Sama efni.

1Svo segir Drottinn: sjá! eg vek móti Babel, og á móti þeim sem búa mitt á meðal minna mótstandara, eyðileggjandi storm;2og eg sendi útlenda mót Babel, þeir skulu vinsa þá og tæma þeirra land, því þeir yfirfalla þá frá öllum hliðum, á ógæfunnar degi.3Móti þeim sem spennir, spenni bogmaðurinn sinn boga, og móti þeim, sem reisir sig í sinni brynju! hlífið ekki hennar æskumönnum, drepið niður í strá allan hennar her!4Vegnir menn skulu falla í Kaldeumannalandi, og þeir í gegnum lögðu á þeirra strætum.
5Því Ísraelsþjóð er engin ekkja, Júda er ei yfirgefin af sínum Guði, af Drottni herskaranna; því hennar (Babels) land, hefir á sér mikla sök við Ísraels heilaga (Guð).6Flýið úr Babel, og hvör og einn bjargi sínu lífi, að þér ei fyrirfarist sakir hennar synda sektar! því þetta er tími Drottins hefndar; hann geldur henni eftir maklegleikum.7Gullbikar var Babel í Drottins hendi, sem gjörði alla jörðina drukkna; þjóðirnar drukku af hennar víni, því ólmuðust þjóðirnar;8sviplega fellur Babel og verður sundurmoluð, „æpið yfir henni, komið með smyrsli við hennar sár, líklega verður hún grædd!“9„Vér viljum græða Babel, en hún er ekki orðin heil; yfirgefið hana, og látum oss fara, hvörn í sitt land! því hennar refsing nær til himins og lyftir sér upp til skýjanna“.10„Drottinn hefir leitt í ljós vort góða málefni: komið, vér skulum kunngjöra í Síon verk Drottins, vors Guðs!“
11Skerpið örvarnar, smyrjið skildina! Drottinn hefir vakið anda Medíukóngs; því móti Babel (miðar) hans ráðagjörð, til að eyðileggja hana; það er hefnd Drottins, hefnd fyrir hans musteri.12Reisið upp merki gagnvart Babelsmúrum, aukið varðhöldin, niðurskipið varðmönnum, setjið launsátur! því Drottinn hugsar eitthvað, og framkvæmir líka það sem hann hefir talað móti Babels innbúum.13Þú sem býr við það mikla vatnsfall, rík af fjársjóðum, þinn endi kemur, mælir þíns ráns (er fylltur).14Drottinn herskaranna hefir svarið við sitt líf: eg fylli þig mönnum, eins (mörgum) og engisprettur (eru í hóp), þeir æpa heróp móti þér.
15Hann gjörði jörðina með sínum mætti, tilbjó heiminn með sínum vísdómi og þandi út himininn með sínum skilningi.16Þegar hann þrumar, þá er vatnsmegn í himninum, og hann dregur ský saman frá jarðarinnar endum, eldingar tilreiðir hann til regns, og tekur vindinn úr sínum hirslum.17Fávís er hvör maður án (þessarar) þekkingar; til skammar verður hvör smiður fyrir sínar líkneskjur; því tál er hans steypuverk, og engin andi í því.18Ekkert eru þær (líkneskjur), tálverk, á þeirra hegningartíma munu þær hverfa.19Ekki, eins og þær, er sá sem varð Jakobs hlutdeild; heldur hefir hann allt myndað, og Ísrael er hans eignarstofn, Drottinn herskaranna heitir hann.
20Hamar varstu mér, stríðsvopn, og eg sundurmolaði með þér þjóðirnar, og eyðilagði kóngsríkin.21Eg sundurlamdi með þér hesta og reiðmenn, og sundurmolaði með þér vagna og þá sem þeim stýrðu.22Eg sundurlamdi með þér mann og konu, sundurmolaði með þér ungan og gamlan, og sundurlamdi æskumenn og meyjar.23Eg sundurmolaði með þér hirðir og hjörð, og sundurlamdi akuryrkjumann og akneyti, og sundurbraut með þér höfðingja og landstjórnendur.24En eg endurgeld Babel og öllum Kaldeu innbúum allt það illt sem þeir gjört hafa Síon, fyrir yðar augum, segir Drottinn.
