Um Samúel.

1Þá komu menn frá Kirjat-Jearim og sóttu örk Drottins, og fluttu hana í hús Abínadabs á hæðinni, og vígðu Eleasar hans son til að vakta örk Drottins.2Og það skeði, frá þeim degi að örkin kom til Kirjat-Jearim, leið langur tími og það urðu 20 ár. Og allt Ísraels hús kveinaði fyrir Drottni.3Þá talaði Samúel til alls Ísraels húss, og mælti: ef þér snúið yður af öllu hjarta til Drottins, þá fjarlægið guði hinna útlendu frá yður, og Astarot, og stýrið yðar hjarta til Drottins, og þjónið honum einum, svo hann frelsi yður af hendi Filisteanna.4Þá fjarlægðu Ísraelssynir Baal og Astarot og þjónuðu Drottni einum.5Og Samúel mælti: samansafnist allur Ísrael til Mispa, að eg biðji fyrir yður til Drottins.6Og þeir samansöfnuðust til Mispa, og jusu vatn, og úthelltu því fyrir Drottni, og föstuðu þann sama dag, og sögðu: vér höfum syndgast móti Drottni. Og Samúel dæmdi Ísraelssyni í Mispa.7Og er Filistear heyrðu, að Ísraelssynir samansöfnuðust í Mispa, svo fóru höfðingjar Filistea á móti Ísrael, og Ísraelssynir heyrðu það, og óttuðust Filisteana.8Og Ísraelssynir sögðu við Samúel: hætt þú ekki að ákalla Drottin vorn Guð fyrir oss, að hann frelsi oss af hendi Filisteanna.9Þá tók Samúel dilk og fórnfærði Drottni svo sem heila brennifórn, og Samúel kallaði til Drottins fyrir Ísrael, og Drottinn bænheyrði hann.10Og einmitt þegar Samúel frambar brennifórnina, lögðu Filistear til orrustu við Ísrael, þá sendi Drottinn, á hinum sama degi, miklar þrumur yfir Filisteana, og tvístraði þeim og þeir voru reknir á flótta af Ísrael.11Og Ísraelsmenn fóru út frá Mispa, og eltu Filistea, og ráku flóttann allt að (láglendinu) fyrir neðan Betkar.12Þá tók Samúel stein og reisti hann milli Mispa og Sen, og nefndi hann Ebeneser b), (hjálpræðisstein) og sagði: hingað að hefir Drottinn hjálpað oss.13Og svona voru Filistear beygðir og komu ekki framar í Ísraels land; og hönd Drottins var á móti Filisteum, svo lengi sem Samúel lifði.14Og þeir staðir bættust aftur við Ísrael sem Filistear höfðu tekið frá Ísrael, frá Ekron allt til Gat, og líka héraðið rifu Ísraelsmenn frá Filisteum. Og friður komst á milli Ísraels og Amoríta.15Og Samúel dæmdi Ísrael svo lengi sem hann lifði.16Og hann ferðaðist ár eftir ár til Betel og Gilgal og Mispa, og dæmdi Ísrael á öllum þessum stöðum.17Og hans heimleið var til Rama, því þar var hans hús, og þar dæmdi hann Ísrael, og þar byggði hann Drottni altari.

V. 21. a. Jós. 15,9. 18,14. V. 12. b. Kap. 4,1. V. 17. c. Kap. 1,19. 8,4.