Hvörnig Guð vill dýrkast í Ísrael.

1Þessi eru þau boð og tilskipanir sem þér eigið að varðveita svo lengi sem þér lifið á jörðunni, svo þér getið breytt eftir þeim í því landinu, sem Drottinn, þinna feðra Guð, hefir gefið þér til eignar.2Niðurbrjótið að velli alla þá staði, hvört þeir eru á háfjöllum, hálsum, eða þá undir blómguðum viðareikum, á hvörjum þjóðirnar—sem þér munuð reka frá löndum—hafa þjónað sínum guðum.3Niðurrífið þeirra stalla, brjótið þeirra myndarstólpa, uppbrennið í eldi þeirra lunda og mölvið þeirra goð, og upprætið þannig þeirra nöfn úr þessum stöðum.4Þér skuluð ekki dýrka Drottin yðar Guð með líkum hætti,5heldur í þeim stað þar sem Drottinn yðar Guð mun velja sér af öllum kynkvíslum til íbúðar, að því hans húsi skuluð þér leita og þangað sækja,6þangað skuluð þér flytja yðar brennioffur, og aðrar fórnir, yðar tíundir og gáfur, yðar heitgjafir og sjálfkrafa fórnir og frumburði yðar stórfénaðar og sauðfjár;7og þar skuluð þér frammi fyrir Drottni yðar Guði halda máltíð og gleðja yður ásamt með heimilisfólki yðar, út af öllum yðar útvegi, því að Drottinn yðar Guð mun blessa þig;8þér skuluð ekki hegða yður þá, eins og vér hegðum oss nú, er hvör gjörir það honum gott þykir,9því þér eruð ekki enn komnir á hvíldarstaðinn, né til eignarinnar, sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér.10En þér munuð komast yfir um Jórdan og búa í því landi sem Drottinn Guð yðar úthlutar yður, þá fyrst munuð þér öðlast næði fyrir öllum yðar óvinum allt í kring, og mega búa ugglausir.11Og þegar nú Drottinn hefir útvalið sér stað til íbúðar, þá skuluð þér flytja þangað allt sem eg hefi boðið yður, bæði yðar brennioffur og aðrar fórnir, yðar tíundir, gáfur og útvalin heitoffur, sem þér ánafnið Drottni;12þar skuluð þér gleðja yður frammi fyrir Drottni yðar og Guði, með sonum yðar og dætrum, húsköllum yðar og þernum og Levítunum sem eru innan yðar borgarhliða, sem öngva hlutdeilt eður eigindóm hafa með yður;13en vara þig við því að þú offrir ekki þínu brennioffri á hvörjum helst stað sem fyrir þig ber,14heldur í þeim stað sem Drottinn útvelur meðal einhvörrar af þínum kynkvíslum, þar skaltu offra þínu brennioffri og gjöra allt það sem eg lagði fyrir þig.15Samt máttu slátra og eta kjöt í borgum þínum, eftir þinni eigin vild, því að Drottinn þinn Guð hefur þar til gefið þér sína blessun; bæði hinn hreini og óhreini megu eta það, svo sem til að taka, bæði rádýr og hirti,16þó svo að þú etir ekki blóðið, heldur hellir því út á jörðina eins og vatni.17En ekki megið þér í borgum yðar eta af tíundum yðar korns, víns og viðsmjörs, ekki heldur af frumburði þinna kúa, sauðfjár, eða nokkuð af þeim heitoffrum sem þú hefir lofað, eða af þínu sjálfkrafa offri eða af þínum gáfum;18heldur skaltu þetta eta frammi fyrir Drottni þínum Guði, í þeim stað sem hann útvelur, ásamt með syni þínum, dóttur, húskalli og ambátt og þeim Levítum sem eru innan þinna borgarhliða, og skaltu þá gleðja þig út af öllum þínum útvegum,19og vara þig við því að þú aldrei vanrækir Levítana.20Þegar Drottinn þinn Guð færir út þín landamerki, eins og hann hefir lofað þér, og þig langar til að eta kjöt, þá máttu neyta þess eins og þig lystir.21En ef sá staður er í fjarska við þig sem Drottinn þinn Guð hefir útvalið sér til íbúðar, þá máttu slátra af þínum nautum eður sauðfé, sem Drottinn hefir gefið þér, eins og eg hefi boðið þér, og et það svo í þínum borgum eftir lyst þinni,22einasta sé það með sama hætti og maður etur rádýr eða hjört, þá máttu eta það; bæði sá hreini og óhreini megu borða það af því;23einasta vara þig að þú etir ei blóðið, því að (lífið) er í blóðinu, en enginn má eta lifandi hold.24Heldur skaltu hella því út á jörðina sem vatni,25og þú skalt ekki eta það, svo þér megi vel vegna og börnum þínum eftir þig, þar eð þú hafir gjört það sem Drottni líkaði.
26En hafir þú helgað eitthvað sem er undir þinni hendi, eður þú hefir gjört áheiti, þá skaltu taka það og flytja til þess staðar sem Drottinn hefir valið sér;27þar skaltu offra þinni brennifórn með kjöti og blóði, á altari þíns Guðs. En blóðinu af þínu offri skaltu hella á altari Drottins þíns Guðs, en kjötið máttu eta.
28Kostaðu nú kapps um að halda öll þessi boðorð sem eg legg fyrir þig, svo að þér megi ævinlega vel vegna og þínum niðjum fyrir það, að þú gjörir það sem er rétt og gott í augum Drottins þíns Guðs.
29Þegar nú Drottinn þinn Guð hefir afmáð þær þjóðir sem þú ert á veginum að leggja undir þig, og þú ert sestur þar að, eins og þinni eign,30þá vara þig að þú freistist ekki til að taka upp þeirra siði, og farir ei að forvitnast um þeirra guði og segir: eins og þessar þjóðir dýrkuðu sína guði, eins vil eg og gjöra;31þú skalt ekki hegða þér svo við Drottin þinn Guð, því allt sem Drottinn álítur svívirðilegt og honum er á móti, gjöra þessar þjóðir guðum sínum til heiðurs, svo þeir jafnvel hafa guðum sínum til geðs brennt í eldi syni sína og dætur.32Þér skuluð halda öll þau boðorð, sem eg legg fyrir yður til eftirbreytni, þér skuluð hvörki auka þar við né frátaka.