25Sjá, eg vil að þér, þú eyðileggjandi fjall, segir Drottinn, þú sem eyðilagðir allan heiminn! eg útrétti mína hönd móti þér, og velti þér niður af klettinum, og eg skal gjöra þig að brenndu fjalli,26svo menn geti ekki sótt úr þér hornsteina né undirstöðusteina, heldur skaltu vera eilíf eyðimörk, segir Drottinn.
27Setjið upp merki í landinu, blásið í herlúðra meðal þjóðanna, útbúið þjóðirnar móti Babel, kallið móti henni kóngsríkin Arat, Minni og Askenas, setjið móti henni herforingja, látið hesta hingað koma, líkt strýhærðum engisprettum!28Vígið (útbúið) móti þeim þjóðirnar, Medíukónga, þeirra jarla og höfuðsmenn og öll lönd þeirra herradæmis.29Jörðin nötrar og hristist, því nú koma fram móti Babel, Drottins ráðagjörðir, að gjöra Babelsland að auðn, innbúalausri.30Babels kappar hætta að berjast, þeir halda kyrru fyrir í köstulunum, þeirra hreysti er farin, þeir eru orðnir konur; menn hafa kveikt í þeirra hýbýlum, slagbrandar þeirra eru brotnir.31Hlaupasveinn hleypur móti hlaupasveini, sendiboði móti sendiboða, til að færa boðskap kónginum af Babel, að hans staður sé unninn enda á milli;32ferjustaðirnir eru teknir, seftjarnirnar uppbrenndar með eldi, og allur hugur er horfinn stríðsmönnunum.
33Því svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: Babelsdóttir er lík kornhlöðugólfi, á þeim tíma er korn skal þreskja; innan skamms kemur uppskerutími fyrir hann.34Oss át og eyddi Nebúkadnesar, Babelskóngur, eftirskildi oss sem tómt ílát, svalg oss sem dreki, fyllti sinn belg með voru sælgæti, flæmdi oss burt.35Það ofbeldi sem eg og mitt hold hefir orðið fyrir, komi yfir Babel, segir sú sem býr í Síon, og mitt blóð yfir Kaldeu innbúa, segir Jerúsalem.36Því segir Drottinn svo: eg skal taka að mér þitt málefni, og hefna fyrir þig, og uppþurrka hennar (Babels) haf, og láta hennar uppsprettur þorna.37Og Babel skal verða að grjóthrúgu, úlfabæli, viðbjóð og athlátri, enginn skal þar búa.38Í einu lagi grenja þeir allir sem ljón og orga sem ljónshvolpar.39Þegar þeir eru heitir orðnir, skal eg byrla þeim drykk, og gjöra þá drukkna, svo þeir galsist, og sofni svo eilífum svefni, og vakni ekki oftar, segir Drottinn:40eins og sauðum læt eg þeim slátra, eins og hrútum og kjarnhöfrum.41Hvörsu er Sesak (Babel) unnin og tekin, frægð allrar jarðarinnar! hvörsu er Babel orðin að viðbjóð meðal þjóðanna!42Sjórinn hefir gengið yfir Babel, af löðri hans bylgna, er hún hulin.43Hennar staðir eru orðnir að auðn, þurru landi og heiði, að landi, hvar enginn maður býr, yfir hvört ekkert manns barn fer.44Og eg finn Bel í Babel, og tek út úr hans munni það sem hann svelgdi; ekki skulu þjóðir hér eftir til hans streyma; Babelsmúrar skulu líka hrynja.
