Eliakeim gat Asór;14Asór gat Sadók; Sadók gat Akeim; Akeim gat Eliúð;15Eliúð gat Eleasar; Eleasar gat Mattan; Mattan gat Jakob;16Jakob gat Jósep, mann Maríu, sem var móðir Jesú, hvör eð kallast Kristur.17Eru þanninn alls 14 ættliðir frá Abraham til Davíðs, frá Davíð til þeirrar babýlonisku herleiðingar 14, og 14 frá herleiðingunni til Krists.
18Fæðing Jesú Krists skeði með þessum atburðum: móðir hans María var föstnuð Jósep, en áður en þau komu saman, fannst hún barnshafandi af heilögum Anda;19En festarmaður hennar Jósep, sem var valmenni, og ekki vildi gjöra henni opinbera minnkun, ásetti sér að skiljast heimuglega við hana.20Þegar hann hafði þetta í hyggju, þá vitraðist honum engill Guðs í draumi og sagði: Jósep, ættniðji Davíðs! víla þú ekki fyrir þér að ganga að eiga Maríu festarkonu þína; því sá þungi, er hún gengur með, er getinn af heilögum Anda.21Hún mun son fæða, hann skaltú láta heita Jesús, því hann mun frelsa sitt fólk frá þess syndum.22En allt þetta skeði, svo að rættist það, sem Drottinn mælti fyrir spámanninn, er svo sagði:23„Sjá! mey mun barnshafandi verða og son fæða, hann munu menn heita láta Emmanúel“; það þýðir: Guð er með oss.24Þegar Jósep vaknaði, gjörði hann, sem engill Drottins hafði boðið, og tók festarkonu sína til sín;25en hafði þó ekki samræði við hana, uns hún ól sinn frumgetinn son, hvörn hann lét heita Jesús.

V. 19. 5 Mós. 21,23–24. V. 22. Es. 7,14.