45Farið úr henni, mitt fólk, og bjargi hvör sínu lífi, undan (fyrir) reiðiglóð Drottins!46Og svo yðar hjarta ekki veiklist, og þér verðið ekki hræddir við tíðindi, sem heyrast í landinu, þegar þessi tíðindi, sem heyrast í landinu, þegar þessi tíðindi koma í ár, og síðan næsta ár, hin tíðindin, og ofbeldi viðgengst í landinu, höfðingi (rís) móti höfðingja.47Þá sjá! dagar koma að eg straffa Babels hjáguði, og land hennar verður til skammar, og allir hans drepnu (menn) falla mitt í henni.48Og himinn og jörð, og allt sem þar er inni, hlakkar yfir Babel; því norðan að koma yfir hana eyðileggjararnir, segir Drottinn.49Eins og Babel lét Ísraels vegna menn falla, svo skulu og menn vegna Babels falla, svo skulu og menn vegna Babels falla í öllu landinu.50Þér sem sluppuð undan sverðinu! farið, tefjið ekki! hugsið álengdar til Drottins, og hafið Jerúsalem í huga.
51Vér vorum svívirtir; vér urðum varir við fyrirlitningu og sneypa huldi vor andlit; því útlendir voru innkomnir í helgidóma Drottins húss.52Þar fyrir, sjá! dagar koma, segir Drottinn, að eg finn hennar goð, og vegnir menn snörla í öllu landinu.53Þó Babel lyfti sér upp til himna, og gjöri hæð sinna girðinga óyfirfaranlega, frá mér (sendir) skulu eyðileggjararnir yfir hana komast, segir Drottinn.54Hljómur harmakveins frá Babel og mikil eymd (heyrist) úr Kaldeumannalandi.55Því Drottinn eyðileggur Babel, og upprætir úr henni þann mikla hávaða; hennar bylgjur brúsa, sem (bylgjur) mikils vatns, hennar gjallandi hljómur kveður við.56Því yfir hana, yfir Babel, kemur eyðileggjarinn, og hennar hetjur verða teknir til fanga, þeirra bogi brotinn; því Drottinn er hegnandi Guð, hann mun endurgjalda.57Eg gjöri drukkna hennar höfðingja, hennar vitringa, hennar landstjórnara, hennar höfuðsmenn, hennar kappa, svo að þeir sofni eilífum svefni, og vakni ei aftur, segir konungurinn, hann heitir Drottinn herskaranna.58Svo segir Drottinn herskaranna: Babelsmúrar, þeir breiðu, skulu niðurrífast, og hennar port, þau háu, skulu í eldi eyðast, svo fólkið hefir unnið fyrir ekki, og þjóðirnar lagt á sig erfiði fyrir eldinn.
59Það orð, sem Jeremías spámaður, bauð Seraja syni Nería, sonar Maesa, þá hann fór með Sedekía, Júdakóngi, til Babel, á fjórða ári hans ríkisstjórnar. En Seraja var friðsamur höfðingi.60Og Jeremías skrifaði alla þá ógæfu, sem koma skyldi yfir Babel, í eina bók, öll þessi orð, sem skrifuð eru móti Babel.61Og Jeremías sagði við Seraja: þegar þú kemur til Babel, þá sjá svo til, að þú lesir öll þessi orð,62og seg: Drottinn! þú hefir talað gegn þessum stað, að þú vildir afmá hann, svo enginn innbúi væri þar framar, hvörki menn né fénaður, heldur skyldi hann verða að eilífri auðn.63Og þegar þú hefir lesið bókina út, svo bind þú við hana stein, og kasta þú henni í Frat,64og seg: svona skal Babel sökkva og ekki aftur uppkoma, sakir þeirrar ógæfu sem eg leiði yfir hana, og þeir skulu þar liggja magnlausir.

Hingað ná Jeremía orð.

V. 11. Smyrjið þ. e. hebr. mettið skildina. V. 13. Mælir þ. e. þú rænir ekki hér eftir. V. 59. Friðsamur o. s. fr. aðr: höfðingi yfir herbergjunum.